Morgunblaðið - 24.02.2022, Side 44

Morgunblaðið - 24.02.2022, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 50 ÁRA Elvar er Reyk- víkingur, ólst upp í Voga- hverfinu, en bjó einnig í Iowa í Bandaríkjunum 6-8 ára og 9-11 ára á Ísafirði. Eftir að hann sleit barns- skónum bjó hann með fjöl- skyldu sinni í Kaupmanna- höfn 2000-2004 en eftir það í Kórahverfinu í Kópavogi, þar sem fjölskyldan byggði sér heimili. Hann er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er með M.Sc.-gráðu frá Copenhagen Business School. Elvar er verk- efnastjóri á Nýsköpunar- og vísindasviði hjá HÍ. Áhugamál Elvars eru hestamennska, fótbolti og útivist, og stundar hann m.a. skíði, stangveiði og gönguferðir. „Ég hef alltaf verið með hestadellu og byrjaði sjálfur að vera með hesta tvítugur og hef verið með þá síðan. Við stundum hestamennskuna í landi Hælis í Gnúpverjahreppi þar sem tengda- fjölskyldan á sumarbústað.“ Elvar fylgist mikið með fótboltanum og spilar sjálfur bumbubolta. „Ég er mikill Þróttari og Liverpool-maður. Ég er búinn að fara á tvo leiki með Liverpool. Sá 4-0 leikinn á móti Barcelona á Anfield og 5-0 leikinn á móti Man. Utd. á Old Trafford í haust svo ég er búinn að hitta ágætlega á leikina.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Elvars er Kristín Steingrímsdóttir, hjúkrunar- fræðingur að mennt og þjónustustjóri hjá Heilbrigðislausnum Origo. Börn þeirra eru Auðunn Orri, f. 1998, Steinunn Silja, f. 2002, og Andri Hrannar, f. 2008. Foreldrar Elvars eru Eiríkur Þorláksson, f. 1953, listfræðingur, bú- settur í Mosfellsbæ, og Hallfríður Jónasdóttir, f. 1952, fv. forstöðumaður í Ís- landsbanka, búsett í Vogahverfi í Reykjavík. Eiginkona Eiríks er Margrét Þorkelsdóttir og eiginmaður Hallfríðar er Þórður Björnsson. Elvar Daði Eiríksson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er engin ástæða til að láta hugfallast þótt á móti blási í dag. Þú færð tilboð sem kemur huganum á flug. 20. apríl - 20. maí + Naut Skilin á milli vináttu og ástar geta stundum vafist fyrir fólki. Baktjaldamakk er ekki þinn stíll. Komdu fram af heil- indum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Umfram allt verður þú að gæta þess að halda hlutunum í jafnvægi í dag. Leyfðu þér að njóta kvöldsins í faðmi fjöl- skyldunnar. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú átt það svo sannarlega inni að líta upp úr dagsins önn og gleðjast með vinum og vandamönnum. Þú kemst að því að þú átt góða nágranna. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja þig til sálar og líkama. Láttu ekkert trufla bjartsýni þína. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er hætt við að spenna sem hefur verið að safnast upp í þér að und- anförnu brjótist fram í dag. Varastu að senda öðrum misvísandi skilaboð. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það getur verið gaman að hafa mannaforráð en gættu þess að fara vel með vald þitt. Þú ferð fljótlega út fyrir landsteinana. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Viðgerðir og endurbætur verða í brennidepli á næstunni. Leiddu hugann að því hvar þú kýst að vera eftir nokkur ár og hvað þú þarft að gera til að komast þangað. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú fæst við einhvern sem segir eitt og gerir annað. Þú færð hól frá yfirmanninum. Það fjölgar í fjölskyldunni á árinu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Nú geturðu ekki lengur þráast við að framkvæma það sem þú veist innst inni að er óhjákvæmilegt. Reyndu að gefa þér tíma til að lyfta þér upp. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú átt bágt með að einbeita þér að vinnunni þar sem áhyggjur af einkalífinu skjóta upp kollinum. Haltu áfram að sinna ættingja sem þarf hjálp. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur kjark til að ráðast í verk- efni sem þú myndir ekki alla jafna leggja í. Veldu að vera jákvæð/ur. formaður hjá FKA og SVÞ og varð varaformaður hjá FÍS, SA og Við- skiptaráði. Þessi störf öll leiddu til þess að ég fékk mýmörg tækifæri til að hafa áhrif á það umhverfi sem at- vinnulífið starfaði í. Ekki síst að auka stórkaupmanna (FÍS, nú FA) og síð- an hjá Félagi kvenna í atvinnurekstri (FKA), Samtökum verslunar og þjón- ustu (SVÞ), Samtökum atvinnulífsins (SA) og Viðskiptaráði. „Ég var svo lánsöm að fá að vera M argrét Kaldal Krist- mannsdóttir er fædd 24. febrúar 1962 í Reykjavík. „Ég tel mig Vesturbæing enda bjó ég flest æskuár í vesturbæ Reykjavíkur.“ Margrét gekk í Melaskóla og Hagaskóla, fór síðan í Verzlunarskóla Íslands, þaðan í viðskiptafræði í HÍ og síðan í framhaldsnám í Stetson University í Bandaríkjunum þar sem hún tók MBA árið 1991. „Ég kannaðist við andrúmsloftið í sjónvarpsþáttunum Verbúðinni enda vann ég frá 12 ára aldri og þar til ég lauk stúdentsprófi alltaf í fiski – fyrst í humri í Vestmannaeyjum en síðan í gömlu Bæjarútgerðinni úti á Granda. Ástæðan var einkum að vinnan var oft mikil og kaupið því gott og yfir sumartímann var staðurinn fullur af ungu fólki og því mikið fjör og djamm. Ég vann því aldrei í fjöl- skyldufyrirtækinu Pfaff fyrr en ég kom heim úr framhaldsnámi tæplega þrítug, en ákvað þá að „prófa“ í eitt ár.“ En Margrét hefur verið þar síð- an og tók við framkvæmdastjóra- stöðunni árið 1994. „Ég held að það sem hafi verið fyrirtækinu til gæfu sé að þessar þrjár kynslóðir sem hafa stýrt því hafa rekið mjög ólík fyrirtæki. Ég rek ólíkt fyrirtæki því sem pabbi gerði og pabbi rak ólíkt fyrirtæki því sem afi gerði. Við höfum verið óhrædd við að henda út vöruflokkum og taka inn nýja. Hver kynslóð þarf að aðlaga fyrirtækið að sér og sínum áhugamálum. Við tókum fyrir 20 ár- um t.d. þá ákvörðun að framtíð fyrir- tækisins lægi ekki í þessum týpísku heimilistækjum sem við vorum að selja, þvottavélum, kæliskápum og þess háttar vörum. Við hættum því að selja þær og keyptum í staðinn Borg- arljós og erum stór í ljósum og jóla- ljósum.“ Margrét hefur verið mjög virk í fé- lagsmálum í gegnum tíðina. Hún tók virkan þátt í félagslífinu í Versló og á háskólaárunum tók hún þátt í JC- hreyfingunni og keppti í mörg ár í ræðumennsku. Í kringum 1999 fór hún að sinna í hagsmunagæslu í við- skiptalífinu, fyrst hjá Félagi íslenskra tækifæri og sýnileika kvenna í stjórn- un fyrirtækja, hafa áhrif á niður- fellingu tolla og vörugjalda og þátt- töku í gerð kjarasamninga og þeim mörgu átaksverkefnum sem var ýtt úr vör, ekki í síst í kjölfar hrunsins.“ Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff – 60 ára Fjölskyldan Birta Dís, Sigurjón, Margrét, Sindri Már og tengdadóttirin Helga. Missir varla af leik með Liverpool Á Bessastöðum Margrét með foreldrum sínum, Hjördísi og Kristmanni, eftir viðtöku fálkaorðunnar. Hjónin Sigurjón og Margrét í einni af mörgum golfferðum. Til hamingju með daginn Mikið úrval af hálkubroddum Verð frá Kr. 6.990.- Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is EYJAFJALLAJÖKULL hlý dúnúlpa Kr. 48.990.- Þín útivist - þín ánægja HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- HVÍTANES Merínó ennisband Kr. 2.990.- ATLI softshell buxur Kr. 17.900.- BRIMNES meðalþykkir göngusokka Kr. 2.150 r .- HVÍTANE Merínó lambhúshetta Kr. 4.990.- S ASOLO Falcon Kr. 29.990.- HVÍTANES Merino peysa Kr. 13.990.- HVÍTANES merino buxur Kr. 11.990.- SANDEY Flíshanskar Kr. 2.990.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.