Morgunblaðið - 24.02.2022, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
✝
Ingibjörg Odds-
dóttir, alltaf
kölluð Bíbí, var
fædd á Siglufirði 23.
október 1943. Hún
lést á sjúkrahúsi
Siglufjarðar 16.
febrúar 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Oddur
Vagn Hjálmarsson,
fæddur 11.7. 1912 á
Akureyri, dáinn
10.6. 1979 og Gunnfríður Frið-
riksdóttir, fædd 24.8. 1920 á Nesi
í Flókadal, dáin 4.11. 1996.
Systkini Bíbíar eru: Erna Mar-
16.6. 1944. Foreldrar hans voru
Stefán Guðmundsson, fæddur
5.8. 1914, dáin 15.12. 2002 og
Hulda Stefánsdóttir, fædd 22.8.
1916, dáin 31.1. 2009.
Börn Bíbíar og Stefáns eru:
Gunnfríður, fædd 20.8. 1960,
maki Ásdís Hrönn Hilmarsdóttir,
Hulda, fædd 23.11. 1962, maki
Carl Simpson, börn Huldu eru
Stephanie og Connie Rut. Linda,
fædd 8.5. 1966, börn Lindu eru
Brynja, Emilía og Ingibjörg.
Hannes, fæddur 13.12. 1969,
maki Birna Jenný Hreinsdóttir,
börn þeirra eru Eva Rún, Helena,
Gunnfríður Rakel og Jenný Lind.
Barnabarn Hannesar og Birnu er
Magnus, sonur Evu Rúnar.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 24.
febrúar 2022, klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
grét Oddsdóttir,
20.5. 1937, dáin
13.5. 2020, maki
Haukur Jónasson,
fæddur 24.4. 1936,
dáin 15.10. 2015.
Hannes Oddsson,
fæddur 26.12. 1939,
maki Erna Frið-
björg Einarsdóttir,
fædd 8.5. 1945, dáin
24.1. 2006 og Haf-
steinn Oddsson,
fæddur 7.8. 1947, maki Sigrún
Ásgeirsdóttir, fædd 5.5. 1951.
Eftirlifandi maki Bíbíar er
Stefán Páll Stefánsson, fæddur
Mamma er farin, laus úr viðjum
sjúkdóms sem svipti okkur henni
fyrir löngu. Eftir standa minning-
ar, minningar sem enginn getur
tekið frá mér. Minningar um okk-
ur mömmu saman á ferðalögum,
þegar hún kom og dvaldi hjá okk-
ur, hláturinn og sprellið, allt sem
við brölluðum saman.
Kveðja
Þagna sumars lögin ljúfu
litum skiptir jörðin fríð.
Það sem var á vori fegurst
visnar oft í fyrstu hríð.
Minning um þann mæta gróður
mun þó vara alla tíð.
Viltu mínar þakkir þiggja
þakkir fyrir liðin ár.
Ástríkið og umhyggjuna
er þú vina þerraðir tár.
Autt er sætið, sólin horfin
sjónir blindna hryggðar-tár.
Elsku mamma, sorgin sára
sviftir okkur gleði og ró.
Hvar var meiri hjartahlýja
hönd er græddi, og hvílu bjó
þreyttu barni og bjó um sárin
bar á smyrsl, svo verk úr dró.
Muna skulum alla ævi,
ástargjafir bernsku frá.
Þakka guði gæfudaga
glaða, er móður dvöldum hjá.
Ein er huggun okkur gefin
aftur mætumst himnum á.
(Höf. ók.)
Sé mömmu fyrir mér dansa í
Blómabrekkunni með fólkinu sínu
sem beið hennar þar.
Þín elskandi dóttir,
Gunnfríður (Gunný).
Mamma mín er lögst til hinstu
hvíldar eftir margra ára baráttu
við hinn grimma sjúkdóm sem
alzheimer er. Á sama tíma og
það er sárt að sjá á eftir mömmu
sinni og vita til þess að aldrei
aftur fái ég notið kímni hennar
sem henni tókst þó að halda í
lengst af, þá er þakklætið ekki
minna að loksins hafi hún fengið
hvíldina.
Í ellefu ár hefur þessi fallega
og bráðskemmtilega kona smám
saman horfið inn í sinn eigin
heim og að lokum var svo komið
að hún gat ekkert tjáð sig.
Dætrum mínum finnst það
kannski vafasamur heiður að ég
skyldi hafa erft húmorinn henn-
ar mömmu minnar en mér finnst
það ekkert leiðinlegt. Það brást
aldrei að þegar ég heimsótti
hana þá gátum við tvær hlegið
saman að eigin fyndni og dáðst
að því hversu skemmtilegar við
værum.
En mamma var ekki bara fynd-
in og skemmtileg, hún var einstak-
lega hjartahlý og góð kona og um-
vafði okkur systkinin kærleik sem
hún síðar deildi ríkulega með
barnabörnum sínum.
Sjúkdómurinn var löngu farinn
að lama mömmu áður en við átt-
uðum okkur hverskyns var en
lengi vel skildi ég ekki hvað hefði
orðið af mömmu minni því það
sem áður var sjálfsagður hlutur og
henni svo eiginlegt hvarf hægt og
bítandi. Smám saman hætti hún
að biðja um barnabörnin sín í
heimsókn, hringdi æ sjaldnar í
okkur og þegar við komum norður
í heimsókn gat maður ekki lengur
stólað á að túnfisksalatið væri
tilbúið og að hryggurinn væri
kominn í afþíðingu inn í ísskápinn.
Allt var svo skrýtið og skyndilega
gat maður ekki lengur reitt sig á
stuðning hennar þegar lífið gaf
manni örlítið stærri verkefni en
venjulega.
Þegar ég bjó ég í Noregi tæpu
ári eftir að mamma var greind,
ákváðu mamma og pabbi að koma
í heimsókn til mín. Ég bjó á stúd-
entagörðum í eins herbergis íbúð
með tvær dætur og við bættust
pabbi og mamma og því var þröng
á þingi. En minningarnar um
þessa heimsókn munu ylja mér
um ókomna tíð. Þetta var síðasta
utanferð mömmu en henni fannst
fátt skemmtilegra en að skella sér
í sólina á Spáni og koma kaffibrún
heim. Ég var því voða glöð að við
skyldum fá sólríka daga meðan á
heimsókninni stóð. Mamma lék á
als oddi en á þessum tíma var
sjúkdómurinn farinn að gera veru-
lega vart við sig og maður gat ekki
annað en hlegið að öllu bullinu í
henni, óvitandi um að þetta var
bara barnaleikur hjá því sem
koma skyldi.
Mamma var í eðli sínu mikil
skvísa, alltaf vel tilhöfð og í fal-
legum fötum. Þetta breyttist ekk-
ert þó sjúkdómurinn tæki sér
frekjulega bólfestu í henni. Það er
þó ekki síst að þakka starfsfólki
Sjúkrahúss Siglufjarðar hversu
vel tilhöfð hún var fram á síðasta
dag. Mamma mín var nefnilega
svo heppin þrátt fyrir allt að þegar
sjúkdómurinn var búinn að taka
yfirhöndina og hún gat litla björg
sér veitt og það ekki lengur á færi
pabba að annast hana fékk hún að
dvelja síðustu 5 ár ævi sinnar á
Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Þarna
sýndi starfsfólkið mikla umhyggju
og vakið og sofið yfir henni og fyr-
ir það mun ég ævinlega vera þakk-
lát.
Hvíldu í friði, elsku mamma
mín, ég mun varðveita minning-
arnar um þig í hjarta mínu um
ókomna tíð.
Þín dóttir,
Linda.
Ingibjörg Oddsdóttir, Bíbí,
tengdamóðin mín. Hún tók mér
opnum örmum frá fyrsta degi.
Gleði, hlátur, sprell og hnyttin
tilsvör er það sem einkenndi Bíbí.
Þannig mun ég muna yndislegu
tengdamóður mína.
Síðustu ár hefur Bíbí glímt við
hinn illvíga sjúkdóm Alzheimer.
Verið lokuð í eigin heimi þar sem
við hin höfum ekki hugmynd um
hvað gerist. Það er sárara en orð
geta lýst.
En ég trúi því að það sé glatt á
hjalla í Blómabrekkunni, Bíbí
hrókur alls fagnaðar, laus úr viðj-
um þessa skelfilega sjúkdóms.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Með þökk fyrir allt.
Ásdís Hrönn Hilmarsdóttir.
Við systkinin viljum minnast
okkar yndislegu móðursystur sem
nú er látin og komin til ömmu, afa
og systur sinnar.
Minningar okkar um Bíbí
frænku eru svo margar og
skemmtilegar og þegar við hugs-
um um hana þá var alltaf stutt í
brosið og glensið hjá henni, það
var sko aldrei leiðinlegt að heim-
sækja eða hitta frænku. Margar
eru góðar minningar með mömmu
og Bíbi, þá var mikið hlegið og enn
getum við að hlegið þegar við rifj-
um þessar minningar upp. Elsku
Bíbi, nú líður þér vel og ert komin í
sumarlandið og við vitum að þið
systur hafið fallist í faðm og haldið
uppi fjörinu í sumarlandinu.
Við kveðjum þig elsku frænka
með sorg og þakklæti fyrir sam-
fylgdina sem var okkur mjög dýr-
mæt hlý og gefandi.
Elsku Stebbi, Gunný, Hulda,
Linda, Hannes og fjölskyldur. Við
vottum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi þig og hvíl í friði.
Blessuð sé minning þín.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Valdimar Briem)
Fanney, Írís, Oddur og Nína.
Ingibjörg
Oddsdóttir
✝
Aðalheiður
Guðfinna
Magnúsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 21. maí 1931.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 14. febrúar
2022. Foreldrar
hennar voru Sess-
elja Guðlaugs-
dóttir frá Sogni í
Kjós, f. 1891, d.
1951 og Magnús Jörgensson
frá Gilsstöðum í Hrútafirði, f.
1879, d. 1968. Aðalheiður var
einkabarn foreldra sinna.
Þann 19.5. 1951 giftist Að-
alheiður Einari B. Guðmunds-
syni húsasmíðameistara, f.
5.10. 1926, ættaður frá Hellis-
sandi, d. 12. mars 2010. For-
eldrar hans voru Kristín Jón-
asdóttir, f. 1903, d. 1971 og
Guðmundur Einarsson, f. 1899,
d. 1932. Börn Einars og Að-
alheiðar eru: 1) Magnús Breið-
fjörð, f. 9.8. 1949, kona hans
6) Lilja Sigurrós, f. 5.7. 1968,
d. 9. sept. 2017. 7) Kristín
Helga Björk, f. 28.10. 1969,
maður hennar er Finnur
Hreinsson, f. 12.6. 1964, þau
eiga þrjár dætur og eitt barna-
barn.
Aðalheiður ólst upp í
Reykjavík en árið 1959 fluttist
hún ásamt eiginmanni sínum
og börnum að Múla í V-Húna-
vatnssýslu og hófu þau þar bú-
skap en að auki vann Einar við
smíðar. Þau byggðu sér síðan
hús í Birkihlíð í Víðidal árið
1968 þar sem Einar rak tré-
smíðaverkstæði til ársins 1974
er þau fluttu til Akureyrar.
Árið 1981 fluttu Aðalheiður og
Einar aftur til Reykjavíkur og
bjuggu síðast í Árskógum 6.
Aðalheiður vann meðal annars
hjá Útgerðarfélagi Akureyr-
inga, Kjötbúð Tómasar og
Sláturfélagi Suðurlands ásamt
því að sinna búskap á Múla,
prjóna lopapeysur fyrir Ála-
foss, sinna húsmóðurstörfum
og barnauppeldi.
Útför Aðalheiðar fer fram
fyrir nánustu aðstandendur í
Seljakirkju í dag, 24. febrúar
2022, kl. 15.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
er Katrín Bárð-
ardóttir, f. 9.6.
1953. Magnús á 6
börn, 9 barnabörn
og 2 barnabarna-
börn, Katrín á 3
börn, 5 barnabörn
og 1 barna-
barnabarn. 2)
Sesselja, f. 30.6.
1952, maður henn-
ar er Óli Ólafsson,
f. 24.4. 1949, þau
eiga 3 börn og 5 barnabörn. 3)
Guðmundur, f. 22.12. 1954,
kona hans er Elísabet Þor-
valdsdóttir, f. 9.8. 1963, þau
eiga 2 syni og 2 barnabörn. 4)
Gunnlaugur Valdimar, f. 6.8.
1956, kona hans er Esther
Gísladóttir, f. 6.10. 1965, þau
eiga einn son og 2 barnabörn,
Gunnlaugur á fyrir tvo syni og
5 barnabörn. 5) Guðrún Bryn-
dís, f. 13.11. 1960, maður
hennar er Þorsteinn Garð-
arsson, f. 19.11. 1962, þau eiga
fjóra syni og þrjú barnabörn.
Elsku mamma mín. Nú hefur
þú farið í þá ferð sem við öll förum
í að lokum. Mér finnst ennþá svo
óraunverulegt að þú skulir vera
farin og mikið ósköp var erfitt að
geta ekki hitt þig áður en þú fórst.
Þú hefur alltaf verið svo stór
hluti af lífi mínu og vorum við
mjög nánar. Þú kenndir mér svo
ótal margt og fyrir það verð ég
ævinlega þakklát. Alltaf var líka
hægt að leita til þín með allt
mögulegt, hvort sem það var að
sauma gardínur fyrir mig, kenna
mér að sauma út, prjóna, baka
eða hjálpa mér með dætur mínar
eða passa þær fyrir mig. Þú taldir
aldrei neitt eftir þér og varst allt-
af boðin og búin að hjálpa mér. Þú
varst líka mikil dugnaðarkona, ég
man varla eftir þér öðruvísi en
alltaf að.
Margs er að minnast en þín
helstu áhugamál voru að prjóna,
dansa og ferðast. Þú elskaðir að
ferðast erlendis og fórst víða, en
meira til Benidorm og Kanarí nú í
seinni tíð, alveg þangað til þú
varst orðin 84 ára en þá fórstu í
þína síðustu ferð til Kanarí. Ég
man mjög vel eftir fyrstu ferðinni
sem ég fór í með þér og pabba
ásamt Mumma bróður og Gunnu
systur til Costa del Sol þegar ég
var 9 ára og pabbi fór með mig í
parísarhjólið. Ég var svo matvönd
þá svo þú tókst með þér pylsur og
kokteilsósu handa mér á milli
þess sem ég fékk grillaðan kjúk-
ling. Einnig eigum við Finnur og
dætur okkar þrjár dásamlegar
minningar með þér og pabba á
Kanarí árið 2007. Ég gleymi því
svo ekki hvað þú varst spennt yfir
að kaupa þér hjólhýsi, orðin átt-
ræð, til að vera með okkur þremur
systkinunum og mökum á Hellis-
hólum, það lýsir því vel hve fé-
lagslynd þú varst, vildir helst allt-
af vera þar sem var líf og fjör.
Sækja þurfti hjólhýsið á Akureyri
og keyrðu Óli mágur og Heimir
hjólhýsið á Hvammstanga þar
sem Finnur minn sótti það. Liðið
var fram á kvöld þegar Finnur
kom með hýsið í bæinn en þá varst
þú sko tilbúin með ýmislegt dót
sem átti að fara í húsið, svo spennt
varstu að það gat ekki beðið til
morguns, enda vildir þú yfirleitt
ekkert bíða með hlutina. Við átt-
um svo saman margar góðar
minningar í nokkur ár á Hellishól-
um.
Ég kveð þig nú í bili, elsku
mamma mín. Ég veit að pabbi hef-
ur tekið vel á móti þér og nú eruð
þið sameinuð á ný. Minning um
yndislega móður mun lifa áfram í
hjarta mér. Ég elska þig, mamma
mín, bless að sinni.
Þín dóttir,
Kristín (Stína).
Elsku mamma mín.
Sárt er að geta ekki verið við-
stödd útför þína í dag en ég er þó
þakklát fyrir að hafa getað kvatt
þig í síðustu viku. Kallið kom frek-
ar snöggt þrátt fyrir áföllin í byrj-
un mánaðarins, þú hefur staðið af
þér ýmis áföll í gegnum árin og
alltaf hrist þau af þér. Þú kvart-
aðir aldrei yfir neinu, svo ótrúlega
sterk og lífsglöð alla tíð. Nú ertu
komin í sumarlandið góða, þið
pabbi sameinuð á ný og getið nú
dansað eins og ykkur fannst svo
gaman að gera. Ég gleymi því
seint þegar þú hélst upp á áttræð-
isafmælið þitt og þú dansaðir eins
og unglingur fram á nótt. Þú varst
einstaklega dugleg og góð móðir,
man þú saumaðir og prjónaðir allt
á okkur börnin sjö fram á nætur
með öllu öðru sem þurfti að gera.
Þú gast aldrei setið aðgerðalaus
smástund, þá voru prjónarnir
teknir fram. Eftir að við börnin
flugum úr hreiðrinu prjónaðir þú
lopapeysur og seldir alveg þar til
fyrir rúmu ári. Það er dýrmæt
minning þegar við drifum okkur
tvær til Kanarí fyrir 10 árum, þar
áttum við yndislegar stundir sam-
an. Þú hafðir svo gaman af því að
rölta í búðir og skoða, fylgdist vel
með tískunni og vildir alltaf vera
fín.
Sakna þín, elsku mamma.
Minningin lifir, Guð og englar
geymi þig.
Þín dóttir,
Sesselja (Silla).
Elsku mamma er búin að
kveðja eftir stutt veikindi. Dugn-
aðarforkur alla tíð, stóð margsinn-
is upp úr hverju áfallinu á fætur
öðru undanfarið rúmt ár, fyrst á
hjúkrunarheimilinu Eir og síðar á
Skjóli. Þegar ég hugsa til mömmu
kemur helst í hugann hjálpsemi,
gestrisni, dugnaður og eljusemi.
Hvað hún var dugleg á Múla að
sinna afa, börnum og búi og sam-
hliða bauð hún fram hjálp sína á
nærliggjandi bæjum ef einhverjir
þurftu á að halda. Hún sá um allt
heimilishald, saumaði á okkur föt-
in, bauð meira segja fram heimilið
fyrir skólahald í sveitinni einn vet-
urinn. Eitt þótti henni samt
skemmtilegast og það var sauð-
burðurinn á vorin. Þá vílaði hún
ekki fyrir sér að standa vaktina
með pabba í fjárhúsunum og
hjálpa lömbunum í heiminn.
Seinna þegar mamma og pabbi
voru hætt búskap fóru þau að
njóta lífsins, fóru í sína fyrstu ut-
anlandsferð, sex landa sýn, árið
1974 og fóru reglulega eftir það í
hverja ferðina á eftir annarri til að
sækja sér kærkomna hvíld, sól og
afslöppun og þeirra helsta áhuga-
mál var nefnilega líka að dansa.
Mamma var dugleg að virkja okk-
ur systkinin í störfum innan heim-
ilisins og má segja að hún hafi eig-
inlega kennt mér flest sem ég
kann við heimilisstörf. Ég var ekki
há í loftinu, líklega bara um 8-9
ára þegar hún byrjaði að kenna
mér að elda, vaska upp, baka,
prjóna, sauma, strauja og bursta
skó. Og eftir að ég fór að búa voru
ófáar hringingarnar í hana til að fá
góð ráð. Hún var alltaf boðin og
búin að aðstoða við barnauppeldið
hjá mér og passa strákana okkar
með pabba þegar við Steini þurft-
um pössun. Kom næstum daglega
við hjá mér og aðstoðaði mig við
tvíburana litla. Það var mikill
missir þegar pabbi dó og ein-
manalegt fyrir mömmu þó við
systkinin reyndum að vera til
staðar eftir fremsta megni. Þá
voru þau nýlega flutt í Árskóga 6
og þar fann hún fljótlega fé-
lagsskap við að spila vist og fór
líka stundum með vinkonu sinni á
sunnudagskvöldum að dansa hjá
Félagi eldri borgara á meðan
heilsan leyfði. Þess á milli sat hún
með prjónana sína sem veittu
henni dægradvöl alla hennar tíð.
Elsku mamma mín, hafðu þökk
fyrir allt. Ég mun ávallt búa að
öllu því sem þú kenndir mér.
Hinsta kveðja frá Gunnu Dís og
fjölskyldu.
Guðrún Bryndís Einarsdóttir.
Aðalheiður Guð-
finna Magnúsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Aðalheiði Guðfinnu
Magnúsardóttir bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi