Morgunblaðið - 24.02.2022, Side 46

Morgunblaðið - 24.02.2022, Side 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 England Burnley – Tottenham ........................... (1:0) - Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley vegna veikinda. Watford – Crystal Palace...................... (1:2) Liverpool – Leeds.................................. (3:0) _ Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Meistaradeild karla 16-liða úrslit, fyrri leikir: Atlético Madrid – Manchester Utd...... (1:0) Benfica – Ajax ........................................ (1:2) _ Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Ítalía B-deild: Lecce – Cittadella.................................... 1:2 - Þórir Jóhann Helgason lék seinni hálf- leikinn með Lecce en Davíð Snær Jóhanns- son var ekki í hópi liðsins _ Efstu lið: Brescia 47, Lecce 46, Cremo- nese 46, Pisa 46, Monza 44, Benevento 43, Frosinone 41, Perugia 41, Ascoli 39. C-deild: Virtus Verona – Renate.......................... 0:0 - Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Virtus Verona. Algarve-bikar kvenna Úrslitaleikur: Svíþjóð – Ítalía ................................. (1:1) 7:6 _ Svíþjóð sigraði í vítaspyrnukeppni. Leikur um þriðja sætið: Noregur – Portúgal.................................. 2:0 Arnold Clark-bikar kvenna Spánn – Kanada........................................ 1:0 4.$--3795.$ Olísdeild kvenna HK – KA/Þór ........................................ 27:31 Staðan: Fram 14 11 1 2 381:331 23 Valur 15 10 0 5 408:338 20 KA/Þór 14 9 1 4 385:362 19 Haukar 16 8 1 7 440:419 17 ÍBV 12 7 0 5 332:306 14 Stjarnan 15 7 0 8 385:388 14 HK 15 4 1 10 343:388 9 Afturelding 15 0 0 15 337:479 0 Olísdeild karla KA – ÍBV............................................ frestað _ Leikið kl. 17.30 í dag. Afturelding – Selfoss............................ 32:31 Grótta – HK........................................ (21:19) Fram – Valur...................................... (20:24) Coca Cola-bikar karla 16-liða úrslit: Hörður – FH...................................... frestað _ Sigurliðið mætir Þór í 8-liða úrslitum. Meistaradeild karla A-riðill: Aalborg – Elverum.............................. 32:27 - Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Aal- borg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. - Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki fyrir Elverum. Aron Dagur Pálsson var ekki í hópnum. B-riðill: Kielce – Motor Zaporozhye................ 33:27 - Haukur Þrastarson skoraði ekki fyrir Kielce en Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki vegna meiðsla. _ Kielce 18, Barcelona 14, Veszprém 13, París SG 12, Flensburg 9, Motor Zaporpz- hye 8, Porto 8, Dinamo Búkarest 6. Danmörk Ringköbing – Ajax............................... 40:28 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 6 skot í marki Ringköbing. Aarhus United – Skanderborg .......... 32:28 - Steinunn Hansdóttir skoraði ekki fyrir Skanderborg. B-deild: Gudme – Aalborg ................................ 24:34 - Sandra Erlingsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Aalborg. Noregur Bergen – Drammen............................. 25:37 - Óskar Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Drammen. Svíþjóð Skövde – Redbergslid ......................... 30:21 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 5 mörk fyrir Skövde. Sävehof – Lugi ..................................... 38:26 - Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Lilja Ágústs- dóttir voru ekki í leikmannahópi Lugi. Þýskaland B-deild: Aue – Hamm......................................... 25:26 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 5 mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði eitt skot í marki liðsins. Emsdetten – Bietigheim..................... 27:24 - Örn Vésteinsson skoraði eitt mark fyrir Emsdetten en Anton Rúnarsson skoraði ekki. Dormagen – Coburg ........................... 23:23 - Tumi Steinn Rúnarsson skoraði ekki fyr- ir Coburg. %$.62)0-# Danski knattspyrnumaðurinn Mikkel Qvist sem hefur leikið með KA undanfarin tvö ár er kominn í raðir Breiðabliks. Hann hefur æft með Kópavogsliðinu að undanförnu og er kominn með félagaskipti þannig að hann getur leikið með því í næsta leik í Lengjubikarnum. Qvist er 28 ára gamall, hávaxinn miðvörður, sem hefur verið í láni hjá KA frá Horsens en hefur einnig leikið með HB Köge í Danmörku. Hann hefur undanfarin tvö ár spil- að 26 úrvalsdeildarleiki með KA og skorað eitt mark. Qvist kominn í Breiðablik Ljósmynd/Þórir Tryggvason Sterkur Mikkel Qvist er kominn í raðir Breiðabliks frá KA. Knattspyrnukonan Ana Paula Silva Santos er gengin til liðs við Kefla- vík. Santos skrifaði undir samning sem gildir út keppnistímabilið við Keflvíkinga en hún er fædd í Bras- ilíu og hefur leikið í bandaríska há- skólaboltanum undanfarin ár. „Miki[ls] er vænst af leikmanninum og hlökkum við mikið til að sjá hana á HS-Orku vellinum í sumar!“ segir meðal annars í fréttatilkynn- ingu Keflvíkinga en Keflavík hafn- aði í áttunda sæti úrvalsdeild- arinnar á síðustu leiktíð með 18 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Ljósmynd/Keflavík Framherji Santos kemur til Íslands úr bandaríska háskólaboltanum. Liðstyrkur í Keflavík VESTURDEILD NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Í upphafi keppnistímabilsins varð ljóst að Phoenix Suns myndu verða með í toppbaráttunni í Vesturdeild NBA í körfubolta þar sem liðið komst alla leiðina í lokaúrslitin í fyrra og mætti til leiks með sama leik- mannahópinn. Flest vel rekin og þjálfuð NBA-lið læra af slíkri reynslu og ef leik- mannahópnum er haldið saman má búast við að innri hvötin hjá öllum sé að komast skrefi lengra næst. Þetta erum við að sjá nú hjá Phoe- nix. Devin Booker og Chris Paul hafa leikið firnavel og drífa liðið áfram hvert kvöld, sem hefur leitt til þess að nú hefur liðið tapað sjö leikjum færra en nokkurt annað lið vestan megin og ekkert því til fyrirstöðu að Suns vinni deildina þar. Leikstíll liðsins minnir mann á maskínu San Antonio Spurs á meistaraárum þess liðs. Forráðamenn Suns ákváðu samt að fórna framtíðarvali í háskólaúrval- inu fyrir skemmstu og náðu í tvo leik- menn sem þjálfarinn, Monty Willi- ams, vildi fá til að styrkja varamannabekkinn. Þessi ákvörðun var eflaust tekin með það í huga að Paul er nú 36 ára, og þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið betri, er hug- mynd þeirra hjá Suns að nú sé tíminn að fórna öllu til að vinna fyrsta meist- aratitil liðsins. Eins gott er að leik- mannahópurinn haldi þessum góða dampi áfram, en þeir verða að gera það án Paul, sem meiddist í síðasta leiknum fyrir Stjörnuleikinn og verð- ur víst frá í sex til átta vikur eftir að hafa brákast á hægri þumalfingri. Golden State aftur í meistarabaráttuna Golden State Warriors hafa komið mér á óvart í vetur með góðum leik. Stephen Curry hefur verið – jú Stephen Curry – það sem af er deildakeppninni og Andrew Wiggins hefur nú loks náð að sýna af hverju hann var valinn númer eitt í háskóla- valinu fyrir átta árum. Hann hefur nú loks fundið rétta liðið fyrir persónu- leika hans, en Wiggins er ekki náungi sem er þægilegur í stöðu leiðtoga liðsins eins og hann átti að vera í fimm ár hjá Minnesota. Afraksturinn er sá að Wiggins var valinn í stjörnulið NBA í ár og eftir að Klay Thompson hóf leik að nýju eftir tveggja ára erfið meiðsl, má búast við að Warriors verði með í toppbarátt- unni þegar á hólminn kemur í vor. Morant orðinn stórstjarna Memphis Grizzlies og Utah Jazz fylgja þessum liðum eftir. Memphis er með ungt lið og Ja Morant er orðin stórstjarna í deildinni. Grizzlies hafa ekki nægilega reynslu í þessum leik- mannahópi til að komast í loka- úrslitin. Utah, með Rudy Gobert og Donovan Mitchell sem stjörnur, ætti að halda áfram að vera með í mynd- inni þegar kemur til úrslitakeppn- innar. Báðir þessir stjörnuleikmenn eru með mikið keppnisskap og hæfni, en það vantar enn nokkuð á hjá Utah ef liðið ætlar sér að slá út Phoenix eða Golden State í úrslitakeppninni. Önnur lið virðast ekki líkleg að blanda sér í baráttuna um toppinn í Vesturdeildinni, og því færri orð sem maður hefur um Los Angeles Lakers, því betra. _ Fyrri hluti greinarinnar var í Morgunblaðinu í gær. gval@mbl.is Sólirnar stefna hrað- byri á sigur AFP Phoenix Devin Booker hefur verið í lykilhlutverki hjá Phoenix Suns sem er líklegast til að standa uppi sem sigurvegari í deildakeppni NBA í vetur. - Phoenix á siglingu og minnir á maskínu San Antonio Spurs Bergdís Sveinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska stúlknalands- liðið í knattspyrnu þegar það sigr- aði Sviss í vináttuleik í Miðgarði í Garðabæ í gær, 4:1, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. Bergdís jafnaði á 58. mínútu og kom Íslandi yfir á 75. mínútu og þær Krista Dís Kristinsdóttir og Kolbrá Una Kristinsdóttir bættu við mörkum á 82. og 85. mínútu. Þetta var fyrsti landsleikurinn sem fram fer í Miðgarði, hinu nýja fjölnota íþróttahúsi Garðbæinga, en liðin mætast þar aftur á laugar- daginn klukkan 14. Morgunblaðið/Eggert Tvö Bergdís Sveinsdóttir með boltann í leiknum gegn Sviss í Miðgarði í gær en hún skoraði tvö fyrstu mörk íslenska liðsins í seinni hálfleiknum. Skoruðu fjögur gegn Sviss Rakel Sara Elvarsdóttir var marka- hæst í liði KA/Þórs þegar Akureyr- ingar unnu fjögurra marka sigur gegn HK í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Kórnum í Kópavogi í gær. Leiknum lauk með 31:27-sigri KA/Þórs en Rakel Sara skoraði 8 mörk fyrir Ís- lands-og bikarmeistarana. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Akureyringar sigur fram úr um miðbik fyrri hálfleiks og létu forystuna aldrei af hendi eftir það. Reyndustu leikmenn KA/Þórs, Martha Hermannsdóttir og Rut Jónsdóttir, skoruðu 6 mörk hvor en Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst í liði HK eins og oft áður og skoraði 12 mörk. KA/Þór fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar í 17 stig en HK er með 9 stig í áttunda sætinu. Þessi lið hafa tvívegis mæst á skömmum tíma því á sunnudaginn léku þau bikarleik á Akureyri og hafði KA/Þór þá einnig betur. sport- @mbl.is Annar sigur KA/ Þórs gegn HK Ljósmynd/Þórir Tryggvason Markahæst Rakel Sara Elvars- dóttir var illviðráðanleg í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.