Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 24.02.2022, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.02.2022, Qupperneq 36
Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir Hér fer Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti matarblogginu Döðlum & smjöri, á kostum en í aðalhlutverki er einmitt nýi Royal- búðingurinn sem rokið hefur út úr verslunum frá því hann kom á markað í byrjun febrúar. Vatnsdeigsbollur 10-14 bollur 250 ml vatn 125 g smjör 125 g hveiti 4 egg Stillið ofn á 180°C. Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna. Takið pottinn af hitan- um og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi, kælið deigið örlítið. Setjið deigið í hrærivélarskál og bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið deigið þá í sprautu- poka og sprautið bollur á smjör- pappírsklædda plötu, eða notið tvær teskeiðar til setja deigið á plötuna. Bakið í 18-20 mínútur. Ef þið viljið hafa bollurnar stærri þá er tíminn aukinn í samræmi við það. Fylling ½ pk. Eitt sett Royal-búðingur 250 ml mjólk 250 ml rjómi piparfylltar lakkrísreimar Blandið saman Eitt sett-búðingi og mjólk og hrærið vel saman, kæl- ið. Þeytið rjómann og gott er að setja hann í sprautupoka en ekkert mál að setja á bolluna með skeið líka. Skerið niður lakkrísreimarnar í u.þ.b. cm bita. Takið bollurnar og skerið þær í tvennt. Ég mæli með Nusica- súkkulaðismyrju til að gera hatt á bollurnar, hita það örlítið í ör- bylgju og dýfa. Það stífnar í full- kominn bolluhatt að mínu mati. Takið þá búðinginn og setjið 1-2 msk. af honum í botninn á bollun- um, magn eftir stærð. Sprautið þá rjómanum yfir og lokið bollunum. Sáldrið þá lakkrísnum yfir boll- urnar og berið fram. Ef bollurnar eru ekki bornar fram strax, geymið þær í kæli. Bolla ársins 2022 Bolludagur er handan við hornið og margir nú þegar byrjaðir að baka. Þrátt fyrir að hefðbundna rjómabollan með súkkulaði og sultu sé sívinsæl þá hafa flipp-bollurnar löngu yfirtekið markaðinn og er hugmyndaauðgi matarbloggara og hversdagsbakara með ólíkindum. Besta blollan „Við erum sammála heima hjá mér að bollur gerist ekki mikið betri," segir Guðrún Ýr. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Það er ekkert launungarmál að ansi margir fóru á hliðina þegar nýi Royal-búðingurinn kom í verslanir. Búðingurinn er gerður í samstarfi við Nóa Síríus og er með Eitt sett-bragði, sem er mögulega vinsælasta súkkulaði landsins. Það skyldi því engan undra að viðtökurnar hafi verið framar björtustu vonun en að sögn forsvarsmanna Royal hafa sölumenn ekki haft undan að fylla á búðinginn sem hafi selst upp í hverri viku og stefnir óð- um í sölumet. Sérstaklega séu menn þar á bæ ánægðir með samstarfið við Nóa Síríus, segir í svari við fyrirspurn mbl.is. Jafnframt er landsmönnum lofað að nóg verði til fyrir bollu- dag og því þarf ekki að hamstra. Nýi búðingurinn sé fullkomin fylling í bollur og einstaklega góður með flestu enda smell- passa súkkulaði og lakkrís alltaf saman. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heitasti bollubúðingurinn Búast má við að nýi Eitt sett -búðingurinn verði notaður sem fylling í ansi margar bollur í ár. Selst upp í hverri viku N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið26. febrúar - 12.mars Opið virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum ÞORSTEINN HELGASON Sýning í Gallerí Fold DANS LITANNA Sýningaropnun laugardag 26. febrúar kl. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.