Fréttablaðið - 23.04.2022, Side 18

Fréttablaðið - 23.04.2022, Side 18
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, fréttaStjórar: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, helgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Íslands- banka- salan á dögunum er enn eitt dæmið um góðvina- væðingu þar sem innherja- upplýs- ingar rata til sinna. Kaup- endur voru handvaldir. Klíkan var látin vita. Gervi- dómar eru samfélags- mein sem ekki aðeins háir vef- verslun. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Vandræði Orlando Figes, eins þekktasta sagn- fræðings Bretlands, hófust með bókardómi á Amazon. Gagnrýnandinn, sem gekk undir dulnefninu Sagnfræðingurinn, gaf bók Figes um Stalín fimm stjörnur og sagðist vona að höfundurinn héldi áfram að skrifa bækur um „alla eilífð“. Ekki hlutu þó allir náð fyrir augum gagn- rýnandans. Bækur helstu keppinauta Figes fengu aðeins eina stjörnu. „Maður veltir fyrir sér hvort nokkuð hefði átt að skrifa þessa bók,“ sagði gagnrýnandinn um verk Rúss- lands-sérfræðingsins Rachel Polonsky. „Illa skrifuð og leiðinleg bók,” sagði hann um rit sagnfræðingsins Robert Service. Polonsky og Service grunaði strax að maðkur væri í mysunni. Eftir stutta eftir- grennslan töldu þau víst að gagnrýnandinn væri enginn annar en sjálfur Orlando Figes. Figes brást ókvæða við ásökuninni. Hann réði sér lögfræðing og hótaði þeim kollegum og blaðamönnum meiðyrðamáli sem vændu hann um að vera Sagnfræðinginn. Ekki leið þó á löngu uns spilaborgin féll. Með nokkrum músarsmellum á Amazon tókst Polonsky og Service að sýna fram á svo ekki varð um villst að dularfulli bókagagn- rýnandinn væri tengdur notandareikningi Orlando Figes. Figes brá á það ráð að kenna eiginkonu sinni um skrifin. Fáir trúðu undan- brögðunum og nokkrum dögum síðar játaði Figes sig sekan. Frá því að Orlando Figes skrifaði gervidóm um sjálfan sig árið 2008 hefur vefverslun í Bretlandi þrefaldast. Ný könnun sýnir að 97 prósent þeirra sem versla á netinu reiða sig á gagnrýni annarra við val á vörum. Slíkt getur þó reynst þrautin þyngri. Undanfarin ár hefur gervidómum snar- fjölgað á vefsíðum eins og Amazon. Gerðist það í kjölfar þess að hægt varð að kaupa góðan dóm um vöru eða þjónustu fyrir aðeins 2.500 krónur. Bresk stjórnvöld kynntu í vikunni nýtt lagafrumvarp sem ætlað er að vernda neytendur. Verður það senn ólöglegt að kaupa slíka gagnrýni. Gervidómar eru samfélagsmein sem ekki aðeins háir vefverslun. Könnun Fréttablaðs- ins í vikunni sýndi að 83 prósent landsmanna eru óánægð með fyrirkomulag sölu Íslands- banka sem fram fór í mars. En þrátt fyrir að þjóðin hafi gefið sölunni falleinkunn má víða lesa um hana fimm stjörnu dóma. „Útboð ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka á dögunum var vel heppnað“ (Fréttablaðið, 30. mars). „Útboðið afar vel heppnað“ (Mbl.is, 6. apríl). „Að öllu leyti vel heppnað útboð“ (Hringbraut, 13. apríl). „Segir að salan hafi í heildina heppnast vel“ (Ruv.is, 19. apríl). Breska fréttaveitan BBC fjallar um gervi- dóma á Amazon og leiðbeinir neytendum um hvernig megi greina þá frá alvöru umfjöllun. Eitt helsta viðvörunarmerkið er sagt svipað orðalag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og ábyrgðarmaður sölu eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka, er eins og Orlando Figes. Hann gefur sjálfum sér fimm stjörnur og segir að ef horft sé á heildarniðurstöðuna hafi þetta „allt heppnast mjög vel“. Að sama skapi gefur hann kollegum sínum í stjórnarandstöðunni aðeins eina stjörnu og segir að málflutningur hennar sé „beinlínis rangur“. Stjórnvöld í Bretlandi reyna nú að koma í veg fyrir að breskir neytendur kaupi köttinn í sekknum. Á sama tíma reyna stjórnvöld á Íslandi að selja almenningi fimm stjörnu dóm um bankasölu sem fór í hund og kött. Bretar vinna að því að laga ágalla í kerfinu, Amazon-svindlurum til armæðu. Íslensk stjórnvöld þylja upp gervidóma í stað þess að draga lærdóma. Hávær krafa er hins vegar komin fram um að Alþingi setji á fót rann- sóknarnefnd um bankasöluna sem nýta megi til að bæta ferlið. Aðeins þeir sem hafa hag af fimm stjörnu fúski setja sig upp á móti slíkri ráðstöfun. n Fimm stjörnu fúsk DRAUGASÖGUR MÁNUDAGA KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 Ætli það hafi ekki verið á upphafs- tíma fyrstu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar fyrir rétt rífum þrjá- tíu árum sem stjórnvöld afréðu upp á eigin spýtur að lækka vexti á ríkisvíxlum sem einhverra hluta vegna skyldi taka gildi á hádegi daginn eftir, en ekki samdægurs og ákvörðunin var tekin. Að morgni dags voru góð ráð dýr. Þeir sem vissu af vaxtalækkuninni í innsta hring stjórn- valda notuðu tímann fram að hádegi til að láta vildarvini sína vita af því sem var í kortunum svo þeir gætu hagnast auðveldlega. Og góðvinavæðingin sannaði auðvitað gildi sitt. Útvalda fólkið fékk sitt, en almenningur sat eftir og hafði ekki hugmynd um dýrmæta vitn- eskju fámennrar klíku með fúlgur nýfengins fjár. Svona gerist þetta á Íslandi. Ekki einu sinni. Og ekki tvisvar. Heldur alltaf. Í aðdraganda efnahagshrunsins fengu útvaldir líka að vita af því með fyrirvara hvað biði þjóðarinnar í október 2008. Forsætis- ráðherra bað guð að blessa þjóðina á mánu- degi, en föstudaginn þar á undan gátu margir efnuðustu Íslendingarnir selt hlutabréf sín í viðskiptabönkunum sem þá voru komnir í þrot. Og svo var einnig um sjóðina mörgu sem valinkunnir gátu komið sér út úr í tíma, þökk sé rétta fólkinu sem hringdi í vin. Hafi menn haldið, að eftir hátimbraða skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir hrunsins, sem birtist í fjölda binda á árunum eftir efnahagsósköpin, hafi allt komist í lag í þessu samfélagi við ysta haf, mega þeir hinir sömu bíta í tunguna á sér. Og það nokkuð hraustlega svo undan svíði. Íslandsbankasalan á dögunum er enn eitt dæmið um góðvinavæðingu þar sem innherja- upplýsingar rata til sinna. Kaupendur voru handvaldir. Klíkan var látin vita. Á stundum er sagt að þessi íslenski plag- siður, að blanda saman pólitík og viðskiptum svo réttu mennirnir hagnist án þess að hafa endilega svo mikið fyrir því, sé kominn til sakir fámennis í landinu. En það er ekki rétt. Það er einföldun. Hér á landi hefur skapast stjórnmálamenning allt frá miðri síðustu öld sem gerir út á heljartök á samfélaginu. Sömu ráðstjórnarflokkarnir hafa meira og minna verið að völdum á þessum tíma sem hafa raðað sínu fólki í embættis- mannastöður svo að tímabundnar valdatökur annarra afla hafi sem minnst áhrif. Þetta er það sem þjóðin lifir við. Og þetta er það sem þjóðin kýs. n Útvaldir Skoðun Fréttablaðið 23. apríl 2022 LAuGARDAGuR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.