Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2022, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 23.04.2022, Qupperneq 67
Ég held að í grunninn sé það þannig að fjölmiðlar hafa byggt upp orðspor hjá þol- endum sem er ekki byggt trausti. Ólöf Tara FRAMTÍÐIN VAR Í GÆR TÍMI AÐGERÐA ER NÚNA Morgunverðarfundur í Silfurbergi, Hörpu Flestar raunhæfar lausnir á loftslags­ vandanum byggja á nýtingu og miðlun rafmagns. Á vorfundi Landsnets verður mikilvægi flutningskerfisins í orkuskiptum til umfjöllunar. Svo orkuskipti geti átt sér stað er ekki nóg að vinna raforku, heldur verður hún að skila sér með öruggum og hagkvæmum hætti til notenda. Á fundinum verður leitað svara við því hvaða afleiðingar veikt flutningskerfi getur haft og kosti þess að styrkja kerfið. Öflugt flutningskerfi er grundvallarforsenda græns hagkerfis og það er kominn tími til aðgerða. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Opnunarávarp Guðmundur Ingi Ásmundsson Forstjóri Landsnets Framtíðin var í gær Ari Trausti Guðmundsson Jarðeðlisfræðingur Áskoranir í orkumálum Írís Baldursdóttir Ráðgjafi stýrihóps um stefnu- mótun hjá ENTSO-E Á tímum umbreytinga – evrópsk raforkuflutnings­ fyrirtæki í miðjum orkuskiptum Sigrún Jakobsdóttir Stjórnarformaður Landsnets Tími aðgerða er núna  Fimmtudaginn 28. apríl nk. kl. 8.30 – 10.30 Skráning á landsnet.is Verið öll velkomin. Öfgar berjast nú fyrir þolenda- vænni umræðu um ofbeldismál í fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK og á þeirra forsendum. Þess vegna vantar að byggja upp traustið. Það er grundvallaratriði núna fyrir fjöl- miðla. Þannig að þolendur treysti sér til að tala við þá,“ segir Ólöf Tara. Ninna Karla tekur undir það og segir að það geti til dæmis verið ástæðan fyrir því að þolendur hafi í meira mæli leitað í hlaðvörp með sínar sögur. Eitt skref áfram og tvö aftur á bak Spurðar hvort þær sjái samt sem áður breytingar í samfélaginu segir Ninna Karla að oft sé um að ræða eitt skref áfram og svo fylgi tvö aftur á bak. „Það hefur verið þannig lengi og verður líklega þannig áfram.“ „Mér finnst samfélagið bregðast frekar við af kapítalískum ástæðum, ekki siðferðislegum, eins og maður myndi vilja hafa. En það segir okkur samt að það er einhver siðferðis- þröskuldur í samfélaginu sem er að breytast, samhliða því að það hefur fjárhagslegar afleiðingar að bregð- ast ekki við,“ segir Ólöf Tara. Hlaðvarp um réttarkerfið Næst á dagskrá hjá þeim eru hlað- varpsseríur, fræðsluþættir um kyn- bundið of beldi, þar sem hver sería mun leggja áherslu á mismunandi málefni. „Það er handrit og í hverri seríu verða viðmælendur sem tengjast því þema sem er í seríunni,“ segir Ninna Karla og að þema fyrstu seríunnar verði réttarkerfið og staða þolenda innan réttarkerfisins. Þær eru að vinna að því að fjár- magna seríuna og stefna á að fyrsti þátturinn verði tekinn upp í næsta mánuði. „Það verður einn þáttur á viku og fyrsta serían er sjö þættir. Síðasti þátturinn er umræðuþáttur þar sem sérfræðingar koma saman og ræða hana.“ Þær gera ráð fyrir að þættirnir verði í opinni dagskrá en eiga eftir að meta hversu mikil vinnan er og hvert umfangið er. Erfitt en gefandi Þær segja sjálfar að vinnan við það að vera í Öfgum geti verið erfið en furða sig oft á því hversu stutt er í raun frá því að samtökin voru stofn- uð. Það er ekki nema tæpt ár síðan þær stofnuðu samtökin. Síðan þá hafa þær beitt sér í ýmsum málum er snerta of beldi innan, til dæmis, knattspyrnuhreyfingarinnar. „Mér finnst eins og ég hafi verið í Öfgum í svona tíu ár,“ segir Ninna Karla og þær hlæja allar. Er þetta mikil vinna? Andlega líka? „Já, þetta er mjög erfitt andlega. Og auðvitað er þetta skrítin vinna. Við vinnum ekki undir eðlilegum kringumstæðum en á sama tíma er þetta mjög gefandi. Við ætluðum sem dæmi að taka okkur frí í mars, en þá var svakalega mikið að gera,“ segir Ólöf Tara. „Svo er þetta ekkert 8 til 4. Það er enginn fastur vinnutími og við stimplum okkur ekkert út,“ bætir Ninna Karla við. Þórhildur Gyða segir að frá stofn- un hafi þær samt fundið leiðir til að vera skipulagðari og koma því í fast form sem hægt er að hafa í föstu formi. Eins og hvenær þær funda. „Það eru engir fundir um helgar lengur, nema það séu krísufundir. Við erum svo búnar að setja okkur verklagsreglur og reynum að halda þannig utan um þetta.“ Þær segja að mikið af því sem þær gera felist í því að funda, þær saman og svo með öðrum. „Þetta snýr ekki næstum allt að málum sem snerta þolendur. Það eru meira boltar sem þarf að grípa þegar þeir koma. En það sem við gerum dags daglega er að ýta á það sem er að gerast hverju sinni í sam- félagsumræðunni,“ segir Ólöf Tara og að eins reyni þær að setja það sem gerist hverju sinni í stærra samhengi. Hægt er að fylgjast með starfi Öfga á Twitter, Intsagram og Tik- Tok. n Helgin 35LAUGARDAGUR 23. apríl 2022 Fréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.