Fréttablaðið - 23.04.2022, Síða 17
DAGSKRÁ
Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður SFV,
opnar fund
Ávarp: Willum Þór Þórsson
heilbrigðisráðherra
Þrjú stutt erindi um framtíð velferðarþjónustunnar
• María Fjóla Harðardóttir,
forstjóri Hrafnistuheimilanna
• Sandra Bryndísardóttir Franks,
formaður Sjúkraliðafélags Íslands
• Vilborg Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna
Pallborðsumræður,
leiddar af fundarstjóra
— Léttar veitingar í framhaldi af fundi
Framtíð
velferðarþjónustunnar
MÁLÞING
26. apríl 2022
Kl. 14:30-16:00
Fundarstjóri er Gísli Einarsson
Hrafnista Sléttuvegi
Sléttuvegi 27
gar@frettabladid.is
Finnland „Ég á von á að það berist
umsókn frá Finnum um aðild að
NATO í lok maí eða í síðasta lagi í
júní,“ hefur vefútgáfa norska blaðs-
ins Verdens Gang eftir Mikael Wigell,
rannsóknarforstjóra hjá utanríkis-
málastofnun Finnlands.
Kveðst Wigell jafnframt vænta
þess að Svíar fylgi fordæmi Finna og
óski eftir aðild að NATO um leið eða
strax í kjölfarið. Wigell kom til Nor-
egs til að ræða við starfsfélaga sína
um öryggismál á Norðurlöndum
eftir innrás Rússa í Úkraínu.
„Þrýstingur frá Rússum og tilraun
til að hafa áhrif mun ekki breyta
skoðun Finna eða hinu stjórnmála-
lega ferli,“ fullyrti Wigell við VG. Hins
vegar hafi hann áhyggjur af þrýstingi
Rússa á hin þrjátíu núverandi NATO-
löndin sem þurfa að samþykkja
umsóknir Finna og Svía.
Verdens Gang segir að aðeins
Vinstriflokkurinn í Finnlandi hafi
fallið frá fyrirvara sínum um að
ganga úr stjórnarsamstarfinu verði
Finnland meðlimur í NATO.
Í Svíþjóð er gert ráð fyrir að hinn
ráðandi Sósíaldemókrataflokkur lýsi
sýn sinni á umsókn um NATO-aðild
í lok næsta mánaðar.
„Svíþjóð stendur frammi fyrir
einni af stærstu ákvörðunum sínum í
tvö hundruð ár,“ hefur VG eftir Björn
Fägersten, sem leiðir starf sænsku
utanríkismálastofnunarinnar gagn-
vart samstarfinu í Evrópu. n
Sérfræðingur segir NATO-umsóknir Finna og Svía á leiðinni
birnadrofn@frettabladid.is
FRaKKland Samkvæmt nýjustu
könnunum hefur Emanuel Mac-
ron, sitjandi forseti Frakklands, um
10-14 prósenta forskot á Marine
Le Pen í forsetakosningunum sem
fram fara í Frakklandi á morgun.
Nærri þriðjungur franskra kjós-
enda segist ekki ætla nýta atkvæði
sitt í komandi kosningum eða hefur
ekki gert upp hug sinn. Samkvæmt
fréttastofu Reuters gæti sú stað-
reynd haft áhrif á atkvæðafjölda
Le Pen og niðurstöðurnar þannig
komið á óvart líkt og gerðist þegar
kosið var um útgöngu Breta úr Evr-
ópusambandinu og þegar Donald
Trump var kosinn forseti Banda-
ríkjanna.
Kannanir sýna að kosningaþátt-
taka í forsetakosningunum gæti
orðið á bilinu 72-74 prósent. Fari svo
er það minnsta þátttaka í kosningu
um forseta í Frakklandi síðan árið
1969. n
Macron forseti
enn með forystu
Frakkar ganga til kosninga á morgun.
Finnsk orrustuþota hefur sig á loft. Fréttablaðið/Getty
erlamaria@frettabladid.is
UmhveRFismál „Við erum mjög stolt
af því að hljóta svo afgerandi viður-
kenningu í þessari virtu alþjóðlegu
keppni þar sem samkeppnin var
hörð,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir,
framkvæmdastýra Carbfix, en fyrir-
tækið vann til tvennra verðlauna í
fyrri umferð XPRIZE Carbon Remo-
val keppninnar í gær.
Það er ekki ómerkari maður en
auðjöfurinn og athafnarmaðurinn
Elon Musk ásamt Musk Foundation
sem efndi til verðlaunanna, en þeim
er ætlað að veita hundrað milljónum
Bandaríkjadollara til verkefna sem
þykja líklegust til að ná árangri við
föngun og förgun kolefnis. Í þess-
ari fyrri umferð hlutu fimmtán lið
hvert um sig eina milljón Banda-
ríkjadala í verðlaunafé, en rúmlega
ellefu hundruð umsóknir bárust í
keppnina. n
Carbfix tvöfaldur
sigurvegari
Edda Sif Pind
Aradóttir er
framkvæmda-
stýra Carbfix.
LAUGARDAGUR 23. apríl 2022 Fréttir 17Fréttablaðið