Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
Það er tilhlökkunarefni að
fylgjast með leik karlalandsliða
Íslands og Ítalíu í körfubolta sem
fram í Ólafssal á Ásvöllum í
kvöld. Þar kemur tvennt til.
Annars vegar er óratími síð-
an íslenska landsliðið hefur spil-
að á heimavelli en það þurfti að
spila leiki sína á fyrri stigum
keppninnar á útivöllum vegna
heimsfaraldursins.
Hins vegar er loksins hægt
að stilla upp sterkasta landslið-
inu sem völ er á, kannski að
Kristófer Acox undanskildum.
Það er kannski skrýtið að
segja það, en sem betur fer er
Martin Hermannsson ekki með
Valencia í Euroleague í vetur,
heldur í Eurocup. Þar með getur
hann spilað með landsliðinu því
leikir Evrópubikarsins rekast
ekki á við landsleiki eins og í
Euroleague.
Elvar Már Friðriksson, Tryggvi
Snær Hlinason, Jón Axel Guð-
mundsson og Ægir Þór Stein-
arsson eru allir að gera það gott
með sterkum liðum í atvinnu-
mennsku erlendis og Þórir G.
Þorbjarnarson fer líka vel af stað
á þeim vettvangi.
Og ekki skemmir fyrir að fá
Hauk Helga Pálsson aftur í liðið
eftir fjarveru vegna meiðsla. Það
munar heldur betur um hann.
Áðurnefnd Euroleague,
sterkasta deild félagsliða í heimi
á eftir NBA, kemur Íslandi til
hjálpar að þessu sinni. Ítalska
liðið, sem varð í fimmta sæti á
Ólympíuleikunum í fyrra, er lask-
að þar sem sex leikmanna þess
spila í Euroleague og einn í NBA.
Þeir spila því ekki í þessum
„glugga“, einmitt þegar Ísland
mætir Ítalíu tvisvar. Við gætum
átt fyrir höndum hörkuleik gegn
einni af fremstu körfuboltaþjóð-
um Evrópu.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
ég er ekki viss um að ég verði orð-
inn fullfrískur fyrr en í haust. Þá er
ég að tala um að ég verði búinn að
endurheimta kraftinn að fullu. Lið-
leikinn í ökklanum er hins vegar all-
ur að koma og ég er farinn að geta
beitt mér meira. En af því ég var
svo lengi frá þá var krafturinn nán-
ast horfinn. En þegar maður kemur
til baka þá er þetta sem betur fer
nokkuð fljótt að koma. Þeir hafa
verið þolinmóðir gagnvart mér í
Njarðvík og það hefur hjálpað.“
„Þetta verður barátta“
Haukur segir augljóst að Ítalía sé
með hörkulið en hann telur Íslend-
inga eiga möguleika ef íslenska liðið
sýnir sínar bestu hliðar.
„Þetta verður barátta. Ítalía er
hörkulið og sterk körfuboltaþjóð.
Ítalir eiga tvo til þrjá hörku-
leikmenn í hverja stöðu. Ef við mæt-
um rétt stilltir, og náum góðri
frammistöðu þá, þá held ég að við
getum gefið þeim leik. Ég er á þeirri
skoðun að við getum stolið sigri,“
sagði Haukur en Ísland er í ágætri
stöðu í riðlinum eftir tvær umferðir.
Ísland hefur leikið tvo útileiki þar
sem liðið vann Holland en tapaði
fyrir Rússlandi. Ítalía hefur einnig
unnið Holland og tapað fyrir Rúss-
landi. Þrjú efstu liðin komast áfram
í milliriðil en með því myndi Ísland
einnig hækka um styrkleikaflokk
fyrir næstu undankeppni EM.
„Já við erum í fínni stöðu eins og
er. Kannski verður heimaleikurinn
gegn Hollandi sá mikilvægasti fyrir
okkur í riðlinum. En við getum kom-
ið okkur betur fyrir með sigri á Ítöl-
um. Við mætum í þennan leik með
því í huga,“ sagði Haukur sem
reiknar með því að spila í fjarkanum
(staða kraftframherja) en Kristófer
Acox gaf ekki kost á sér í leikina tvo
gegn Ítalíu.
„Ætli þetta verði ekki þannig að
Tryggvi verði í fimmunni og ég spili
í fjarkanum mest af þeim tíma sem
ég er inn á. Svo erum við með alla
þessa bakverði. En það hefur ekki
verið gefið út. Við höfum æft tvisvar
á dag síðan á mánudag og sá tími
hefur nýst vel. Flestir í hópnum
hafa verið að vinna saman reglulega
síðastu árið en ég og Pavel [Ermol-
inskij] erum orðnir hálfgerðir nýlið-
ar aftur. Við höfum nýtt vikuna til
að setja okkur vel inn í hlutina,“
sagði Haukur Helgi Pálsson enn-
fremur. Fjallað var um íslenska
hópinn í blaðinu á þriðjudaginn en
einnig um Ítalina í blaðinu í gær.
„Við getum stolið sigri“
- Haukur Helgi klæðist landsliðstreyj-
unni á ný eftir þriggja ára fjarveru
Ljósmynd/FIBA
Herforinginn Hvað mun Craig Pedersen teikna upp gegn Ítölum í kvöld?
HM 2023
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Ég held að síðasti landsleikur sem
ég spilaði hafi verið síðasti lands-
leikur Jóns [Arnórs Stefánssonar].
Sigurleikur gegn Portúgal í Laug-
ardalshöllinni sem var líklega árið
2019. Það er því orðið svolítið síðan
en ekki vegna þess að mig hafi ekki
langað að spila. Það hefur hist þann-
ig á að það hafa alltaf verið einhver
leiðindi þegar landsliðið á að spila.
Ég hef verið meiddur, veikur eða
eitthvað annað. Ég hef alltaf viljað
gefa kost á mér vegna þess að mér
finnst gaman að spila með landslið-
inu,“ sagði Haukur Helgi Pálsson,
landsliðsmaður í körfuknattleik,
þegar Morgunblaðið spjallaði við
hann í gær. Haukur er aftur kominn
í landsliðshópinn eftir langa fjar-
veru en Ísland tekur á móti Ítalíu á
Ásvöllum í undankeppni HM í
kvöld.
„Ef maður getur hjálpað eitthvað,
svona eins mikið og maður getur lík-
amlega, þá er maður tilbúinn í það,“
sagði Haukur en hann var frá í hálft
ár á síðasta ári og fór í aðgerð vegna
ökklameiðsla. „Ég er á góðri leið en
Íslendingaliðin Aalborg og Kielce
styrktu stöðu sína í efstu sætum
riðlakeppni Meistaradeildarinnar í
handknattleik í gær. Aron Pálm-
arsson kom inn í leikmannahópinn
hjá Aalborg á ný eftir meiðslin sem
hann varð fyrir á EM en skoraði
ekki. Liðið vann þægilegan fimm
marka sigur, 32:27, gegn Elverum.
Aalborg er með 18 stig í efsta
sæti A-riðils og Kielce er með 18
stig í efsta sætinu í B-riðli en liðið
vann 33:27-sigur gegn Motor. Sig-
valdi Björn Guðjónsson lék ekki
með vegna meiðsla.
Aalborg og Kielce
í efstu sætum
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Álaborg Aron Pálmarsson er að
verða leikfær eftir meiðsli í kálfa.
Sandra Erlingsdóttir, landsliðs-
kona í handknattleik, átti stórleik
fyrir Aalborg þegar liðið vann
öruggan sigur gegn Gudme á úti-
velli í dönsku B-deildinni í hand-
knattleik í gærkvöld.
Leiknum lauk með 34:24-sigri
Aalborgar en Sandra var lang-
markahæst í liði Aalborgar með 9
mörk.
Aalborg er í fjórða sæti dönsku
B-deildarinnar með 20 stig en
Sandra mun ganga til liðs við þýska
1. deildarfélagið Metzingen fyrir
næsta tímabil. sport@mbl.is
Sandra átti stór-
leik fyrir Aalborg
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Danmörk Sandra Erlingsdóttir átti
stórleik og skoraði 9 mörk.
Subway-deild kvenna
Breiðablik – Haukar............................. 57:96
Njarðvík – Keflavík ........................... (41:36)
Valur – Fjölnir ................................... (48:24)
_ Tveimur leikjum var ekki lokið þegar
blaðið fór í prentun í gærkvöld.
1. deild kvenna
ÍR – Aþena/UMFK .............................. 80:61
Tindastóll – KR..................................... 59:73
Staða efstu liða:
Ármann 16 13 3 1301:1049 26
ÍR 15 12 3 1145:876 24
Snæfell 16 10 6 1167:1107 20
KR 16 10 6 1193:1109 20
Danmörk
Aabyhöj – Falcon................................. 65:71
- Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 12 stig
fyrir Falcon, tók þrjú fráköst og gaf þrjár
stoðsendingar á 29 mínútum.
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undankeppni HM karla:
Ásvellir: Ísland – Ítalía ............................. 20
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Hlíðarendi: Valur – Fram.................... 19.30
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
KA-heimilið: KA – ÍBV........................ 17.30
Coca Cola-bikar kvenna, 8-liða:
Eyjar: ÍBV – Stjarnan .............................. 18
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Víkin: Víkingur – Valur U.................... 18.30
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Víkin. Berserkir – Valur U .................. 20.15
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Hlíðarendi: Valur – Víkingur R........... 17.30
Leiknisv.: Leiknir R. – Kórdrengir ......... 18
Árbær: Fylkir – Selfoss ............................ 19
Í KVÖLD!
Bikarmeistarar kvenna í körfu-
knattleik í Haukum eru farnar að
safna stigum nokkuð duglega í úr-
valsdeildinni, Subway-deildinni.
Haukar unnu í gær stórsigur á
Breiðabliki, 96:57, í Smáranum og
eru með 20 stig í fjórða sæti deild-
arinnar eftir sautján leiki en
Breiðablik er með 10 stig í sjötta
sætinu. Haukar eru fjórum stigum
á eftir Njarðvík og Fjölni en tveim-
ur á eftir Íslandsmeisturum Vals.
Bríet Sif Hinriksdóttir var stiga-
hæst Hauka en hún skoraði 18 stig,
tók tvö fráköst og gaf tvær stoð-
sendingar. Helena Sverrisdóttir
skoraði 14 stig fyrir Hauka, tók sjö
fráköst og gaf sjö stoðsendingar en
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir var
stigahæst í liði Breiðabliks með 19
stig og þrjár stoðsendingar og Ísa-
bella Ósk Sigurðardóttir tók 12 frá-
köst. Haukar voru sterkari aðilinn
strax frá fyrstu mínútu og juku for-
skot sitt jafnt og þétt í leiknum.
_ Njarðvík og Keflavík mættust í
gærkvöld, sem og Valur og Fjölnir,
en þeim leikjum var ekki lokið þeg-
ar blaðið fór í prentun. Allt um þá á
mbl.is/sport/korfubolti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Smáranum Eva Margrét Kristjánsdóttir úr Haukum leitar að skotfæri.
Nálgast efstu liðin
Gamli refurinn Einar Ingi Hrafns-
son, fyrirliði Aftureldingar, kom til
skjalanna á elleftu stundu og
tryggði Aftureldingu sætan sigur á
Selfossi í Olís-deild karla í hand-
knattleik í Mosfellsbænum í gær-
kvöldi. Afturelding sigraði 31:30
eftir mikla spennu.
Í síðustu sókninni gekk Mosfell-
ingum illa að finna gott skotfæri en
Þorsteinn Leó Gunnarsson lét loks
vaða fyrir utan. Vilius Rasimas
varði í marki Selfyssinga en Einar
var vel vakandi á línunni. Náði frá-
kastinu og sendi boltann í netið rétt
áður en leiktíminn rann út. Einar
skoraði síðustu tvö mrk liðsins.
Allt ætlaði vitlaust að verða að
Varmá og Mosfellingar fögnuðu
geysilega. Hægri skyttan Birkir
Benediktsson var markahæstur
með 8 mörk og var með frábæra
skotnýtingu. Eftir erfið meiðsli
virðist hann vera að ná vopnum
sínum á ný. Blær Hinriksson og
Þorsteinn skoruðu fimm mörk
hvor.
Einar Sverrisson var marka-
hæstur hjá Selfyssingum með níu
mörk og Guðjón Baldur Ómarsson
skoraði átta en hann var með 100%
skotnýtingu. kris@mbl.is
_ Eyjamenn komust ekki til Ak-
ureyrar í gær og því var leik KA og
ÍBV frestað um sólarhring. Hann á
að hefjast í KA-heimilinu klukkan
17.30 í dag.
_ Fram mætti Val í Safamýri í
gærkvöld og Grótta tók á móti HK í
lykilleik fallbaráttunnar. Þeim
leikjum var ekki lokið þegar blaðið
fór í prentun í gærkvöld en allt um
þá má sjá á mbl.is/sport/handbolti.
Sigurmark Einars
Inga á elleftu stundu
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Fyrirliðinn Einar Ingi Hrafnsson
skoraði sigurmark Aftureldingar.