Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2022, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 28.05.2022, Qupperneq 12
Ég hita upp vistarver- urnar þar sem lúsina er að finna. Hún drepst við 28 gráður. Guðmundur Óli Scheving, meindýraeyðir Á árunum 2000–2020 fram- leiddu Bandaríkjamenn fleiri en 139 milljónir skotvopna og eru Bandaríkin eina þjóðin þar sem byssur í eigu almennra borgara eru fleiri en borgar- arnir sjálfir. 69 þúsund byssur voru skráðar á Íslendinga árið 2019, eða 31 byssa á hverja hundrað íbúa. Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn fimmtudaginn 2. mars 2017 kl. 16.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura Víkingasal. Dagskrá aðalfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál. Að loknum aðalfundarstörfum mun Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH kynna áfangana í Hringbrautarverkefninu og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt hjá hönnunarteyminu Corpus3 segja frá hönnun meðferðarkjarna nýbygginga Landspítala við Hringbraut. Lokaorð flytur Nichole Leigh Mosty alþingismaður og formaður velferðarnefndar Alþingis. Stjórnin. Aðalfundur landsamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn þriðjudaginn 31. maí 2022 kl. 16.00 á Hótel Nordica. Dagskrá 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál. Að loknum aðalfundarstörfum verður stutt málþing. Fyrirlesarar eru: Staðan á Hringbrautarverkefninu og sýnir myndband: Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH ohf. Verkefni framundan hjá Landspítala: Lilja Stefánsdóttir, deildastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Nýtt húsnæði geðþjónustu Landspítala - tækifæri og þjónusta við sjúklinga: Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu Landspítala Stjórn Spítalans okkar A Ð A L F U N D U R Byssuofbeldi jókst í Banda- ríkjunum í heimsfaraldr- inum og eru Bandaríkin eina landið í heiminum þar sem byssur í eigu almennra borgara eru fleiri en borgar- arnir sjálfir. Víða hafa atburð- ir líkt og skotárásin í Texas á þriðjudag orðið til þess að vopnalög eru hert. birnadrofn@frettabladid.is BANDARÍKIN Átján ára piltur skaut nítján nemendur og tvo kennara til bana í barnaskóla í borginni Uvalde í Texas á þriðjudag. Árásin er sú mannskæðasta í Bandaríkj- unum frá árinu 2012 þegar Adam Lanza skaut 26 manns til bana í Sandy Hook-skólanum í Connecti- cut. Byssuof beldi í Bandaríkjunum jókst í heimsfaraldrinum og sam- k væmt Heilsuver ndarstof nun Bandaríkjanna (Center for Disease Control and Prevention) voru dauðsföll af völdum skotvopna fimmtán prósentum f leiri árið 2020 en árið á undan. Aldrei hafa fleiri látist vegna áverka af völdum skotvopna en árið 2020 þegar 45.222 Bandaríkjamenn létust af þeim völdum. Meðal látinna voru 4.368 ungmenni, það eru að meðaltali tólf börn og unglingar á hverjum degi. Á árunum 2000–2020 framleiddu Bandaríkjamenn fleiri en 139 millj- ónir skotvopna og eru Bandaríkin eina þjóðin þar sem byssur í eigu almennra borgara eru f leiri en borgararnir sjálfir. Í landinu er skráð hæsta hlutfall byssueignar á almenna borgara í heiminum, 120,5 byssur á hverja hundrað íbúa. Árið 1996 létust sextán börn og kennara þeirra í skotárás í skóla í Dunblane í Skotlandi. Ríkisstjórnin bannaði í kjölfarið allar skamm- byssur í einkaeigu á innan við ári og er nú vopnalöggjöf í Bretlandi með þeim strangari í heiminum. Í f leiri löndum heimsins hafa skotárásir haft í för með sér breyt- ingar á vopnalöggjöf. Eftir skotárás í Porth Arthur í Ástralíu árið 1996 þar sem maður myrti 35 manns og slasaði enn f leiri var sett á bann við eign hraðskotabyssa og hagla- byssa. Þá voru einnig gerð upptæk hundruð þúsunda öf lugra vopna í aðgerðum lögreglu. Á næstu tíu árum fækkaði andlátum tengdum byssum í Ástralíu um meira en 50 prósent og hafa breytingarnar oft verið nefndar sem möguleg fyrir- mynd að herðingu skotvopnalaga í Bandaríkjunum. Árið 2021 voru nærri fjögur þús- und skammbyssur skráðar í einka- eigu á Íslandi. Alls áttu Íslendingar 70 þúsund lögleg skotvopn á síð- asta ári og voru haglabyssur lang- vinsælastar. Sumarið 2019 voru 69 þúsund byssur skráðar á Íslendinga svo skráðum byssum fjölgaði um þús- und á tveimur árum. Samkvæmt úttekt frá árinu 2018 á fjölda skot- vopna í umferð í heiminum sem unnin var af Small Arms Survey var Ísland í tíunda sæti yfir fjölda skotvopna í eigu almennings. Í Tólf börn látist dag hvern vegna skotvopna Átján ára maður réðst inn í barnaskóla í Texas á þriðjudaginn og myrti nítján nemendur og tvo kennara með skotvopni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ser@frettabladid.is LÍFRÍKI Veggjalúsum fjölgar ört á Íslandi eftir að hafa fækkað verulega á farsóttartímum. Aukin tímgun þeirra er einkum rakin til æ f leiri erlendra ferðamanna. „Það er klárt mál að þeim hefur fjölgað snarlega,“ segir Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir sem fær núna beiðnir um það vikulega – og stundum oftar – að eyða óværunni sem er blóðsuga og leggst á fólk með óþægilegum afleiðingum. Veggjalúsin er vanalega um þrír millimetrar en stækkar að miklum mun – og helmingar sig hæglega – þegar hún sýgur blóð úr mönnum. „En hún fer í manngreinarálit,“ segir Guðmundur Óli og meinar að lúsin sækist í ákveðna blóðflokka, öðrum fremur, án þess að fyrir liggi rannsóknir á því hvaða samsetning á blóði er lúsinni lystugust. Veggjalús var að sögn Guð- mundar landlæg á árum áður þegar húsakynni íslenskrar alþýðu voru bágbornari í samanburði við seinni tíma, en með bættum húsakosti á seinni hluta síðustu aldar átti hún orðið æ erfiðara uppdráttar. „En nú berst hún hingað til lands með ferðamanninum og við verðum víst bara að taka því,“ segir Guð- mundur Óli og nefnir helstu varnir. „Ég hita upp vistarverurnar þar sem lúsina er að finna. Hún drepst við 28 gráður, en eggin eru meira vandamál, því það þarf að hita her- bergin upp í 50 gráður til að fyrir- koma þeim,“ segir Guðmundur Óli. n Mikil fjölgun veggjalúsa hér á landi Guðmundur Óli Scheving segir veggjalýs snúnar aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Veggjalús velur fórnarlömb eftir blóðflokkum. Heimild: Johns Hopkins, handvopnakönnun, dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Byssueign almennra borgara © GRAPHIC NEWS Kanada Kýpur Líbanon Austurríki Noregur Nýja-Sjáland Svíþjóð Portúgal Frakkland Þýskaland Ástralía Litháen Belgía Tékkland Rússland Norður-Írland Kólumbía Danmörk Suður-Afríka Búlgaría Írland Ísrael Indland Bretland Japan Bandaríkin 6 5 4 3 2 1 0 Vopnaframleiðsla innanlands (milljónir, fyrir utan skammbyssur og haglabyssur) Skammbyssur RiŸar 1,599,890 5,509,151 2,760,263 1,005,198 Byssueign almennra borgara (Skotvopn á hverja 100 íbúa e¤ir völdum löndum) 2000 2005 2010 2015 2020 12.7 120.5 12.5 12.3 11.0 10.1 9.9 9.7 8.4 7.2 6.7 5.3 2.7 0.3 19.6 21.3 23.1 26.3 28.8 30.0 31.9 34.0 34.7 19.6 16.7 14.5 13.6 Að meðaltali létust 124 Bandaríkjamenn af völdum byssuo¦eldis á hverjum degi árið 2020 – það er ¨mmtán prósenta aukning miðað við árið 2019 – og mesta byssuo¦eldi sem nokkurn tímann hefur mælst samkvæmt miðstöð John Hopkins um lausnir við byssuo¦eldi. 2020: Byssuo¦eldi í Bandaríkjunum jókst í Covid-19 faraldrinum. 45.222 Bandaríkjamenn – þar af 4.368 ungmenni- létust af völdum áverka af skotvopnum. Sameinuðu arabísku furstad. úttektinni kemur fram að á Íslandi sé 31 byssa á hverja 100 íbúa. Til þess að eignast byssu löglega á Íslandi þarf einstaklingur að fá skotvopnaleyfi. Til að fá slíkt leyfi þarf einstaklingurinn að sækja skotvopnanámskeið og vilji ein- staklingurinn nýta byssuna til veiði þarf hann einnig að sækja veiðikortanámskeið. Sótt er um leyfi fyrir skotvopninu hjá Leyfa- deild lögreglunnar. n 12 Fréttir 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.