Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 24.02.2022, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.02.2022, Qupperneq 22
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú þegar hillir undir lok heimsfarald- urs kórónuveirunnar er starfsemi Al- þingis Íslendinga að komast í eðlilegt horf. Síðastliðinn mánudag sátu þing- menn sameinaðir í þingsal í fyrsta sinn síðan í ágúst 2020, eða í eitt og hálft ár. Og alþingismenn eru á ný farnir að sækja fundi erlendis. „Ákveðið hefur verið að stækka enn frekar það svæði á 2. hæð Alþing- ishússins sem ætlað er til þingfunda. Þá verða fundir nefnda alla jafna fjar- fundir.“ Þetta sagði í tilkynningu á heimasíðu Alþingis 26. ágúst 2020, daginn áður en þing kom saman til framhaldsfunda. Engan grunaði þá að þetta fyrirkomulag stæði jafn lengi yfir og raun bar vitni. Tryggja nándarreglu sóttvarna Enn fremur sagði í fréttinni: „Í því skyni að tryggja örugga framkvæmd nándarreglu sóttvarna og til að stuðla að hnökralausum þing- störfum hefur forseti Alþingis ákveðið, að höfðu samráði við forsætisnefnd og þingflokksformenn, að stækka enn frekar það svæði á 2. hæð þinghússins sem ætlað er til þingfunda. Þingfunda- svæðið tekur nú auk þingsalar til hliðarsala báðum megin þingsalarins. Í þingsal verða sæti fyrir 27 þingmenn og ráðherra. Aðrir ráðherrar og þing- menn fá sæti í hliðarsölum (efrideild- arsal, ráðherraherbergi, lestrarsal og skjalaherbergi). Þá verður sú breyting að atkvæðagreiðsluhnappar þeirra þingmanna og ráðherra sem fá sæti í hliðarsölum verða fluttir á þau borð sem koma þar í þeirra hlut. Allir þing- menn og ráðherrar hafa því fast at- kvæðagreiðslusæti og geta þannig greitt atkvæði beint úr sæti sínu með rafrænum hætti.“ Forseti Alþingis á þessum tíma var Steingrímur J. Sig- fússon. Í samræmi við ráðleggingar sótt- varnalæknis var áfram brýnt fyrir þingmönnum og starfsfólki að þvo og spritta á sér hendur, lágmarka þann tíma sem þeir væru í fjölmenni og að virða nándarregluna. Þeir sem í ein- hverjum tilfellum óskuðu eftir and- litsgrímu og hanska gátu nálgast slíkt hjá þingvörðum í Skála. Síðasta vika var kjördæmavika á Alþingi. Var tækifærið notað til að gera breytingar á þingsalnum, svo sem að færa atkvæðagreiðslukerfið í upprunalegt horf. Birgir Ármanns- son þingforseti tilkynnti á mánudag að framvegis yrðu allir þingmenn í sal og settust í þau sæti sem þeir drógu um við upphaf þings. Nýtt þing var kjörið í fyrrahaust og í fyrsta sinn frá kosningum sitja nú allir þingmenn, sem þá voru kjörn- ir, saman í þingsalnum. Þó eru enn nokkur borð í hliðarsal, ef þingmenn kjósa frekar að sitja þar, með tilliti til sóttvarna. Vegna heimsfaraldursins hafa fundahöld erlendis verið af skornum skammti í tvö ár og fyrirkomulaginu breytt í fjarfundi. En nú er að verða breyting á. Alþingismenn hafa sótt tvo alþjóðlega fundi að undanförnu, upplýsir Ragna Árnadóttir, skrif- stofustjóri Alþingis. Annars vegar fund Evrópuráðsþingsins í Strass- borg 24.-28. janúar (einn þingmaður) og hins vegar fund þingmanna- nefndar EFTA í Brussel 7.-9. febrúar (fimm þingmenn). Gert er ráð fyrir að þingmenn sæki til viðbótar fimm fundi erlendis í febrúar. „Fundarsókn erlendis af hálfu Alþingis fer eftir ákvörðunum alþjóðlegra þingmanna- samtaka um hvort fundir fari fram sem staðfundir eða í fjarfundarformi. Slíkar ákvarðanir eru teknar í sam- ráði við gestgjafaríki viðkomandi funda. Eftir óvissu um alþjóðlegt fundarhald á síðustu vikum og mán- uðum er verið að efna til staðfunda í auknum mæli að nýju í takt við opnun og afléttingu sóttvarnatakmarkana,“ segir Ragna. Þingmenn loksins sameinaðir - Vegna sóttvarnaaðgerða hefur hluti þingsheims setið í hliðarsölum í eitt og hálft ár - Frá og með mánudeginum eru þingmenn sameinaðir í þingsal - Byrjaðir að sækja fundi í útlöndum á nýjan leik 22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Tvö verðtilboð bárust í verðkönnun Garðabæjar um kaup og leigu á fær- anlegum húseiningum fyrir leikskóla sem reisa á í Kauptúni. Bæjarráð samþykkti með fjórum atkvæðum á fundi í vikunni að fela bæjarstjóra að leita samninga við Terra einingar ehf. um leigu á húseiningunum. Í til- boði Terra er leiguverðið 2,7 millj- ónir kr. á mánuði í 24 mánuði eða samtals 64,8 milljónir og kaupverð að tveimur árum liðnum hljóðar upp á um 202 milljónir kr. eða samtals 267 milljónir kr. Stólpi Gámar ehf. sendu einnig inn tilboð með lægra leiguverði fyrir húseiningarnar eða 2,3 milljónir kr. á mánuði, samtals 55,2 milljónir kr. á tveggja ára leigutíma, en kaupverðið að leigutíma liðnum er hærra en hjá Terra einingum eða 245 milljónir kr. í tilboði Stólpa Gáma, sem samtals hljóðar upp á 300 milljónir kr. Á fundi bæjarráðs lagði Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjar- fulltrúi Viðreisnar, fram bókun þar sem hún gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans að taka umdeilda ákvörðun og leita verðtilboða í stað þess að fylgja lögum um opinber inn- kaup og bjóða út kaup á þjónustu og möguleg kaup á einingum undir leik- skólann. Fór hún fram á að minn- isblað sem bæjarfélagið lét vinna verði gert opinbert. Bæjarráð fól bæjarstjóra á fundinum að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að ann- ast rekstur á leikskólanum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lóð í Urriðarholti Byggja á varanlegan leikskóla við Holtsveg sem taki til starfa 2023 og í haust eiga að standa til boða leikskólapláss í Kauptúni. Leita samninga við Terra einingar ehf. - Bauð 2,7 milljóna leiguverð á mánuði Samkvæmt starfsáætlun Al- þingis, 152. lögjafarþingsins, verður þinghaldið nokkuð slitr- ótt fram á vorið. Samkvæmt henni verður gert hlé á þinghaldinu yfir páska. Þingfundur er á dagskrá föstu- daginn 8. apríl og næsti þing- fundur er ekki á dagskránni fyrr en mánudaginn 25. apríl. Aftur verður gert hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna, sem fram fara 14. maí. Þing- fundur er á dagskrá föstudag- inn 29. apríl en næsti fundur þar á eftir er á dagskrá mánu- daginn 16. maí. Eldhúsdagsumræður verða 8. júní og stefnt er að þingfrestun föstudaginn 10. júní. Slitrótt þing- hald til vors STARFSÁÆTLUN Morgunblaðið/Kristinn Sameinaðir Alþingismenn geta nú allir setið í þingsalnum sem búið er að færa í það horf sem var fyrir faraldurinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Faraldurinn Hluti þingheims hefur setið í hliðarsölum síðan í ágúst 2020. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is COMPONIBILI HIRSLA 2ja hæða frá 13.900,- 3ja hæða frá 18.900,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.