Morgunblaðið - 24.02.2022, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
12.995 kr. / St. 27-35
Vnr.: E-71276251142
12.995 kr. / St. 27-35
Vnr.: E-71276251094
NÝ SENDING AF BARNASKÓM
FALLEGIR, VANDAÐIR OG ÞÆGILEGIR GÖTUSKÓR MEÐ GORE-TEX
13.995 kr. / St. 27-35
Vnr.: E-71172251094
13.995 kr. / St. 27-35
Vnr.: E-71172260381
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
Guðrún Selma Sigurjónsdóttir
gudrunselma@mbl.is
„Mig hefur alltaf langað í fjölskyldu,
alveg síðan ég man eftir mér. Þegar
ég var um tvítugt þá ætlaði ég mér
að eiga þrjú börn fyrir 27 ára aldur,“
segir Sif. Hún segir að það sé hálf-
fyndið að hugsa til þess að hún hafi
alltaf haft það á bak við eyrað að ef
planið gengi ekki upp gæti hún feng-
ið sér frostpinna eins og hún orðar
það en þar á hún við tæknifrjóvgun.
„Það var alltaf fyrsta val að gera
þetta með maka en það bara gekk
ekki upp. Sambönd gengu ekki upp.“
Sif byrjaði á að panta viðtalstíma
hjá Art Medica „Mér fannst ég vera
að renna út á tíma,“ segir Sif og
bendir á að það sé vitað að frjósemi
kvenna minnki eftir 35 ára aldurinn.
Hún byrjaði á að láta kanna horm-
ónabúskapinn. „Svarið sem ég fékk
var að þetta væri allt í góðu eins og
var en læknirinn ráðlagði mér að
bíða ekkert með þetta of lengi. Í
framhaldi af því þorði ég ekki að
bíða of lengi. Þetta var alveg erfið
ákvörðun. Þessi hugsun um að gefa
barninu bara eitt foreldri var erfið,
er ég að svipta því einhverju? Þetta
var ekki auðveld ákvörðun þannig
lagað,“ segir Sif um ákvörðunina.
Var búin að safna
„Það leið ekki ár þangað til ég fór í
fyrstu meðferð og það heppnaðist í
fyrstu tilraun,“ segir Sif sem var þó
búin að gera ráð fyrir að það gæti
tekið tíma að verða ólétt. „Ég var
meira að segja búin að safna pen-
ingum fyrir tveimur meðferðum ef
ekki fleiri. Ég gerði alveg ráð fyrir
því.“
Sif er eina foreldri sonar síns en
bendir á máltækið að það þurfi þorp
til þess að ala upp barn. Hún var til
dæmis búin að ræða ákvörðunina við
ættingja áður hún fór af stað. „Í fæð-
ingunni var það ein elsta vinkona
mín sem fór í gegnum hana með
mér. Henni fannst þetta ótrúlega
skemmtilegt tækifæri. Hún var búin
að eiga tvö börn sjálf en þetta var í
fyrsta skipti sem hún fékk tækifæri
til þess að vera viðstödd fæðingu.
Henni fannst þetta bara mjög
spennandi. Mér veitti ekki af stuðn-
ingnum, þetta var löng og erfið fæð-
ing. Það veitti ekkert af að hafa ein-
hvern með sér.“
Margt breyst á stuttum tíma
Það eru sex ár síðan Sif var ólétt
og segir hún margt búið að breytast
síðan þá. „Ég held að viðhorfið sé
búið að breytast síðan ég var ólétt.
Ég man að þegar ég varð ólétt þá
voru nokkrir aðilar sem létu aðeins í
skína að þeim fyndist þetta ekki al-
veg í lagi. Það var sérstaklega einn
aðili en hann hafði verið rangfeðr-
aður, þetta var aðallega út frá hans
vandamálum. Í dag held ég að þetta
sé mun algengara, við orðnar fleiri
og fólk meðvitaðra. Fyrir sex árum
voru þó flestir jákvæðir og fannst
þetta áhugavert. Í dag eru hins veg-
ar fæstir sem spá einu sinni í þetta
og finnst þetta bara eðlilegt, á Ís-
landi að minnsta kosti.“
Þekkir hálfbróður sinn
Sif segir að sonur sinn sé ekki
mikið að velta fyrir sér af hverju
hann eigi ekki pabba og bara eina
mömmu. Þau hafa meðal annars les-
ið bók sem fjallar um þetta fjöl-
skylduform. Bókin hefur hjálpað til
við að útskýra fyrir barninu hvernig
hann varð til. „Eina sem hann var
ekki sáttur við var af hverju þetta
var kallað baun en ekki barn en í
bókinni er talað um baun í stað fóst-
urs. Þetta hefur ekki verið neitt
vandamál hjá honum að eiga ekki
pabba, honum finnst það jafn eðli-
legt að eiga eitt foreldri og að aðrir
eigi tvo. Það hefur nú kannski hjálp-
að til að hann á hálfbróður sem hann
þekkir. Við erum tvær konur sem
höfum notað sama gjafa. Við tókum
þá ákvörðun að láta þá kynnast sem
bræður. Við erum með opinn gjafa
sem þýðir það að barnið fær nafn við
18 ára aldur en í millitíðinni erum við
með númer. Í hópnum Einstökum
mæðrum (Félag kvenna sem velja að
eignast börn einar með tæknifrjóvg-
un eða ættleiðingu) getur þú deilt
gjafanúmerinu en það er engin
skylda. Ég hafði sett mitt númer
þarna inn. Gunnur, móðir bróður
hans, hafði samband við mig og
sagðist hafa notað sama gjafa og það
eru ekki nema tveir mánuðir á milli
þeirra. Þetta er bara frábært tæki-
færi. Hvorug okkar er líkleg til að
eignast fleiri börn þannig að þetta er
sennilega þeirra eina tækifæri til að
eignast systkini,“ segir Sif sem segir
bræðurna líka en auðvitað einnig
mjög líka mæðrum sínum.
Þakklát og glöð
Lífið hefur breyst síðan Sif varð
móðir en hún taldi sig vita hvað hún
var að fara út í. „Ég vissi að þetta
yrði erfitt en ég vissi líka að þetta
yrði gefandi. Það var í sjálfu sér ekk-
ert sem kom á óvart enda var ég bú-
in að undirbúa mig vel. Þetta er
dásamlegt. Ég er mjög glöð að hafa
getað valið þessa leið. Þó ég hafi
sagt að eignast barn með maka hafi
verið fyrsta val þá er ég mjög þakk-
lát og glöð að hafa getað valið að fara
þessa leið. Bæði þekki ég konur sem
hafa reynt þetta og ekki tekist og
svo eru karlmenn sem eru einhleypir
sem langar að eignast fjölskyldu en
það er ekki hlaupið að því fyrir þá.“
Sif hvetur konur til þess að bíða
ekki of lengi með að fara af stað ef
þær eru að hugsa um að eignast
barn. Hún segir fyrsta skrefið að
fara í viðtal og athuga hvernig stað-
an á líkamanum er. „Bara ekki bíða
of lengi. Maður er ekkert búinn að
afskrifa ástina eða gefast upp þó
maður fari þessa leið. Það getur allt-
af komið síðar en þetta rennur út á
tíma,“ segir Sif.
Eðlilegt að eiga bara eitt foreldri
Sif Símonar Ólafsson
ákvað að eignast barn
ein. Hún segir lífsklukk-
una ekki standa í stað
og er það ástæða þess
að hún fór að íhuga sína
möguleika 36 ára
gömul. Fimm ára göml-
um syni hennar þykir
ekkert eðlilegra en að
eiga eitt foreldri.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mæðgin Sif Símonar
Ólafsson og
Starkaður Ólafsson