Fréttablaðið - 23.04.2022, Side 16

Fréttablaðið - 23.04.2022, Side 16
Ársfundur Frjálsa verður haldinn mánudaginn 23. maí 2022 kl. 17:15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Allir sjóðfélagar eru velkomnir á fundinn en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á vef sjóðsins, frjalsi.is, tveimur vikum fyrir ársfund. Boðið verður upp á rafræna og skriflega kosningu aðal- manna og varamanna í stjórn. Fyrirkomulag kosninganna má finna á vef sjóðsins. Á fundinum verða kjörnir þrír aðalmenn til þriggja ára og þrír varamenn. Einn varamaður verður kosinn til eins árs, einn til tveggja ára og einn til þriggja ára. Framboð til stjórnar þarf að liggja fyrir eigi síðar en 14 dögum fyrir ársfund, þ.e. 9. maí 2022. Senda skal tilkynningu um framboð auk nauðsynlegra gagna á netfangið arsfundur@frjalsi.is. Nánari upplýsingar um fundinn, reglur um framkvæmd ársfundar og rafræna atkvæðagreiðslu til stjórnar og þau gögn sem frambjóðendur þurfa að skila inn til að staðfesta framboð sitt má finna á vef sjóðsins. Ársreikning 2021 og meginniðurstöður hans er einnig að finna á vef sjóðsins frjalsi.is Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Dagskrá: Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins Önnur mál Við bjóðum sjóðfélaga velkomna á fundinn. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 28. apríl kl. 17:00 Gildi-lífeyrissjóður Ársfundur 2022 ▪ ▪ ▪ Lífeyrissjóður www.gildi.is Dregið hefur til tíðinda í rétt- indabaráttu hinsegin fólks í Suður-Kóreu, en nýverið féll dómur í máli tveggja her- manna sem höfðu áður verið ásakaðir um samkynhneigð. ragnarjon@frettabladid.is Suður-Kórea Hæstiréttur Suður- Kóreu hefur kveðið upp dóm gegn áratuga gömlu banni suður-kóreska hersins við sambandi samkyn- hneigðra. Þannig féll úr gildi dómur í máli tveggja hermanna sem höfðu verið ásakaðir um að eiga í ástar- sambandi á meðan þeir dvöldu utan herstöðvar sinnar. Með þessu tekur hæstiréttur landsins afstöðu gegn ströngum lögum heryfirvalda sem spila stórt hlutverk í samfélagi Suður-Kóreu. Viðurlög við sambandi tveggja hermanna af sama kyni voru áður allt að tveggja ára fangelsi og skipti ekki máli hvort sambandið átti sér stað á meðan einstaklingar sinntu herþjónustu eða ekki. Mennirnir tveir voru ásakaðir um að hafa stundað kynmök í heima- húsi árið 2016 og voru fyrst dæmdir í þriggja og fjögurra mánaða langt fangelsi fyrir athæfið. Handtök- urnar voru partur af skipulögðum aðgerðum hersins árið 2017 gegn samkynhneigðum. Herinn hefur áður haldið því fram að aðgerðirnar hafi verið sett- ar af stað til að vernda heilsu her- manna, en stofnunin telur meðal annars að kynlíf samkynhneigðra karlmanna stuðli að útbreiðslu alnæmis. Í yfirlýsingu frá Hæstarétti Suður- Kóreu kemur fram að réttur þeirra til „kynferðislegs sjálfræðis og jafn- réttis hafi verið brotinn, sem og réttur þeirra til mannlegrar virð- ingar og leitar að hamingju“. Jafnréttissamtök víða um heim hafa kallað úrskurðinn sigur fyrir hinsegin fólk og réttindabaráttu þess. Réttindabarátta samkyn- hneigðra í Suður-Kóreu er þó stutt á veg komin en meðal annars er hjónaband samkynhneigðra ein- staklinga ekki leyfilegt. n Sam kyn hneigðir vinna áfangasigur í Suður-Kóreu Sambönd hermanna hafa verið bönnuð hingað til. Fréttablaðið/EPa Erum við að leita að þér? kristinnhaukur@frettabladid.is ferðaþjónuSta Fimm íslenskar gönguleiðir eru á lista þeirra 20 vin- sælustu, samkvæmt nýrri en óvís- indalegri greiningu fyrirtækisins OnBuy, sem sérhæfir sig í vörum tengdum göngu. Fyrirtækið taldi hversu oft gönguleiðir heimsins voru merktar með myllumerki á samfélagssíðunni Instagram. Greiningin var gerð í tilefni af Jarðardeginum, sem haldinn var í gær. Af íslensku leiðunum er Skóga- foss efstur með nærri 281 þúsund merkingar og í fimmta sæti listans. Í sjötta sæti er annar íslenskur foss, Gullfoss, með tæplega 275 þúsund merkingar. Sá þriðji, Seljalandsfoss, er í níunda sæti með 184 þúsund. Í sextánda sæti kemur svo Lauga- vegurinn með 81 þúsund merkingar og í átjánda er leiðin frá Arnarstapa að Hellnum með 74 þúsund. Langefst á listanum er leiðin frá Vernazza til Monterosso í norð- vesturhluta Ítalíu, með 2,5 milljónir merkinga. Auk ítalskra og íslenskra leiða voru margar gönguleiðir í Bret- landi ofarlega á listanum. n Fimm íslenskar gönguleiðir á lista þeirra vinsælustu og Skógafoss efstur Skógafoss hefur 281 þúsund merkingar. Viðurlög við sambandi hermanna af sama kyni voru áður allt að tveggja ára fangelsi. Hæstiréttur Suður- Kóreu telur bannið ekki standast lög. 16 Fréttir 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.