Morgunblaðið - 24.02.2022, Page 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við höldum uppteknum hætti frá
því í fyrra að safna saman öllum
glæpasögum á stórglæsilegt 16
metra langt borð,“ segir Bryndís
Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra
bókaútgefanda og framkvæmda-
stjóri Bókamarkaðarins, sem opn-
aður var í morgun í stúku-
byggingunni á Laugardalsvelli og
stendur til og með sunnudagsins 13.
mars. Sem fyrr er Bókamarkaður-
inn opinn alla daga milli kl. 10 og 21.
Óheilindi, svik og prettir
„Í ár gengur borðið með glæpa-
sögunum undir yfirskriftinni:
„Óheilindi, svik og prettir“. Það er
Óttarr Proppé, verslunarstjóri Bók-
sölu stúdenta, sem á heiðurinn af
þessu nýja nafni. Það valt alveg
fyrirhafnarlaust upp úr honum þeg-
ar við ræddum saman um angist
mína yfir því hvort kalla ætti þennan
flokk krimma, spennu- eða glæpa-
sögur. Ég hreifst svo af nafngiftinni
að ég fékk leyfi hjá honum til þess að
fá að nota hana. Það var auðfengið
enda Óttarr uppeldisfaðir minni í
bóksölubransanum frá því ég hóf
störf hjá Máli og menningu sumarið
1991. Óheilindi, svik og prettir eru
sívinsælt söguefni enda margslungið
bókmenntaform sem gjarnan er
flokkað niður í um 20 undirflokka.
Það rímar skemmtilega við þá stað-
reynd að í fyrra komu út um 20 nýj-
ar íslenskar glæpasögur sem var
nýtt met,“ segir Bryndís.
Alls eru 5.893 titlar skráðir á
Bókamarkaðinn í ár, sem skiptast
þannig að 32% eru barnabækur, 27%
fræðibækur, 15% þýdd skáldverk,
14% íslensk skáldverk, 6% ævisögur
og 5% ljóð.
Þjóð veit, ef þrír eru
Að sögn Bryndísar eru merkingar
á markaðinum í ár skreyttar með til-
vitnunum úr fornsögunum. „Hand-
ritin eru okkar píramídar og Pan-
þeon. Handritasafn Árna Magnús-
sonar er á varðveisluskrá UNESCO.
En það er eins og við þorum ekki að
nota þau og njóta þeirra, til dæmis í
kringum ferðamannabransann og í
opinberum byggingum. Það segir
kannski meira en mörg orð að til að
finna þessar tilvitnanir studdist ég
meðal annars við norska heimasíðu,“
segir Bryndís og vísar þar til síðunn-
ar https://heimskringla.no/wiki/
Fornir_málshættir_og_orðtök.
„Ég þori auðvitað alls ekki að
segja frá því að ég fann enga slíka
gullorðabók fornsagnanna í íslenskri
útgáfu. En mikið óskaplega var oft
gaman að tvinna þessa andans snilld
saman við þá bókaflokka sem hér er
að finna. Ég vona svo sannarlega að
þetta verði til þess að einhverjir
vinni betur úr þessu efni eða slái um
sig með línum sem þeir lærðu á
Bókamarkaðinum,“ segir Bryndís.
Meðal gullkorna sem rekast má á
Bókamarkaðnum eru: „Hann stóð
svo vel til höggsins“ úr Fóstbræðra
sögu; „Jafnan er hálfsögð saga, ef
einn segir“ og „Það verður tamast
sem í æskunni nemur“ úr Grettis
sögu; „Kemst, þó að seint fari“ úr
Njáls sögu; „Oft er gott það er gaml-
ir kveða“, „Vini sínum skal maður
vinur vera og gjalda gjöf við gjöf“ og
„Þjóð veit, ef þrír eru“ úr Háva-
málum; „Skömm er óhófs ævi“ úr
Hrafnkels sögu Freysgoða; „Óhægt
mun forlögin að flýja“ úr Vatnsdæla
sögu; „Fall er fara heill“ og „Sjón er
sögu ríkari“ úr Heimskringlu; „Hafa
skal gott ráð, þótt úr refsbelgi komi“
úr Þorskfirðingasögu; „Allt kann sá
sem hófið kann“ úr Gísla sögu Súrs-
sonar og „Misjöfn eru morgun-
verkin. Eg hef spunnið tólf álna garn
en þú hefur vegið Kjartan“ úr Lax-
dæla sögu.
Barnabækur vinsælar
Bókamarkaðurinn nú er sá fjórði
sem haldinn er síðan heimsfaraldur-
inn skall á snemma árs 2020 og því
liggur beint við að spyrja hvort
breyting hafi orðið á bókneyslu land-
ands. „Sala á hannyrðabókum jókst
mjög í kjölfar heimsfaraldurs þannig
að á markaðinum í fyrra skapaðist
hálfgerð þurrð. Það gladdi okkur því
mikið að sjá að þó nokkrar nýjar
prjónabækur hafa nú bæst á borðin.
Við sáum sömuleiðis aukinn áhuga á
alls kyns útivistarbókum um Ísland.
Þar gætir víðfeðms fróðleiksþorsta
hjá lesendum, bækur Ferðafélags
Íslands rjúka út í bland við jarð-
fræði, fuglafræði, sagnfræði og
gönguleiðabækur að ógleymdri stór-
bókinni Flóru Íslands.
Barnabækur njóta alltaf mikilla
vinsælda á Bókamarkaðinum og eiga
gjarnan um 40% af heildarveltunni. Í
fyrra settum við upp sérstakt borð
með léttlestrarbókum fyrir 5-9 ára
börn. Það gekk ljómandi vel og við
stóraukum úrvalið í ár. Það er því til-
valið að leyfa ungum og áköfum les-
endum að heimsækja markaðinn og
mikilvægt að gefa þeim góðan tíma
til þess að skoða og velja sér bækur.“
Þess má að lokum geta að Bóka-
markaðurinn verður næst opnaður á
Akureyri í september.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eitthvað fyrir alla Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda nýtur mikilla vinsælda hjá landanum.
Spök Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Bókamarkaðarins.
„Handritin eru okkar píramídar“
- Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda var opnaður í stúkubyggingunni á Laugardals-
velli í morgun - Merkingar á markaðinum í ár skreyttar með tilvitnunum úr fornsögunum
Hildur Loftsdóttir, kennari, rithöf-
undur og blaðamaður, kennir ung-
mennum íslensku í gegnum borð-
spil og skemmtilega leiki á Borgar-
bókasafninu í Kringlunni í dag kl.
16.00-17.30. Viðburðurinn er hluti
af Tengivirkinu. „Í Tengivirkinu –
Young People Connect hittist ungt
fólk á aldrinum 16-25 ára sem hefur
annað móðurmál en íslensku, í
rólegu og notalegu umhverfi bóka-
safnsins, lærir íslensku og fær fjöl-
breytta fræðslu, auk þess að kynn-
ast jafnöldrum með margvíslegan
bakgrunn og reynslu. Alls eru átta
viðburðir á dagskrá Tengivirkisins
í vor, fjórir þar sem boðið er upp á
fjölbreytta íslenskukennslu með
reyndum kennara og fjórir þar sem
gestir fá fræðslu og kynningar frá
áhugaverðum aðilum, t. a.m. And-
rými, róttæku samfélagsrými í
Reykjavík og Landssamtökum
íslenskra stúdenta, LÍS. Þátttaka er
ókeypis og öllum opin, líka byrj-
endum í íslensku,“ segir í tilkynn-
ingu frá skipuleggjendum.
Tengivirkið í Borgarbókasafninu í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kennari Hildur Loftsdóttir rithöfundur.
Tríó Inga Bjarna
flytur nýja tón-
list með áhrifum
frá ýmsum stíl-
um á tónleikum í
Fríkirkjunni í
dag kl. 12. Tón-
leikarnir eru
hluti af tónleika-
röðinni Á ljúfum
nótum. Hljóm-
sveitina skipa
Ingi Bjarni Skúlason tónskáld á
píanó, Birgir Steinn Theodorsson á
kontrabassa og Magnús Trygvason
Eliassen á trommur. Tónleikarnir
taka um hálfa klukkustund.
Grímuskylda er á staðnum. Einn-
ig er hægt að hlýða á tónleikana
gegnum facebook-viðburð tónleika-
raðarinnar Á ljúfum nótum í Frí-
kirkjunni. Miðar eru seldir við inn-
ganginn, en áhorfendur geta líka
lagt inn á reikning kirkjunnar og
rennur upphæðin til flytjanda.
Bankanúmerið er: 0525-26-560170,
kennitalan: 560169-4509 og skýr-
ingin: Ingi Bjarni Trio.
Tríó Inga Bjarna í Fríkirkjunni í dag
Ingi Bjarni
Skúlason
ALLT AÐ
AFSLÁTTUR AF
VÖLDUM VÖRUM
70%
FAXAFENI 14, 108 REYKJAVÍK
WWW.Z.IS