Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 82
LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 19. mars 2022 LAUGARDAGUR Írskur ljósmyndari sem búsettur er á Íslandi minnist fyrstu viðbragða sinna við eldgosinu í Geldingadölum fyrir ári síðan. Hún segir ljós- myndirnar sem hún tók af eldgosinu úr flugvél Haraldar Diego heitins hafi markað vatnaskil á ferlinum. ninarichter@frettabladid.is Írski ljósmyndarinn Cat Gundry- Beck hefur verið búsett hér á landi um árabil. Hún sérhæfir sig í tísku- og auglýsingaljósmyndun og mynd- ir hennar hafa meðal annars verið á forsíðu New York Times og í breska Vogue. „Ég hafði átt sturlaðar vinnuvikur og ætlaði loksins að slaka á í bústað í þrjá daga. Fimm klukkustundum eftir að ég mæti í bústaðinn sýndi vinkona mín mér fréttaljósmynd í símanum sínum. Ég sá bara eitthvað sem ég hélt að væru borgarljós,“ segir Cat, og bætir við að hún hafi ekki skilið íslenska textann með fréttinni. „Vinkona mín hélt áfram að horfa á mig og senda mér svip, en hún var sjálf í svo miklu sjokki að hún gat ekkert sagt. Þá fyrst fatt- aði ég hvað hafði gerst,“ segir hún og hlær. „Ég sótti símann minn og var með tvö ósvöruð símtöl frá vini mínum sem er jarðfræðingur.“ Hló og grét í flugvélinni Þetta setti af stað atburðarás þar sem hlutirnir gengu hratt fyrir sig. Cat hringdi í f lugfélög til að komast að gosinu og náði sambandi við f lugmanninn Harald Diego, sem lést í f lugslysi á Þingvallavatni þann 3. febrúar síðastliðinn. „Við vorum meðal fyrstu almennu borgara sem sáu gosið. Ég beið í bílnum við flugskýlið eftir að opnað væri fyrir loftumferð um svæðið. Það gerðist klukkan tólf á hádegi, ég bókstaf- lega hljóp út úr bílnum og upp í vél. Við Halli vorum komin í loftið eina mínútu yfir tólf. Halli gaf mér þarna dag sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Cat. „Ég sat í f lugvélinni, tók myndir og grét og hló til skiptis.“ Cat hafði áður tekið að sér verk- efni fyrir fréttastofu Reuters, og meðal annars ljósmyndað íbúa í Grindavík í tengslum við aukna skjálftavirkni og yfirvofandi eld- gos. Hún var því vel tengd þegar kom að því að koma myndunum í dreifingu. „Myndirnar rötuðu á forsíðu New York Times,“ segir Cat. „Það var algjörlega magnað. Þær rötuðu líka á forsíðu The Guardian og CNN, og f leiri staði,“ segir hún. Hraunið gleypti dósirnar Morguninn eftir fór Cat fótgang- andi að gosinu. Hún segist hafa tekið með sér gosdósir frá framleið- anda sem hún hafði verið að vinna fyrir. „Ég vissi að ég þyrfti að hafa einhvern auglýsingavarning með- ferðis, til að nota tækifærið, svo að ég greip þær bara. Svo kom ég þeim fyrir á nýstorknuðu hrauninu og tók myndir. Það fór ekki betur en svo að hraunið gleypti dósirnar svo að þær hurfu, og ég var alveg eyði- lögð yfir að menga íslensku nátt- úruna með þessum hætti,“ segir hún og hlær. „En myndirnar voru einstakar og eru í dag sterkustu myndirnar í möppunni minni, og ég er endalaust bókuð í tökur út á þær.“ Myndirnar voru notaðar í auglýsingaherferð hjá fyrirtækinu í framhaldinu. Tilnefnd til ljósmyndaverðlauna Næstu vikur fór Cat ellefu sinnum að hrauninu, og í hvert skipti tók hún með sér módel eða aug- lýsingavarning. Hún tók meðal annars sjálfsmynd af sjálfri sér í tískufatnaði, sem tilnefnd var til tískuljósmyndaverðlauna. „Fólk í bransanum þekkir mig út af þessari mynd, sem er dýrmætt. Eldgosið gaf mér stórar gjafir sem halda áfram að gefa,“ segir hún. n Eldgosið gaf gjafir sem halda áfram að gefa Cat kveðst eiga eldgosinu mikið að þakka. MYND/NORRIS NIMAN Rétt áður en dósin hvarf í hraunið. MYND/CAT GUNDRY-BECK Fyrir forvitin grunnskólab örn Hekla er lítil, létt, forvitin og athugul. Hennar heimur er lífið og fólkið hennar á Egilsstöðum og nágrenni. Pabbi Heklu, þarf að ferðast mikið vegna vinnunnar. Hans áhugi er að segja sögur, mæla allt og skrá. Hekla elskar ekkert meira en að ferðast með honum og skoða nýja staði. Enda forvitin mjög. Allt virðist vera eins og það á að vera í lífi sjö ára stelpu. En fljótt skipast veður í lofti og saga Heklu tekur óvænta stefnu sem engann getur órað fyrir (þegar hún fýkur til Grænlands). Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki sem veittir eru fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2022. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.islit.is Hvalfjarðarsveit óskar eftir tilboðum í heildarhönnun verkfræðinga- og landslags- hönnunar vegna viðbyggingar við íþróttahúss Heiðar- borgar ásamt tengingum við núverandi byggingu. Tilboð skal fela í sér fullnaðarhönnun verkfræðinga á öllum verkþáttum sem nauðsynlegir eru til að fullgera bygginguna tilbúna til notkunar auk landslagshönnunar. Verkið skal vinna samkvæmt útboðs- og verklýsingu, ásamt þeim gögnum sem þar er vísað til. Gögn verða send bjóðendum. Senda skal póst á hvalfjardarsveit@ hvalfjardarsveit.is og tilgreina netpóst sem gögnin verða send á. Tilboði skal skilað í síðasta lagi kl. 16:00, fimmtudaginn 31. mars 2022. ÚTBOÐ ninarichter@frettabladid.is Forspil að framtíð er leiksýning fyrir börn sem frumsýnd er í Nor- ræna húsinu um helgina. Sérstaða verksins er meðal annars fólgin í gervigreindarforriti sem sér um hljóðheim og tónlist verksins. Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, og Kjartan Ólafs- son tónlistarmaður eru höfundar leikverksins Forspil að framtíð, þar sem stuðst er við fjórar þjóðsögur frá Norðurlöndunum og þær settar í sagnaform. Svandís Dóra Einars- dóttir leikkona fer með öll hlutverk á sviðinu en gervigreindin Calmus, sem Kjartan Ólafsson þróaði, leikur einnig stóran þátt í verkinu. „Þessi gervigreind getur búið til tónlist úr hverju sem er og Kjartan býr til tónlistina á staðnum. Þetta er þannig ekki hefðbundið hljóð-„kjú“, eins og er oftast á leiksýningum, heldur er hann að búa til og mixa tónlistina á staðnum,“ segir Svan- dís Dóra. „Hann er búinn að fanga hljóðið sem norðurljósin gefa frá sér, við köllum það norðurljósahljóm- kviðu. Svo er hann búinn að fanga ísbjarnahljóð og búa til hljóð úr því,“ segir hún. Að sögn Svandísar Dóru er sýn- ingin nærandi sýning á krefjandi tímum. „Við þurfum eitthvað gott í hjartað, þessi sýning er þannig. Hún vonandi gefur krökkum innblástur til að virkja ímyndunaraf lið og sjálfstraustið,“ segir hún. „Að finna hugrekkið sitt, þora að vera við sjálf. Ég held að það sé rosa gott alltaf en sérstaklega eftir Covid, að fá að fara inn í leikhús og fara inn í töfraheim og labba út,“ segir Svandís Dóra og bætir við að verkið sé aðeins sýnt um þessa helgi og þá næstu. n Ísbirnir með neglu í Norræna húsinu Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.