Fréttablaðið - 28.05.2022, Page 24

Fréttablaðið - 28.05.2022, Page 24
Olena Jadallah flúði stríðið í Úkraínu í febrúar og kom til Íslands. Hún bíður þess að hún og fjölskylda hennar fái alþjóðlega vernd en maður hennar er frá Palestínu. Olena var varaborgarstjóri í Írpín og hefur ýmislegt að segja um aðbúnað og móttöku flótta- fólks á Íslandi. Olena Jadallah kom til Íslands stuttu eftir að innrás Rússa hófst í febrúar. Hún kom hingað með tveimur börnum sínum, Damir sem er eins og hálfs árs, Kyrilo sem er 11 ára og palestínskum eiginmanni sínum, John M. F. S. Jadallah, en palestínska ríkisfangið hans er einmitt ástæða þess að hann fékk að fylgja með, en þurfti ekki að vera eftir til að berjast. Olena er doktor í hagfræði og starfar sem dósent í hagstefnu og gerir það enn í fjarkennslu. Hún var varaborgarstjóri í heimaborg sinni Írpín árið 2019 en fór í leyfi þegar hún tók fæðingarorlof eftir fæðingu seinna barns þeirra hjóna árið 2020. Hún ætlaði sér alltaf að snúa aftur til starfsins en svo braust út stríð og allt í einu er hún á flótta. „Við sóttum um alþjóðlega vernd þegar við komum til Íslands. Það var ekki enn búið að ákveða að inn- leiða tímabundna vernd samkvæmt 44. grein útlendingalaga og því sóttum við um alþjóðlega vernd. En okkur var synjað um hana,“ segir Olena og bætir við að vegna ólíks ríkisfangs hennar og manns- ins hennar hafi þau viljað sækja um á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Hún segir að þau hafi dvalið í Reykjavík í tvo mánuði en svo hafi þau verið send á Ásbrú án þess að fá nokkurn fund með fulltrúa, en hún er mjög ákveðin í því að hún hefði viljað fá að útskýra stöðu þeirra áður en þau voru f lutt, gegn vilja sínum, á Ásbrú. „Vandamálið er að við Ásbrú eru svo margar herflugvélar og flugvél- ar frá f lugvellinum. Við flúðum frá nokkrum hættulegustu stöðunum í kringum Kænugarð, Írpín og Bútsja, þar sem átökin voru hörð,“ útskýrir Olena og segir að vegna þess hve vel gekk að halda rússnesku hermönn- unum frá borginni hafi loftárásir Rússa verið mjög tíðar og miklar áður en þau náðu að flýja. „Ég fæ enn kvíðaköst og er hrædd þegar ég heyri í f lugvélum. Ásbrú er nálægt f lugvellinum og herflug- velli og á hverjum degi eru kannski fimm eða f leiri f lugvélar að f ljúga yfir og svo á nóttunni líka. Ég kíki út um gluggann og þarf að minna mig og krakkana mína á það hvar við erum. Að við erum ekki enn í Úkraínu. Því ég er enn svo kvíðin yfir þessum hljóðum og krakkarnir mínir líka.“ Slæmar móttökur og aðbúnaður Olena segir að utan þess þá séu aðstæður á Ásbrú ágætar en hefur þó athugasemdir við bæði móttök- urnar og aðbúnaðinn þar fyrir fólk sem er að dvelja þar til lengri tíma. „Ásbrú er kannski ágætis staður þegar fólk er að koma í fyrstu. Þar er rólegt og fólk getur jafnað sig en það ætti ekki að vera þarna lengur en í tvær vikur. Fólk þarf eitthvað að gera eða fara. Það eru ekki leik- vellir þarna fyrir börn. Þegar við komum var ekkert fyrir börnin að gera. Engin hjól, engin fótbolta- mörk,“ segir hún, en bætir við að sjálf boðaliðar hafi fundið út úr því og nú eigi börnin hennar hjól og alls konar dót til að leika með. Hún hefur einnig nokkuð að segja um „byrjunarpakkann“ sem flóttafólk fær við komuna á Ásbrú. „Þegar við komum fengum við bara sæng og kodda en engin rúmföt, og ekki enn. Við fengum handklæði en við fengum engin eldhúsáhöld. Við fengum eitt glas til að deila. Það er sameiginlegt eld- hús en við fengum enga potta eða Neydd út af Hótel Sögu og á Ásbrú Olena Jadallah flúði til Íslands og býr nú með fjölskyldu sinni á Ásbrú. Hún vonast til þess að geta flutt sem fyrst til Reykjavíkur þar sem aðgengi að þjónustu er betra og auð- veldara. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Lovísa Arnardóttir lovisa @frettabladid.is pönnur til að elda með fyrir börnin og það eru engin áhöld á staðnum,“ segir Olena og að hún hafi leitað til hjálparsamtaka sem hafi á end- anum keypt fyrir þau eldhúsáhöld og rúmföt. Um 40 mínútna ganga í búð „Og aðrar nauðsynjar eins og bleyj- ur,“ segir hún, en næsta matvöru- verslun er í um þriggja kílómetra fjarlægð sem er um hálftíma ganga, í það minnsta. „Ef þú ert með lítil börn og þarft svo að bera pokana, þá er þetta eiginlega ómögulegt,“ segir hún og að strætó sem eigi að ganga á milli geri það ekki nægilega reglulega og að flestir, sem geti, gangi í búðina og til baka með pokana. Auk þessa fannst Olenu óþægi- legt að á sömu hæð og þau voru einstæðir menn sem reyktu mikið og voru vakandi á nóttunni. „Krakkarnir voru stressaðir og ég talaði við öryggiseftirlitið sem reyndi að tala við Útlendinga- stofnun,“ segir Olena, en viðbrögðin frá þeim hafi ekki verið góð og að það hafi tekið nokkurn tíma að fá mennina flutta á aðra hæð. Einangruð frá öðrum „Okkur líður stundum eins og full- trúar Útlendingastofnunar hati fólk, og sérstaklega flóttafólk, og sérstak- lega þau sem koma frá Úkraínu. Meirihlutinn er konur með börn og við erum auðvitað margar í áfalli og upplifum mikla streitu. Þegar ég kom þá grét ég stanslaust. Ég gat ekki borðað eða sofið og tók stans- laust pillur við miklum kvíða og bað um aðstoð. En ég vildi ekki tala við einhvern sem hataði okkur og var ekki vingjarnlegur,“ segir Olena og að henni hafi þótt vanta í viðmót fulltrúa stofnunarinnar meira hlut- leysi sem starfsmenn ríkisins ættu að tileinka sér. „Svo er það þannig að á Ásbrú erum við mjög einangruð. Í Reykja- vík er miðstöðin í Guðrúnartúni og við getum hitt fólk og deilt til- finningum okkar. Grátið og borðað saman. Á Ásbrú er enginn til að tala við okkur eða styðja við okkur. Meirihlutinn sem þar býr er því einangraður og ég tel það ekki gott fyrir flóttafólk sem er að flýja stríð.“ Fengu 20 mínútur til að fara Það er eitt atvik, eftir komuna til Íslands, sem situr mjög í Olenu. „Við vorum í fyrstu á Hótel Sögu en svo einn morguninn þá er bank- að á hurðina og okkur sagt að við eigum að fara á Ásbrú,“ segir Olena og að á þessum tímapunkti hafi maðurinn hennar ekki verið í her- berginu og börnin bæði sofandi. „Við sögðum þeim að við vildum ekki yfirgefa hótelið. Við vildum fá að fara daginn eftir,“ segir hún og að viðbrögð starfsfólksins hafi þá verið að kalla til lögreglu sem kom og flutti þau nauðug úr herberginu. „Ég var í áfalli. Ég var með svo mikinn farangur sem ég átti eftir að pakka og svo börnin. Þau vöknuðu auðvitað við þetta,“ segir Olena og að hún skilji ekki af hverju það var ekki hægt að hringja í þau og til- kynna þeim með meiri fyrirvara um brottförina en Útlendingastofnun afhendir öllum sem til þeirra koma SIM-kort þannig það ætti að vera auðvelt að ná í þau. „Við hefðum getað verið tilbúin. Við vorum mjög hissa á þessum viðbrögðum og viðhorfum starfs- fólksins.“ Mótmælir stríðinu á Íslandi Olena hefur frá komunni til lands- ins leitað leiða til að hjálpa landi sínu, löndum og að leiðum til að vekja athygli á því ástandi sem er í heimalandi hennar. Hún hefur tekið þátt í mótmælum og var meðal þátt- takenda í mótmælum kvenna þann 9. maí við rússneska sendiráðið þar sem nauðgunum og kynbundnu of beldi rússneskra hermanna var sérstaklega mótmælt. „Eftir mótmælin heyrðum við og lásum mjög mikið af athugasemdum og fengum mikið af skilaboðum um að við værum geðveikar, og hvernig við gætum gert þetta,“ segir Olena og að skilaboðin hafi bæði verið á íslensku og rússnesku en það var ekki í fyrsta og eina skiptið sem hún og samlandar hennar hafa orðið fyrir áreiti frá Rússum á mótmælum.  Olena með John eiginmanni sínum og eldri syni þeirra, Kyrilo MYND/AÐSEND Núna snúast draumar mínir um að við séum öll saman. Að við fáum að búa við öryggi, saman. 24 Helgin 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.