Fréttablaðið - 01.04.2022, Síða 14
Í skugga
misvægis
telja kjörn-
ir fulltrúar
Reykvík-
inga að
ríkið ráði
yfir her-
flugvell-
inum.
Hvers vegna eru engir reykvískir
listar í framboði til borgarstjórnar?
Hver gætir hagsmuna borgarbúa? Já,
hverjir eru helstu hagsmunir Reyk-
víkinga? Að sjálfsögðu eru það lang-
veigamestu hagsmunir þeirra fyrr og
síðar að losna við 80 ára gamlan her-
flugvöll og skerðingu lofthelginnar
yfir öllu Nesinu vestan Elliðaáa.
Árlegt tjón af 80 ára gömlum her-
flugvelli í stað miðborgar í Vatns-
mýri nemur hundruðum milljarða
króna. Tjónið felst einkum í því að
stöðugt eru reist ný íbúðahverfi á
röngum stað ár eftir ár, áratug eftir
áratug.
Gömul dæmi eru endalaus ný
úthverfi í Reykjavík og stjórnlaus
útþensla byggðar í nýju þéttbýli í
SV-kjördæmi. Nýtt dæmi er byggð
meðfram Suðurlandsbraut og yfir
Elliðaár, sem fyrir fáum árum var
fráleit hugmynd á blaði en er nú
orðin hryggjarstykkið í hæpnum
áformum um borgarlínu.
Dæmin vitna um skort á fag-
mennsku og framsýni og lýsa um
leið stigvaxandi eyðingarmætti
misvægis atkvæða. Frá stríðslokum
risu hverfin hvert af öðru því ekki
var pólitískt mögulegt að hróf la
við herflugvelli á landi, sem Reyk-
víkingar fengu 1. janúar 1932 fyrir
nýja miðborg.
Ríkið tók Vatnsmýrarsvæðið með
óréttmætum og fjandsamlegum
hætti af Reykvíkingum 1946, afhenti
Flugfélagi Akureyrar herflugvöllinn
þar til leigufrírra afnota og gerði
fyrrverandi stjórnarformann þess
að flugmálafulltrúa ríkisins.
Hvorki eru dæmi um sambæri-
legt landrán hérlendis né í nálægum
löndum en þekkt tilvik í nútímasög-
unni, meðal annars í Palestínu og í
Úkraínu, skekja nú heimsbyggðina.
Talsmáti Pútíns og annarra illvirkja
minnir á þvætting þeirra, sem beita
sér fyrir rekstri forkólfa Akureyringa
og samherja þeirra af landsbyggð-
inni á herflugvelli í Vatnsmýri.
Aldrei mátti styggja forkólfana.
Flugvöllurinn varð brátt sannkölluð
ormagryfja hins unga lýðveldis og
tifandi vítisvél, sem breytti efnilegri
evrópskri smáborg í ósjálfbæra flat-
neskju höfuðborgarsvæðisins (HBS)
árið 2022, sem er að minnsta kosti
fjórfalt víðáttumeiri en ella hefði
orðið.
Viðvarandi atgervisf lótti frá
Íslandi, óhóflegur akstur, mikil bíla-
eign, mengun, losun CO2, lök lýð-
heilsa og ómæld glötuð tækifæri eru
meðal einkenna byggðar og sam-
félags í Reykjavík og á HBS. En hvers
vegna gerir enginn neitt? Kringum-
stæður í ráðhúsi Reykjavíkur eru
líkt og úr leikhúsi fáránleikans og
persónur og leikendur þar eins og
strengjabrúður. Allt í boði misvægis
atkvæða og forkólfanna.
Í lok mars eru átta listar fyrir
kosningar til borgarstjórnar, Fram-
sókn, Íhald, Kommar og Kratar,
sumir rækilega dulbúnir. Gamli
Fjórflokkurinn eins og hann leggur
sig. Og svo eru nokkrir nýliðar,
meðal annars afsprengi klofnings og
bankahruns. Við fyrstu sýn virðist
þetta fjölskrúðugt framboð af alls
konar, eitthvað fyrir alla. En þegar
betur er að gáð kemur annað í ljós.
Listarnir átta eiga sameiginlegan
innbyggðan kerfisgalla, sem vinnur
sjálfkrafa gegn helstu hagsmunum
borgarbúa og gegn þjóðarhag. Þeir
eru hreinræktaðir landsmálalistar,
aukageta flokka, sem bjóða fram til
Alþingis í öllum kjördæmum. Þessi
kerfisgalli er banvæn bjögun vegna
misvægis atkvæða.
Frá lýðveldistöku og lengur hafa
landsmálalistar stjórnað Reykjavík.
Áratuga reynsla er af því í borgar-
stjórn að þegar hagsmunir borgar
og landsbyggðar skarast víkja
hagsmunir borgarbúa alltaf. Þetta
á einkum við um lóðina undir 80
ára gömlum herf lugvelli í Vatns-
mýri og lofthelgina yfir öllu Nesinu
vestan Elliðaáa, alls um 2.200 hekt-
arar lands.
Listarnir átta eru líkt og tróju-
hestar í ráðhúsi Reykjavíkur, far-
vegir fyrir fjandsamleg og eyðandi
bjögunaráhrif af landsbyggðinni í
krafti misvægis atkvæða. Herflug-
völlinn skal festa í sessi í Vatnsmýri
með öllum tiltækum ráðum.
Í skugga misvægis telja kjörnir
fulltrúar Reykvíkinga að ríkið ráði
yfir herflugvellinum. Flestir hinna
kjörnu viðurkenna þó að Samtök
um betri byggð hafi faglega séð rétt
fyrir sér í helstu skipulagsmálum
Reykjavíkur, það sé hins vegar póli-
tískt ómögulegt að láta almanna-
heill ráða og ganga þannig gegn
valdi og vilja ríkisins um áfram-
haldandi flugrekstur.
En stærstu línur borgarskipulags
falla sjálfkrafa að skilgreiningu hug-
taksins „almannaheill“ sem er það
sem gagnast flestum í samfélaginu
best hverju sinni og er hornsteinn
kenninga um stjórnmál og heim-
speki síðustu 2.500 ára, kjarni
alþjóðlegra sáttmála, stjórnarskráa
ríkja og sjálfs lýðræðisins.
Formlegt vald ríkisins er því auð-
vitað ekkert, keisarinn ekki í neinu.
Reykvíkingar fara sjálfir með skipu-
lagsvald yfir öllu landi innan marka
Reykjavíkur eins og önnur sveitar-
félög á Íslandi innan sinna marka,
í samræmi við lög, reglur og hefðir
hvar sem er, ekki aðeins á Íslandi.
Það vald er algert og óskorað.
Illa fengið áhrifavald af misbeit-
ingu misvægis atkvæða nær aðeins
til einkahagsmuna kjörinna full-
trúa Reykvíkinga og til framboða
landsmálaflokka. Vilji Reykvíkinga
sjálfra er allt sem til þarf.
Kjósendur í Reykjavík ættu nú
að sameinast um framboð, sem er
óháð misvægi atkvæða og vinnur
eingöngu fyrir borgarbúa að reyk-
vískum hagsmunum. Þeir sem ná
inn í borgarstjórn af þeim lista geta
unnið fyrir og rætt við kjósendur
sína hvern einasta dag næstu fjögur
ár. n
Gæti orðið besta borg í heimi
Örn Sigurðsson
arkitekt
Árás Rússlands á Úkraínu hefur
gert það að verkum að margir hafa
verið að endurskoða afstöðu sína
til ýmissa hluta. Umræða um fæðu-
öryggi hefur meðal annars farið aðf
stað og margir óttast að stríðsátök
geti breiðst út til annarra landa.
Þá hafa margar þjóðir verið
að skoða stöðu sína í samfélagi
þjóðanna en einnig framlög sín
til varnar- og öryggismála. Bæði
Þjóðverjar og Danir eru að stór-
auka framlög sín til sinna herja og
Finnar og Svíar, sem verið hafa utan
NATO, útiloka nú ekki að sækja um
aðild að bandalaginu. Það fyrsta
sem forseti Úkraínu óskaði eftir
til þess að styrkja stöðu landsins,
við þessar skelfilegu aðstæður,
var að sækja um aðild að Evr-
ópusambandinu, þar sem hann
taldi að landinu væri best borgið
í samfélagi þjóðanna í Evrópu.
Hvers vegna skyldi það vera?
Hér á Íslandi er umræðan um
Evrópusambandið oftast lituð af
eiginhagsmunum. Hvað fáum við
út úr því að ganga í ESB? Vissulega
er gott að spyrja slíkra spurninga
og í mínum huga er enginn vafi á
því að Ísland myndi njóta góðs af
fjölmörgu sem þar er til staðar,
aukins stöðugleika í efnahags-
málum og lýðræðislegrar aðkomu
að því að skrifa þær reglur sem við
innleiðum nú þegar. Ég er sann-
færður um að ef gerð yrði hags-
munagreining á kostum þess að
ganga í ESB þá myndu kostirnir
vera mun f leiri en að standa fyrir
utan sambandið. En við sem þjóð
eigum líka að velta því fyrir okkur
hvað við getum lagt til. Viljum við
taka þátt í þeirri viðleitni Evrópu
að skapa frið og velsæld í allri Evr-
ópu, þar sem unnið hefur verið að
því að tengja Evrópulöndin betur
saman og jafna lífskjör milli Evr-
ópulanda? Það var og hefur verið
tilgangur Evrópusambandsins
og f lest lönd Evrópu hafa tekið
ákvörðun um að fylkja sér á bak
við þau markmið.
Hvenær skyldum við Íslendingar
taka ákvörðun um að gera slíkt hið
sama? n
Í hvaða liði viltu vera?
Guðbrandur
Einarsson
alþingismaður
Viðreisnar
Viljum við taka þátt
í þeirri viðleitni Evr-
ópu að skapa frið og
velsæld í allri Evrópu,
þar sem unnið hefur
verið að því að tengja
Evrópulöndin betur
saman og jafna lífskjör
milli Evrópulanda?
12 Skoðun 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ