Fréttablaðið - 23.04.2022, Síða 43
Grunnskólinn á Ísafirði - Skólastjóri
Ísafjarðarbær auglýsir stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Ísafirði lausa til umsóknar.
Leitað er að öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga til að leiða þróttmikið
skólastarf. Um er að ræða 100% starf frá 1. ágúst 2022.
Ísafjarðarbær er bær í sókn og hefur upp á margt að bjóða. Má þar nefna öfluga
grunnskóla og leikskóla, menntaskóla, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, öflugt
tónlistar- og menningarlíf, eitt besta skíðasvæði landsins og endalausa möguleika á
að njóta einstakrar náttúrfegurðar svæðisins. Í Ísafjarðarbæ öllum búa um 3800 íbúar.
Nánari upplýsingar er að finna á www.isafjordur.is.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
• Að leiða samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild
• Að stýra skólanum og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, starfsmannamálum,
fjárhagsáætlunum og rekstri
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf kennara og kennslureynsla á grunnskólastigi
• Viðbótarmenntun í stjórnun og/eða á sviði uppeldis- og menntunarfræða æskileg
• Lipurð í samstarfi, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í samskiptum
• Frumkvæði, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
• Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri
• Vilji og hugmyndaauðgi til að leita nýrra leiða í skólastarfi
• Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum bæði í mæltu
máli og rituðu
• Reynsla af þátttöku í þróunarstarfi kostur
Í dag eru nemendur Grunnskólans á Ísafirði um 380 og eru einkunnarorð skólans
virðing, samhugur og menntun. Skólinn er byggður sem einsetinn skóli og fer öll
kennsla fram undir sama þaki, utan íþrótta- og sundkennslu. Undanfarin ár hefur
skólinn unnið eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og verið þátttakandi í
vinaliðaverkefninu. Næsti yfirmaður skólastjóra er sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.
Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasam-
bands Íslands. Umsóknafrestur er til og með 5. maí 2022.
Umsókn þarf að fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), afrit af leyfisbréfi til
kennslu og prófskírteinum, ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu. Umsók-
num skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar í netfangið baldurjo@isafjordur.is.
Upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, Hafdís Gunnarsdóttir,
í síma 450-8000 og í gegnum tölvupóst: hafdisgu@isafjordur.is.
Umhverfis- og eignasvið
skipulagsfulltrúi
Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 100% starf skipulagsfulltrúa hjá sveitarfélag-
inu. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Leitað er eftir
öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Skipulagsfulltrúi starfar á umhverfis- og eignas-
viði bæjarins og næsti yfirmaður er sviðsstjóri.
Helstu verkefni:
• Útgáfa framkvæmdaleyfa og eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum.
• Samskipti og miðlun upplýsinga um skipulagsmál til bæjarbúa og annarra viðskip-
tavina sveitarfélagsins og aðila í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
• Undirbúningur funda skipulagsnefndar, útsending fundarboða og fundarritun.
• Skjölun gagna, undirbúningur, upplýsingagjöf, umsjón með vinnu og afhendingu
gagna til skipulagsráðgjafa.
• Grenndarkynningar á skipulagstillögum og byggingarleyfisumsóknum þar sem ekki
er í gildi skipulag.
• Samskipti við skipulagsstofnun og aðrar stofnanir sem koma að skipulagsmálum
m.a. umsagnaraðilar.
• Eftirfylgni með skipulagstillögum frá samþykkt skipulagstillögu til gildistöku skipu-
lags.
• Samskipti við lögfræðinga og upplýsingagjöf vegna umfjöllunar um kærur til úr-
skurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Menntun og hæfni:
• Menntun í samræmi við ákvæði 7. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 þ.e. arkitekt,
byggingarfræðingur, landslagsarkitekt, tæknifræðingur, verkfræðingur eða skipu-
lagsfræðingur
• Þekking og reynsla af skipulagsmálum
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Góð skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
• Góð samskiptahæfni, dugnaður og vinnusemi
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumálakunnátta er kostur
Launakjör eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi
stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og
eignasviðs í gegnum tölvupóst (axelov@isafjordur.is) eða í síma 450-8000.
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2022. Umsóknir, afrit af prófskírteinum, ferilskrá
og kynningarbréf skulu sendar til mannauðsstjóra á netfangið baldurjo@isafjordur.is.
ÍSAFJARÐARBÆR
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um störfin.
Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli
fjölbreytileika samfélagsins. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
-Við þjónum með gleði til gagns-