Fréttablaðið - 23.04.2022, Blaðsíða 45
Reikningsskil
- uppgjör
- endurskoðun
Vegna aukinna umsvifa óskast starfsmaður við reiknings-
skil og gerð skattskila hjá Endurskoðun og ráðgjöf ehf
í Garðabæ
Ábyrgðarsvið:
• Gerð reikningsskila og uppgjöra
• Skattskil lögaðila
• Teymisvinna við endurskoðunarverkefni
Hæfniskröfur:
• Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
• Reynsla af uppgjörsvinnu og gerð skattskila er skilyrði
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
Til greina kemur að ráða nema í endurskoðun sem stefna á löggildingu í faginu.
Áhugasamir sendi starfs- og námsferilsskrá á cpa@cpa.is
fyrir 29. apríl næstkomandi.
Endurskoðun og ráðgjöf ehf starfar á sviði endurskoðunar,
reikningsskila og bókhalds ásamt skattaráðgjafar til fyrir-
tækja og einstaklinga. Við leggjum metnað okkar í að veita
faglega og umfram allt persónulega þjónustu.
Endurskoðun & ráðgjöf Garðatorg 7, 210 Garðabær
Langanesbyggð leitar eftir verkefnisstjóra
Langanesbyggð er öflugt og vaxandi
sveitarfélag með spennandi
framtíðarmöguleika. Sveitarfélögin
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur
sameinast formlega í byrjun júní og ný
sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags
tekur við að loknum kosningum 14.
maí.
Á Þórshöfn búa um 400 manns í
fjölskylduvænu umhverfi. Skólinn var
endurnýjaður árið 2016 og er öll
aðstaða og aðbúnaður er til
fyrirmyndar. Nýr leikskóli var tekinn í
notkun haustið 2019. Gott
íbúðarhúsnæði er til staðar og öll
almenn þjónusta er á Þórshöfn. Á
staðnum er gott íþróttahús og
innisundlaug og stendur
Ungmennafélag Langaness fyrir
öflugu íþróttastarfi.
Í byggðarlaginu er mikið og fjölbreytt
félagslíf. Samgöngur eru góðar, m.a.
flug fimm daga vikunnar til
Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta
nágrenni eru margar helstu
náttúruperlur landsins og ótal
spennandi útivistarmöguleikar, s.s.
fallegar gönguleiðir og stang- og
skotveiði.
Langanesbyggð leitar að fólki á öllum
aldri, af báðum kynjum, með margs
konar menntun og reynslu. Í samræmi
við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar
eru karlar jafnt sem konur hvött til að
sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Verkefnisstjóri atvinnuþróunar í
Langanesbyggð
Langanesbyggð auglýsir eftir verkefnastjóra í tímabundið átaksverkefni
í þróun og uppbyggingu atvinnutækifæra í sveitarfélaginu. Um
hlutastarf er að ræða en starfshlutfall verður ákveðið í samráði við
verkefnastjórann. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi yfir í allt að tvö
ár.
Hæfniskröfur:
o Menntun sem nýtist í verkefninu. Háskólamenntun er kostur.
o Haldbær reynsla af verkefnastjórnun.
o Góð almenn rit- og tölvufærni.
o Þekking, skilningur og reynsla af atvinnu- og byggðamálum.
o Drifkrafur, hugmyndaauðgi og frumkvæði.
o Sjálfstæð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni:
o Greina tækifæri í atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
o Þróa hugmyndir varðandi atvinnutækifæri.
o Vinna að þróun og uppbyggingu atvinnu-, nýsköpunar- og
fjarvinnsluseturs að Fjarðarvegi 5 á Þórshöfn.
o Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum á svæðinu.
o Samstarf og samráð við hagaðila í sveitarfélaginu.
o Reglulegir stöðufundir og miðlun upplýsinga til sveitarstjóra.
o Annað sem fellur að verkefninu.
Um er að ræða samstarfsverkefni Langanesbyggðar, Samtaka
sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Þekkingarnets
Þingeyinga.
Ekki er gerð krafa um búsetu í sveitarfélaginu en viðkomandi þarf að
hafa þar viðveru eins mikið og mögulegt er.
Nánari upplýsingar veitir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar,
jonas@langanesbyggd.is
Umsókn sem inniheldur kynningarbréf og ferilskrá skal senda á sama
netfang merkt „Verkefnastjóri atvinnuþróunar“. Umsóknarfrestur er til
og með 9. maí 2022.
Kennarastöður í Menntaskólanum í Kópavogi frá 1. ágúst 2022
Kennari í efnafræði og raungreinum 100% staða
Kennari í sálfræði 100% staða
Sjá nánar á starfatorg.is
Við finnum rétta starfsmanninn fyrir þig
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
ATVINNUBLAÐIÐ 13LAUGARDAGUR 23. apríl 2022