Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 10
Stærstu hluthafar ISNIC eru Jens Pétur Jensen, Íslandspóstur, Magnús Soffaníasson og Bárður Hreinn Tryggvason. Arðgreiðslur til hluthafa í ISNIC, sem annast íslenska landslénið .is, nam tæpum 900 milljónum króna á tíu árum. Mest voru greiddar 190 milljónir í arð fyrir tveimur árum. Ekki var því um metarðgreiðslu að ræða nú í febrúar, eins og fram- kvæmdastjórinn fullyrti. gar@frettabladid.is VIÐSKIPTI Hlutafélagið ISNIC - Int- ernet á Íslandi greiddi hluthöfum sínum 896,5 milljónir króna í arð á árunum 2012 til 2021. Það sam- svarar nánast öllum 903,4 milljóna króna hagnaði af rekstri félagsins á þessu tíu ára tímabili. ISNIC sér um skráningu léna undir landsléninu .is og rekstur á tæknilegum innviðum því tengd- um, eins og segir á vefsíðu fyrir- tækisins. Það hefur að undanförnu verið gagnrýnt fyrir háa gjaldtöku af notendum þjónustunnar í skjóli einokunarstöðu. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, svaraði athugasemdum um reksturinn á vefsíðu félagsins síðastliðinn mið- vikudag eins og rakið var í Frétta- blaðinu í gær. Í færslu Jens sem bar yfirskriftina Rangfærslur á Rás2 og Bylgjunni kom fram að árgjald ISNIC væri 29 dolllarar, samanborið við 12 dollara að meðaltali á heimsvísu. Skýrði Jens þennan mun með háu þjónustustigi ISNIC. Benti hann á að aðeins tæpur helmingur léna á Íslandi bæru .is endinguna. Margir væru til dæmis með .com. „Rangt er að eigendur ISNIC hafi greitt sér mörg hundruð milljónir í arð „á ári“ eins og fram kom hjá þáttastjórnendum Bítisins á Bylgj- unni. Rétt er hins vegar að metarð- greiðsla var innt af hendi í febrúar síðastliðnum og var hún 108 milljón- ir króna eins og sjá má í ársreikningi ISNIC 2021,“ sagði í yfirlýsingu Jens. Þessar upplýsingar frá Jens virð- ast þó ekki í samræmi við það sem fram kemur í ársskýrslum ISNIC. Í ársreikningi fyrir árið 2021 segir að arðurinn sem greiddur verði út á þessu ári nemi 118 milljónum króna. Þar að auki sýnist þar ekki um metarðgreiðslu að ræða eins og framkvæmdastjórinn kallar hana, því fram kemur í ársreikningum félagsins að 190 milljónir króna hafi verið borgaðar út í arð á árinu 2020 vegna rekstrarársins 2019. Virðist þessi arður hafa verið greiddur þótt stjórn ISNIC hafi lagt til 65 millj- ónum króna lægri arðgreiðslu í það skipti eða 125 milljónir króna. Þess má geta að hagnaður ISNIC fyrir árið 2019 nam 151 milljón króna, tæplega 40 milljónum minna en arðgreiðslan vegna rekstrarins það ár. Sé horft til næstliðinna tíu reikningsára, 2012 til 2021 sést að arðgreiðslur ISNIC hafa haldist í hendur við hagnað félagsins. Á þessum tíu árum nam hagnaðurinn samtals 903,4 milljónum og arð- greiðslurnar 896,5 milljónum. ISNIC er í blandaðri eign einka- aðila og opinberra aðila. Stærsti einstaki eigandi er Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri með 29,51 pró- sents hlut. Hlutur hans samkvæmt því, í fyrrgreindum 896,5 milljóna króna arði á tíu ára tímabili, er 264,6 milljónir. Aðrir stórar hluthafar í ISNIC eru Íslandspóstur með 18,66 prósenta hlut, Magnús Soffaníasson með 16,77 prósent og Bárður Hreinn Tryggvason með 16,24 prósent. ■ Íslandslén skilaði eigendum nærri milljarði á áratug Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts til fjórtán ára fram til 2019, er formaður stjórnar ISNIC þar sem póstfyrirtækið á 18,66 prósenta hlut. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR - 2 SÆTI Stuðningsfólk Kjósum kjarnakonu til forystu. Marta Guðjónsdóttir í 2. sæti í Reykjavík. Uppþvottavél SN 43HW32US Fullt verð: 109.900 kr. Tilboðsverð: 79.900 kr. Kæli- og frystiskápur KGN 36VLEC Stál. VitaFresh. noFrost-tækni. Hæð: 186 sm. Fullt verð: 179.900 kr. Tilboðsverð: 139.900 kr. Traust tæki á tilboði í mars bth@frettabladid.is NOREGUR Bensínverð hefur ekki fallið í Noregi í takt við lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Norskir fjölmiðlar fjalla um þessa staðreynd og er umræðan á svipuðum nótum og þekkist innanlands. Norskir fjölmiðlar greina frá því að það hafi tekið örskamma stund fyrir norskar bensínstöðvar að stórhækka verð á dísilolíu og bens- íni en lækkun skili sér ekki eins hratt til baka þegar olíutunnan hefur lækkað um 15-20 prósent frá því sem mest var. Umræða fór fram um málið í norska ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld. ■ Norðmenn ósáttir við að verð lækki ekki á bensíni í takt við heimsmarkað 10 Fréttir 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.