Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 4
Samfylkingin og
Píratar leggja áherslu
á sameiginlega ábyrgð
sveitarfélaga á hús-
næðismálum.
n Tölur vikunnar
Páll
Bergþórsson
veðurfræðingur
sagði að sér
fyndist vera von
til þess að áfram
verði hlýtt hér í
veðri og að það
fari hlýnandi fram í miðjan júlí.
„Þá er yfirleitt hámarkið hér,“ sagði
Páll, sem kvað erfiðara að spá fyrir
um magn úrkomu í sumar. „Hún er
duttlungafyllri. En mér sýnist að
það gæti orðið rakt og hlýtt sumar,
einkum miðað við það sem maður
vandist á árum áður.“
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir
ríkislögreglustjóri
sagði á miðviku-
dag að sér þætti
leitt að drengur-
inn sem sér-
sveitarmenn frá lögreglunni tóku
í strætisvagni í misgripum fyrir
eftirlýstan mann, hefði „orðið hluti
af þessum aðgerðum lögreglu,
en ábending barst um að hann
væri sá sem var lýst eftir.“ Sjálfur
hefði drengurinn ekkert unnið
sér til sakar. Morguninn eftir lenti
drengurinn aftur í lögreglunni sem
kom í bakarí þar sem hann var,
eftir ábendingu frá borgara.
Ásthildur Lóa
Þórsdóttir
þingmaður Flokks
fólksins
var ein fjöl-
margra sem í
vikunni gagn-
rýndu sölu á
hlutabréfum úr eigu ríkisins í
Íslandsbanka. „Það á greinilega að
gera Bankasýsluna að eina söku-
dólginum og láta eins og þáttur
fjármálaráðherra og ríkisstjórnar-
innar sé enginn,“ sagði hún.
Yfirlýsing um að Bankasýslan yrði
lögð niður væri þó viðurkenning á
að bankasalan hefði verið klúður.
Kallaði Ásthildur eftir óháðri
rannsóknarnefnd. n
n Þrjú í fréttum
80
prósent þeirra sem afstöðu
tóku í netkönnun Prósents
sögðust óánægð með
hópuppsögnina í Eflingu.
42
íslensk mál eru nú til efnismeð-
ferðar hjá Mannréttindadómstól
Evrópu, að sögn ríkislögmanns.
89
prósent þeirra sem afstöðu tóku
í netkönnun Prósents sögðust
óánægð með fyrirkomulag sölu
hlutabréfa ríkisins i Íslandsbanka.
211
einstaklingar hið minnsta eru
sagðir hafa stytt sér aldur á Ís-
landi frá árinu 2017.
76
prósent Íslendinga nota netið til
þess að spjalla við aðra, annað
hvort með hljóði eða mynd.
Viðreisn vill byggja í Skerja-
firði og Ártúnshöfða og Sjálf-
stæðisflokkurinn í Örfirisey.
Sósíalistar vilja áherslu á ódýrt
húsnæði og Vinstri græn á
óhagnaðardrifin leigufélög.
adalheidur@frettabladid.is
kosningar Húsnæðismál eru fram-
arlega á lista í stefnuyfirlýsingum
þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða
fram í borginni og hafa kynnt stefnu
sína fyrir sveitarstjórnarkosning-
arnar í vor.
Samfylkingin, f lokkur borgar-
stjórans í Reykjavík, kynnti stefnu-
mál sín í borginni á sumardaginn
fyrsta. Flokkurinn vill spýta í lófana
og tvöfalda fyrri uppbyggingaráætl-
anir með því að byggja 10 þúsund
íbúðir á næstu 5 árum.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem kynnti
áherslur sínar í Perlunni í vikunni,
hyggst skipuleggja ný hverfi að
Keldum og í Örfirisey og þétta byggð
innan hverfa sem hafa til þess svig-
rúm, svo sem Úlfarsárdal, Staðar-
hverfi og Kjalarnesi.
Þá vilja sjálfstæðismenn bjóða
stofnstyrki til þeirra sem vilja hefja
starfsemi í auðum rýmum en með
því vill f lokkurinn efla verslunar-
kjarna innan borgarhverfa. Flokkur-
inn leggur einnig áherslu á svokölluð
15 mínútna hverfi, þar sem finna
megi bæði verslun og þjónustu innan
fimmtán mínútna göngufæris.
Áherslu á fimmtán mínútna hverfi
má einnig sjá í stefnuyfirlýsingu
Vinstri grænna, en flokkurinn hefur
birt stefnuyfirlýsingu fyrir þau sveit-
arfélög sem flokkurinn býður fram í.
Viðreisn vill tryggja lóðir fyrir
minnst 2.000 íbúðir á ári. Bæði þétta
byggð og byggja ný hverfi. Svo sem
við Ártúnshöfða og ljúka skipulagi
vegna fyrstu áfanga Keldnalands.
Einnig stækka hverfi, svo sem á
Skeifusvæðinu, við Kringluna, í Úlf-
arsárdal og Kjalarnesi.
„Við viljum að flugvöllurinn fari
úr Vatnsmýri og þar rísi í staðinn
þétt, blönduð byggð. Hefja skal sem
fyrst uppbyggingu í Skerjafirði og á
öðrum svæðum í Vatnsmýri,“ segir
í stefnu Viðreisnar.
Píratar leggja áherslu á að hraða
uppbyggingu „fjölbreytts húsnæðis
í þéttri lífsgæðabyggð í takt við
þarfir almennings,“ eins og það er
orðað í stefnu flokksins.
Samfylkingin leggur í sinni
stefnuyfirlýsingu sérstaka áherslu
á samstarf við ríki og önnur sveitar-
félög um húsnæðisuppbyggingu.
„Við gerðum samgöngusáttmála
fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú þurf-
um við húsnæðissáttmála,“ segir í
stefnuyfirlýsingu f lokksins. Með
slíkum sáttmála eigi að tryggja
framboð af húsnæði fyrir alla, en
til þess þurfi Reykjavík að fá bæði
ríki og nágrannasveitarfélög til að
feta í fótspor borgarinnar og byggja
félagslegt húsnæði og að fjölga íbúð-
um á vegum óhagnaðardrifinna
leigufélaga fyrir tekjulægri hópa,
stúdenta og eldri borgara.
Píratar leggja einnig áherslu á
sameiginlega ábyrgð en „fjölga þurfi
félagslegum íbúðum sem hlutfalli
af heildaruppbyggingu og stuðla
að því að öll sveitarfélög axli sinn
hluta, tryggja að að lágmarki 25%
uppbyggingar sé fyrir efnaminni
hópa,“ eins og segir í stefnunni.
Í stefnu Vinstri grænna segir að
sveitarfélög skuli styðja óhagnaðar-
drifin leigufélög með því að tryggja
þeim lóðir.
Flokkurinn leggur áherslu á að
húsnæðiskostnaður eigi aldrei að
vera hærri en 33 prósent af ráðstöf-
unartekjum fólks. Flokkurinn vill
meðal annars setja skýrar reglur um
skammtímaleigu húsnæðis til ferða-
manna. Þetta eigi að gera í þágu
almannahagsmuna.
Sósíalistaf lok k ur inn leg g ur
áherslu á að ódýrt og öruggt hús-
næði sé forsenda allrar velferðar- og
heilbrigðisþjónustu. Til að unnt sé
að uppræta fátækt og byggja öflugt
velferðarkerfi þurfi stórátak í upp-
byggingu félagslegs húsnæðis.
„Sósíalistar leggja til húsnæðis-
byltingu þar sem 30 þúsund félags-
legar íbúðir verði byggðar um
allt land á næstu tíu árum,“ segir í
nýbirtri áætlun flokksins.
Ríki og sveitarfélög þurfi að starfa
saman að þessari uppbyggingu og
leggur f lokkurinn til stofnun sér-
staks húsnæðissjóðs sem tryggja
muni almenningi öruggt leiguhús-
næði. Sjóðurinn verði fjármagnaður
með sölu á skuldabréfum, framlagi
frá sveitarfélögum í formi lóða og
lánsframlagi frá ríkinu.
Ekki hafa allir f lokkar sem bjóða
fram í borginni kynnt stefnumál sín
og mun Fréttablaðið fjalla um hús-
næðisstefnur annarra flokka þegar
þær hafa verið kynntar. n
Húsnæðismálin fyrirferðarmikil í
stefnum borgarstjórnarflokkanna
Viðreisn telur
mögulegt að
stækka hverfin
við Kringluna
og á Skeifu-
svæðinu.
Fréttablaðið/
Ernir
4 Fréttir 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið