Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 24.02.2022, Síða 26

Morgunblaðið - 24.02.2022, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Sjávarútvegurinn á ekki lengur mikla beina hagsmuni undir Rúss- landsmarkaði og hefur heldur lítið verið selt þangað af sjávarafurðum síðastliðin ár, ef marka má tölur Hagstofu Íslands. Það er því fátt sem bendir til þess að hugsanlegar refsiaðgerðir Rússa sem gætu verið svar við aðgerðum Vesturlanda myndu bitna mikið á íslenskum sjávarútvegi. Árið 2021 voru flutt 1.483 tonn af sjávar- og eldisafurðum frá Íslandi til Rússlands að verðmæti 499 millj- ónir króna. Var það töluvert meira en árið 2020 þegar útflutnings- verðmæti sjávar- og eldisafurða til Rússlands nam 219 milljónum króna. Bæði árin eru þó heldur smá í sögulegu tilliti og tengist það við- skiptaþvingunum sem Rússar settu á Íslendinga árið 2015, en það ár voru flutt út rúm 58 þúsund tonn til Rússlands fyrir um 12 milljarða króna. Árið á undan höfðu verið flutt 134 þúsund tonn til Rússlands að verðmæti 27 milljarðar króna. Lengi vó makríllinn þungt og var hann um 37% af verðmætunum 2014. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskur Makríll var fyrirferðarmikill í útflutningi til Rússlands. Lítið um fisk til Rússlands - Aðeins 1.483 tonn Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Ríkisendurskoðun gagnrýnir í úttekt sinni á starfsemi Landhelgisgæslu Íslands hvernig farið sé með fé sem ætlað er rekstri sjófara stofnunarinn- ar. „Að mati Ríkisendurskoðunar er varðskipakostur Landhelgisgæsl- unnar vannýttur og skoða þarf hvort nýta megi úthald varðskipanna á skil- virkari og hagkvæmari hátt. Í því til- liti verður að horfa til þess hversu takmarkandi þáttur tiltækar áhafnir hafa verið, hversu marga daga varð- skipin liggja bundin við bryggju og að hve takmörkuðu leyti skipin hafa get- að sinnt gæslu og eftirliti,“ segir í út- tektinni sem birt var í gær á vef Rík- isendurskoðunar. Á tímabilinu sem tekið er til skoð- unar, 2018 til 2020, sinntu varðskipin Þór og Týr eftirliti með fiskveiðum, að meðtöldu eftirliti með veiðum krókamarks- og strandveiðibáta á grunnslóð. Auk þess höfðu varðskipin eftirlit með skipum og bátum í þjón- ustu fiskeldisfyrirtækja sem starf- rækja sjókvíar. Fram kemur í úttektinni að kostn- aður við sólarhringsúthald skipanna hafi verið á bilinu 2,2 til 2,9 milljónir króna og að varðskipin Þór og Týr voru 1.101 dag á sjó og 1.091 dag við landfestar. Margra ára aðgerðaleysi Sérstaklega er gagnrýnt hve „illa það fjármagn hefur verið nýtt sem varið hefur verið til reksturs varð- skipsins Ægis síðustu ár. Skipið hef- ur ekki verið haffært síðan í febrúar 2016 en var fyrst auglýst til sölu í nóvember 2020.“ Á tímabilinu 2018 til 2020 námu hafnargjöld og annar kostnaður um 37 milljónum króna. Landhelgisgæslan bar fyrir sig að vonir hafi verið um að fé fengist til að gera Ægi haffæran á ný en þegar slíkt gekk ekki eftir hafi verið óskað eftir söluheimild. „Ríkisendurskoðun telur einsýnt að dómsmálaráðuneyti og Landhelg- isgæslan hefðu þurft að taka skýra ákvörðun um framtíð skipsins miklu fyrr. Margra ára aðgerðaleysi í mál- efnum varðskipsins Ægis vekur undrun,“ segir í úttektinni. Þá er gagnrýnt hve lítill undirbún- ingur var að baki kaupum á notuðu varðskipi (Freyju) í stað Týs og Æg- is. „Þrátt fyrir að ástand Týs hafi ver- ið talið gott allt fram til ársloka 2020 hefði verið tímabært að hefja undir- búning endurnýjunarinnar miklu fyrr. […] Skortur á raunsærri lang- tímaáætlanagerð þegar kemur að rekstri og fjárfestingum í skipakosti Landhelgisgæslunnar hefur reynst vera alvarlegur veikleiki.“ Bjóði út sjómælingar Sjómælingaskipið Baldur er sögð „óhagkvæm rekstrareining“ í úttekt- inni og er bent á að Baldur var árin 2018 til 2020 gerður út í 92 til 100 daga á ári. „Í því skyni að efla útgerð varðskipanna telur Ríkisendurskoð- un að kanna þurfi kosti þess að bjóða út verkefni sjómælinga. Ef af því yrði, væri unnt að selja bæði sjómæl- ingaskipið Baldur og þann sérhæfða búnað sem hefur verið aflað til að sinna verkefninu. Þannig mætti skapa viðbótarsvigrúm til að efla getu stofnunarinnar til að sinna leit, björg- un og eftirliti á íslensku hafsvæði.“ Ríkisendurskoðun gerir at- hugasemdir við rekstur LHG - Varðskipakosturinn vannýttur - Aðgerðaleysi vegna Ægis veki undrun Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskip Ríkisendurskoðun segir undirbúning að kaupum á Freyju hafa verið of lítinn og gagnrýnir að undirbúningur hafi ekki verið hafinn fyrr. „Þeir aðilar sem þiggja rekstr- arfé sitt úr ríkissjóði geta ekki vísað til þess að með því að komast hjá greiðslu opinberra gjalda sé stuðlað að rekstr- arhagkvæmni. Siglingar Land- helgisgæslunnar í þessum til- gangi fela í sér sóun, óþarfa mengun og skerðingu á við- bragðsgetu varðskipa innan efnahagslögsögunnar,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. „Landhelgisgæslan þarf að hætta olíukaupum fyrir íslensku varðskipin í Færeyjum.“ Ríkisendurskoðun segir í út- tekt sinni „mikilvægt að hafa í huga“ að virðisaukaskattur sem Landhelgisgæslan er að komast hjá að greiða rennur allur til rík- issjóðs. „Í heildarsamhengi rík- isrekstrarins verður ekki séð að um haldbær rök sé að ræða.“ Vakin er athygli á því að á þeim tíma sem siglt er til Fær- eyja er viðbragðstími varðskip- anna lengdur enda skipin fjarri lögsögunni sem þau eiga að gæta. Þá er ekki um ótvíræðan sparnað að ræða með olíu- kaupunum þar sem kostnaður fylgir því að sigla til Færeyja. Bent er á olíunotkun, slit á tækjum og laun áhafna. „Einnig má benda á þá óþörfu kolefn- islosun sem þessar siglingar hafa í för með sér.“ Gagnrýna olíukaup UNDANSKOT Afurðaverð á markaði 23. febrúar 2022,meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 436,16 Þorskur, slægður 487,91 Ýsa, óslægð 453,12 Ýsa, slægð 361,58 Ufsi, óslægður 273,78 Ufsi, slægður 320,89 Gullkarfi 326,24 Blálanga, slægð 375,76 Langa, slægð 297,21 Keila, slægð 142,50 Steinbítur, óslægður 172,61 Steinbítur, slægður 262,94 Skötuselur, slægður 801,22 Skarkoli, slægður 621,43 Þykkvalúra, slægð 986,83 Langlúra, óslægð 237,00 Sandkoli, slægður 91,00 Skrápflúra, óslægð 13,00 Bleikja, flök 1.792,33 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Gellur 1.385,25 Grásleppa, óslægð 205,00 Hlýri, óslægður 302,00 Hlýri, slægður 378,49 Hrogn/langa 94,00 Hrogn/þorskur 562,94 Hvítaskata, slægð 18,00 Lúða, slægð 980,10 Lýsa, slægð 10,00 Skata, slægð 40,60 Undirmálsýsa, slægð 66,00 Undirmálsþorskur, óslægður 234,33 Undirmálsþorskur, slægður 259,20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.