Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu fyrir Borgarmiðstöð Austur Reykjavíkurborg óskar eftir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði fyrir Borgarmiðstöð Austur, sameinaða borgarmiðstöð Árbæjar/Grafarholts og Grafarvogs/Kjalarness. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 10-15 ára, með mögulegri framlengingu, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um staðsetningu austan við Elliðaár, helst sem næst Ártúnshöfða. Húsnæðisþörf Borgarmiðstöðvar Austur er áætluð um 2500 fermetrar. Stærð húsnæðis fer m.a. eftir möguleika á samnýtingu með öðrum í húsnæðinu, t.d. mötuneyti, stórum fundarherbergjum og búningsaðstöðu. Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, gæða, stærðar, skipulags húsnæðis út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggis, afhendingartíma, almenningssamgagna, staðsetningar, aðkomu og aðgengi. Áætlað er að húsnæðið verði tekið í notkun eins fljótt og kostur er en eigi síðar en 18 mánuðum eftir undirritun leigusamnings. Fyrirspurnir varðandi auglýsinguna skulu sendar rafrænt í gegnum útboðskerfi Reykjavíkurborgar og verða svör birt þar. Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla eru aðgengilegar á vefslóðinni https://utbod.reykjavik.is Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en 31. mars 2022 kl. 14:00. Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur. Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum. Umsjónaraðili er Eignaskrifstofa Reykjavíkurborgar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heimsmarkaðsverð á laxi er í hæstu hæðum um þessar mundir. Í síðustu viku fór verðið yfir 90 norskar krón- ur á kílóið sem svarar til tæplega 1.300 króna íslenskra. Verðið hefur ekki farið svo hátt í háa herrans tíð. Ójafnvægi í framboði og eftirspurn veldur þessu. Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-inn sem er fræðslumiðstöð fisk- eldis, áður stofnandi og fram- kvæmdastjóri Arctic Fish, segir að því sé spáð að framboð af laxi aukist lítið frá Noregi í ár. Það eitt og sér auki þrýsting á markaðinn. Sölufyr- irtæki hafi skuldbundið sig til að út- vega lax og verði að standa við samninga. Við þetta bætist aukin heilsuvitund fólks í kórónuveiru- faraldrinum og eftirspurn eftir heil- næmum mat. Þá aukist vinsældir sushi-rétta stöðugt. Eftirspurnin sé því meiri en framleiðendur anni. Heimsmarkaðsverð á laxi er venjulega hátt fyrir jól og páska en lægra þess á milli, sérstaklega á sumrin. Laxeldisfyrirtækin taka mið af því við skipulagningu slátrunar. Á þessum tíma árs ætti verðið að lækka en það hefur hækkað og er komið í hæstu hæðir. Síðan hefði mátt búast við öðrum toppi fyrir páska og lækkandi verði eftir það. Erfitt er að ráða í þróunina þegar ójafnvægi er á markaðnum. Sigurður bendir á að öll stóru lax- eldisfyrirtækin í Noregi séu með væntingar um góða afkomu á þessu ári, telji að árið verði í röð þeirra allra bestu. Samkvæmt því reikni þau með að áfram verði ójafnvægi á markaðnum sem haldi verðinu háu. Sjálfur telur Sigurður að markaður- inn þoli ekki þetta háa verð í langan tíma. Ákveðnir kaupendur, einkum veitingahús og stóreldhús, taki lax- inn af matseðli þegar verðið sé orðið of hátt fyrir þá og það dragi úr eft- irspurn. Heimsmarkaðsverð á laxi Meðalverð í NOK/kg frá viku 7, 2021 til viku 7, 2022 100 90 80 70 60 50 40 30 20 2021 2022 Heimild: Nasdaq salmon index 7 10 13 16 19 21 24 27 30 33 36 39 42 45 48 51 2 5 8 49,54 92,56 Heimsmarkaðsverð á laxi í hæstu hæðum - Útlit fyrir góða afkomu í laxeldinu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Útlit er fyrir að heildarkvóti ís- lenskra skipa á vertíðinni verði hátt í 690 þúsund tonn. Eins og mál hafa þróast hafa heimildir Íslendinga aukist og verða tæplega 30 þúsund tonnum meiri en gert var ráð fyrir í haust. Þetta er meiri kvóti en mörg undanfarin ár og með því mesta sem íslenskum skipum hefur verið heimilt að veiða á þessari öld. Ljóst er að það er ærið verkefni að ná þessum kvóta í stöðugum umhleyp- ingum og gera um leið sem mest verðmæti úr loðnunni. Hrogna- frysting gæti hafist í næstu viku. Eftir haustráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar var miðað við að í hlut Íslands kæmu um 662 þúsund tonn. Eftir skerðingu í lokaráðgjöf í síðustu viku voru heimildir Íslend- inga um 634 þúsund tonn. Norð- menn náðu hins vegar ekki að veiða allan sinn kvóta og vantaði 50-55 þúsund tonn upp á, miðað við út- reikninga á heimildum þeirra eftir skerðingu. Erfitt hjá Norðmönnum Norsku loðnuskipin héldu hvert af öðru út úr lögsögunni í gær og í fyrradag, sem var síðasti veiðidag- ur þeirra hér við land í vetur. Ver- tíðin var erfið fyrir Norðmenn, veð- ur voru erfið til nótaveiða og loðnan stóð djúpt. Í frétt í blaðinu í vikunni var áætlað að þeir myndu ekki ná að veiða 30-40 þúsund tonn, en nú er komið í ljós að rétt tala er hátt í 55 þúsund tonn. Landhelgisgæslan fær aflatölur frá skipunum, en endanlegar vigt- artölur liggja fyrir næstu daga. 62 norsk loðnuskip tilkynntu sig til veiða innan íslensku efnahagslög- sögunnar á þessu ári. Ekki í þéttum flekk Loðnuskipin voru í gær ýmist suður af Grindavík, þar sem þau voru flest, vestur af Þorlákshöfn og tvö skip voru að veiðum á Faxaflóa. Síðustu daga hafa veður verið óhag- stæð og útlit er fyrir frátafir vegna veðurs á næstunni. Loðnan virðist ekki hafa þétt sig í stóran flekk og hefur gengið dreifð með suðurströndinni. Í síðustu viku talaði einn skipstjórinn um að göng- ur væru tætingslegar, en fram hef- ur komið að loðnu er víða að sjá. Loðnukvótinn gæti endað í tæpum 690 þús. tonnum - Yfir 50 þúsund tonn vantaði hjá Norðmönnum - Stöðugir umhleypingar og frátafir - Ærið verkefni að ná kvótanum Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Loðnuvertíð Á miðunum vestan við Eyjar fyrir viku. Hoffell SU er næst, fjær sést Börkur NK vera að draga, fyrir miðri mynd má sjá Jónu Eðvalds SF og til hægri er færeyskt skip á siglingu. Veður hafa sett strik í reikninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.