Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 24.02.2022, Page 49

Morgunblaðið - 24.02.2022, Page 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 H armur er sönn saga af því hvernig sjúkdómurinn vímuefnaneysla getur sundrað fjölskyldum. Móðir tveggja drengja, Guðný (Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir), byrj- ar aftur í neyslu sem hefur skelfileg- ar afleiðingar ekki einungis fyrir hana heldur alla fjölskylduna. Líf eldri bróðurins, Ólivers (Ásgeir Sig- urðsson), gjörbreytist á einu kvöldi þegar Guðný býður fram yngri son sinn, Hrafn (Jónas Björn Guðmunds- son), í eiturlyfjasmygl til þess að borga upp ógreiddar skuldir. Óliver neyðist því til að fullorðnast hratt og leita að bróður sínum í undirheimum Reykjavíkur. Harmur er frumraun tveggja ungra og óþekktra kvikmyndagerð- armanna, Antons Karls Kristensen og Ásgeirs Sigurðssonar, og er til marks um það að kvikmyndir eru ekki einungis afsprengi hárra fjár- upphæða heldur listræns metnaðar. Sá sem heldur rétt á pennanum eða tökuvélinni getur gert listaverk fari hann rétt að. Aukið fjármagn kemur ekki í staðinn fyrir vinnu listamanns- ins heldur auðveldar hana. Harmur var áhætta en þrátt fyrir takmarkað fjármagn og litla reynslu ákváðu Anton, Ásgeir og framleiðandi myndarinnar, Halldór, að ráðast í gerð kvikmyndarinnar og sem betur fer. Fegurðin í Harmi felst í fjár- magnsskortinum eða hvernig töku- liðið þurfti að fara ýmsar útsmognar leiðir til þess að mynda. Kvikmyndin er þó ekki gallalaus og ef til vill hefði verið hægt að koma í veg fyrir sum mistökin með frekara fjármagni og reynslumeira fólki en líklega hefði hún tapað töfrum sínum í kjölfarið. Það er einnig nauðsynlegt að ungt fólk fái rými til að gera mistök í kvik- myndageiranum til að þroskast og vaxa sem listamenn. Að mörgu leyti er Harmur mjög týpísk norræn kvikmynd; hún tekst á við þungt málefni, þ.e. fíkn, eins og svo margir fyrirrennarar hennar, hún er litlaus, hljóðið er oft mis- heppnað og söguframvindan er hæg. Þetta þurfa ekki endilega að vera ókostir nema þá kannski í tilviki hljóðsins en þeir eru ekki einir um þetta vandamál. Svo virðist sem ein- hver bölvun liggi yfir hljóðnemum hérlendis. Þó má ef til vill túlka þess- ar miklu sveiflur í hljóðinu sem list- ræna ákvörðun. Lýsingin í kvik- myndinni er hins vegar öðruvísi en fólk er vant í norrænum kvikmynd- um en hún er oft mjög stílfærð og bætir miklu við myndina. Litirnir blár og rauður eru mikið notaðir í lýsingunni og er stillt upp sem ákveðnum andstæðum. Rauð lýsing er notuð í rýmum þar sem aðalper- sónunni, Óliver, líður vel sem er yfir- leitt í kringum litla bróður hans, Hrafn. Blá lýsing er hins vegar notuð þegar Óliver er í aðstæðum sem hann vill ekki vera í. Persónusköp- unin er einnig ólík því sem við þekkj- um í hinum hefðbundnu íslensku myndum. Hér er ekki um að ræða harðbrjósta karlmann í krísu heldur viðkvæman ungan mann sem veit ekki hvernig hann á bregðast við í nýjum og erfiðum aðstæðum. Mikl- um tíma er eytt í að sýna þær tilfinn- ingaflækjur sem Óliver gengur í gegnum. Hann ber einnig með sér marga „kvenlæga“ eiginleika sem gerir persónuna raunverulegri enda ómögulegt að framkvæma hina full- komnu karlmennsku í raunveruleik- anum þótt margar kvikmynda- persónur reyni að fanga það. Þessu eru stillt upp snemma í kvikmynd- inni þegar Óliver mætir í vinnuna. Úr víðu skoti sjá áhorfendur grann- an líkama Ólivers í kringum mörgu og stóru verkfærin á verkstæðinu. Áhorfendur draga þá ályktun að Óli- ver sé að fara að vinna á vélunum en í staðinn tekur við atriði þar sem hann er að þrífa klósettið á vinnustaðnum. Óliver þarf einnig að stíga inn í hlut- verk móðurinnar á heimilinu þar sem Guðný, móðir hans, er óhæf. Frásagnarframvinda Harms reyn- ir ef til vill á þolinmæði margra áhorfenda enda mörg atriðanna löng. Áhorfendur eru látnir finna fyrir tímanum sem getur í sumum til- fellum reynst mikilvægt en það á þó ekki alltaf við. Nokkur atriði þjóna einungis þeim tilgangi að lengja kvikmyndina, líkt og fimm mínútna atriðið af fljúgandi umferðarljósum eða þegar Natan (Mikael Kaaber), vinur Ólivers, er að finna rétta dyra- bjöllu í blokkinni. Atriði sem ættu að vera hápunktur í myndinni eru mörg hver of löng, sem gerir það að verk- um að spennan tapast og myndin verður flöt. Fjármagnsskortur setur greinilega svip á myndina þar sem fjöldi nærmynda bendir til að lítil fjárráð hafi verið til að hanna stóra og dýra leikmynd. Ljóst er að Anton og Ásgeir sækja innblástur til Safdie-bræðranna þar sem mikil áhersla er lögð á nærmyndir en ólíkt þeim tekst Safdie-bræðrum að halda uppi spennunni jafnt og þétt í gegn- um myndina og leika þar nærmyndir lykilhlutverk. Eitt atriðið í myndinni virðist alfarið koma úr heiðskíru lofti en þegar það er skoðað er ástæðan fyrir atriðinu sú að myndin standist Bechdel-prófið. Bechdel-prófið er próf sem er ætlað að hjálpa okkur að setja upp kynjagleraugun við kvik- myndaáhorf og er mælistika á þátt- töku kvenna í söguframvindunni. Til þess að standast prófið þurfa tvær, eða fleiri, konur að tala saman um eitthvað annað en karla. Ljóst er að höfundar Harms eru meðvitaðir um þann gríðarlega meirihluta karla á bak við tökuvélina og hafa því tekið ákvörðun um að standast í það minnsta Bechdel-prófið. Þetta er gert með því að sýna atriði af tveim- ur ungum konum, Ólöfu (Ugla Helgadóttir) og Agnesi (Helga Sal- vör Jónsdóttir) að tala saman um áfengisdrykkju á leiðinni í teiti sem Óliver er líka að mæta í. Atriðið þjón- ar engum tilgangi í sögunni og skipta þessar sögupersónur litlu sem engu máli í kvikmyndinni. Eina skiptið sem við sjáum Agnesi er í bakgrunni í teitinu en Ólöf fær aðeins meiri skjátíma í myndinni. Þetta er mjög ódýr tilraun til þess að bæta upp kynjaójafnvægið á bak við myndina en kvikmyndaiðnaðurinn hérlendis er mjög karllægur og þá ekki bara við þessa kvikmyndagerðarmenn að sakast. Eflaust fælir viðfangsefni mynd- arinnar þá áhorfendur frá sem eru orðnir þreyttir á hinum þungu og köldu norrænu sögum um neyslu en ég hvet Íslendinga til þess að styðja þessa ungu og efnilegu kvikmynda- gerðarmenn og sjá myndina á bíó- tjaldinu. Þrátt fyrir fyrrnefnda vankanta er hér um að ræða áhugavert og gott byrjendaverk. Drífandi drengir Í bíó „Eflaust fælir viðfangsefni myndarinnar þá áhorfendur frá sem eru orðnir þreyttir á hinum þungu og köldu norrænu sögum um neyslu en ég hvet Íslendinga til þess að styðja þessa ungu og efnilegu kvikmyndagerðarmenn og sjá myndina á bíótjaldinu,“ skrifar gagnrýnandi um kvikmyndina Harm. Sambíóin Harmur bbbnn Leikstjórn: Anton Kristensen og Ásgeir Sigurðsson. Handrit: Ásgeir Sigurðs- son. Aðalleikarar: Ásgeir Sigurðsson, Jónas Björn Guðmundsson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. Ísland, 2022. 105 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.