Fréttablaðið - 23.04.2022, Síða 62

Fréttablaðið - 23.04.2022, Síða 62
Um er að ræða djarfa yfirlýsingu um að þú sért nóg og þú sért heil. Sologamy, sem gæti útlagst á íslensku sem sjálfkvæni, er notað um sjálfsbrúðkaup, táknræna athöfn þar sem brúðurin skuldbindur sig til að viðhalda merkingarbæru, djúpu og ástríku sambandi við sjálfa sig. Ég segi brúðurin, því það eru nánast alfarið konur sem ákveða að giftast sjálfum sér. Um er að ræða djarfa yfirlýsingu um að þú sért nóg og þú sért heil. Það má vera að þú sért tilbúin að deila lífi þínu með annarri manneskju en þú þarft ekki á „betri helmingi“ að halda til að vera hamingjusöm. En þó um sé að ræða skuldbind- ingu við sjálfa sig skal ekki rugla því við skírlífi eða að viðkomandi þurfi að vera einhleypur. Það er ekkert að því að henda í sjálfsbrúðkaup hvort sem þú ert hamingjusamlega ein- hleyp/ur, í leit að maka eða nú þegar í sambandi. En um hvað snýst þetta þá? Er pæl- ingin að halda gott partí og fá svo- litla athygli, jafnvel gjafir? Eða er um að ræða fallega ástarjátningu gagn- vart sjálfum sér? Er ekki sífellt verið að tala um að til þess að elska aðra sé mikilvægt að sannarlega elska sjálfan sig? Í raun er frítt spil þegar kemur að útfærslunni, á meðan ein- hverjir hafa sett upp hringinn einir með sjálfum sér heima við hafa aðrir haldið risaveislur og tekið á móti gjöfum – og svo allt þar á milli. n Sjálfkvæni æ vinsælla Sjálfkvæni er ein leið til að segja umheim- inum að það megi vera að þú sért tilbúin að deila lífi þínu með annarri manneskju en þú þurfir ekki á „betri helmingi“ að halda til að vera hamingju- söm. Frétta- blaðið/Getty Vinsælt í Japan Sjálfkvæni-trendið hefur þróast undanfarna rúma tvo áratugi víða um heim, til að mynda í Japan, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Ítalíu. Heimildarmynda- streymisveitan BBC Select fjallaði um auknar vinsældir sjálfsbrúðkaupa í Japan í nýútkominni heimildarmynd: A Japanese Solo Wedding. Segir í umsögninni að sífellt fleiri ungar japanskar konur velji að fagna æsku sinni og sjálfstæði með því að giftast sjálfum sér á meðan hefðbundnum brúðkaupum fækki í landinu. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Brasilíska undirfatafyrirsætan, Cris Galêra vakti athygli þegar hún, undir lok síðasta árs, gekk að eiga sjálfa sig fyrir framan kaþólska kirkju í stór- borginni São Paulo, í heimalandi sínu. Sjálf sagðist fyrirsætan hafa ákveðið að láta verða af þessu sem ákveðna staðfestingu á sjálfsást. Í samtali við New York Post sagði hún frá því að reynsla hennar af samböndum við karlmenn hefði ýtt undir ákvörðunina enda hefðu þeir oft verið henni ótrúir. Eftir að hún birti myndir af brúðkaupinu á Instagram-reikningi sínum höfðu fjölmargir vonbiðlar samband en Cris afþakkaði bónorðin pent. Hún bætti þó við að ef ný ást birtist myndi hún ekki afneita henni. „Ég myndi þá setja þá manneskju í annað sæti, sjálf verð ég alltaf í fyrsta sæti.“ Einhverjir miðlar birtu reyndar fréttir af því að 90 dögum eftir brúð- kaupið hefði fyrirsætan fundið ástina í öðrum aðila en ef hún hefur staðið við orð sín hefur hún varla sagt skilið við sjálfa sig. Victoria Secret- fyrirsætan Adriana Lima tilkynnti á Insta- gram-reikningi sínum árið 2017 að hún hefði gifst sjálfri sér. Mynd/instaGraM Skuldbundin sjálfri mér Nokkrum árum áður, eða 2017, hafði samlanda hennar, Victoria Secret- fyrirsætan Adriana Lima tilkynnt á Instagram-reikningi sínum að hún hefði gert það sama – gifst sjálfri sér. Adriana birti mynd þar sem forkunnar demantshringur er í for- grunni og við myndina skrifaði fyrir- sætan: „Hvað er með hringinn? Hann er táknrænn, ég er skuldbundin sjálfri mér og minni eigin hamingju – ég er gift sjálfri mér. Stelpur, elskið sjálfar ykkur. Og já, ég er einhleyp.“ n Brasilíska undir- fatafyrirsætan Cris Galêra segir reynslu sína af karlmönnum hafa ýtt undir þá ákvörðun að giftast sjálfri sér. Verð sjálf alltaf í fyrsta sæti 30 Helgin 23. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.