Fréttablaðið - 28.05.2022, Side 26

Fréttablaðið - 28.05.2022, Side 26
 „En það er auðvitað aðeins ein sjónvarpsstöð í Rússlandi. Þetta er upplýsingastríð, fyrst og fremst,“ segir hún um viðhorf margra Rússa til Úkraínumanna, en tekur þó á sama tíma fram að á Íslandi hafi hún líka hitt rússneska ríkisborgara sem hafi stutt hana og aðra Úkra- ínumenn. Reynsla af málefnum flóttafólks Olena hefur sjálf víðtæka reynslu af móttöku f lóttamanna en eins og kom fram þá starfaði hún sem aðstoðarborgarstjóri fyrir fæðingar- orlof í borginni Írpín. Íbúar borgar- innar eru um 63 þúsund en borgin er staðsett í útjaðri Kænugarðs. Olena lýsir borginni sem fallegri, grænni og fjölskylduvænni borg. „Það eru margir f lóttamenn frá austurhluta Úkraínu og fjölskyldu- fólk. Sem varaborgarstjóri bar ég ábyrgð á jafnréttismálum, mál- efnum tengdum flóttamönnum og heilbrigðismálum. En ég fór í fæð- ingarorlof og svo byrjaði stríðið.“ Svo þú hefur beina reynslu af því að taka á móti f lóttafólki? „Ég veit að það vantar stuðning, hjálp og félagsleg verkefni. Sérstak- lega ungar konur með börn. Þær þurfa oft að vera heima með börnin en það er mikilvægt að styðja vel við þær þannig að þær verði sjálfstæðar líka,“ segir Olena. Grætur á nóttunni „72 prósent borgarinnar hafa verið eyðilögð. Aðalbygging háskólans var sprengd í loft upp og brennd til grunna þannig að það er engin leið að vita hvenær það er hægt að fara þangað aftur,“ segir hún. „Vegir, skólar, spítalar, fæðingar- deildir og háskólabyggingar. Allt eyðilagt.“ Hvernig líður þér að sjá það? „Ég hef grátið mikið. Ég get ekki leyft mér að gráta með börnin mín hjá mér. En á nóttunni þá get ég leyft mér að finna fyrir öllum til- finningunum mínum og að gráta,“ segir Olena og að til að bregðast við þessu þá reyni hún að hjálpa öðrum. „Ég tala við hjálparsamtök og sjálfboðaliða og fulltrúa kirkjunnar. Ég tala við konurnar og reyni svo að hjálpa þeim að finna það sem þær vantar, sama hvort það eru skór eða föt eða hvort það er að hjálpa þeim eitthvað því ég tala ensku en ekki þær.“ Auk þess að starfa sem aðstoðar- borgarstjóri hefur Olena ríka reynslu af því að starfa í þágu mann- úðarmála og hefur verið fulltrúi Úkraínu á fundum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York þar sem hún beitti sér fyrir réttindum kvenna. Hvað heldurðu að sé hægt að gera betur hér? „Það vantar f leiri samfélagsleg verkefni fyrir konur. Úkraínskar konur hafa komið hérna saman og eldað og prjónað saman. Það eru daggæslur þar sem er hægt að skilja börnin eftir en okkur vantar félags- legan stuðning. Við viljum ekki vera einangruð.“ Foreldrar hennar á Bifröst Foreldrar Olenu komu til Íslands um þremur vikum á eftir þeim en hafa nú farið aftur til Úkraínu því til stóð að senda þau á Bifröst en ekki með Olenu og fjölskyldunni á Ásbrú. Ástæða þess er að foreldrar hennar féllu undir vernd samkvæmt 44. grein útlendingalaga en Olena og fjölskylda ekki. „Þau vildu ekki yfirgefa heimilið sitt. Þau eru komin á eftirlaun og fyrir marga á þeim aldri er erfitt að fara,“ segir Olena. Það endaði þó með því að rússneskir hermenn ruddust inn á heimilið þeirra en fundu þau ekki. „Þau voru sem betur fer í kjallar- anum. En þau heyrðu svo af því að hermennirnir sögðu við nágranna okkar að þau hefðu eina klukku- stund til að fara og eftir það kæmu þeir aftur og myndu myrða alla.“ Eftir það ákváðu foreldrar hennar að f lýja en vegna þess hve miklu áfalli þau voru í tóku þau aðeins vegabréfin sín og fylltu tvo bak- poka. „Þau fóru gangandi og náðu síð- ustu rútunni til lestarstöðvarinnar í Kænugarði. Við keyptum svo miða fyrir þau frá Varsjá og til Póllands,“ segir Olena. 150 kílómetrar á milli Foreldrar hennar voru á landinu í um mánuð en þegar þeim var til- kynnt að þau ættu að fara á Bifröst og Olena á Ásbrú þá ákváðu þau að fara aftur heim. „Það eru um 150 kílómetrar á milli. Við vildum vera öll saman. Þau tala enga ensku og eru ekki við góða heilsu. Faðir minn vildi varla yfirgefa herbergið sitt, vildi ekk- ert skoða borgina eða gera neitt. Svo langaði hann líka að fara aftur heim því hann hafði áhyggjur af húsinu þeirra. Þau keyptu sér miða og fóru aftur heim en vilja koma aftur seinna. Samkvæmt ákvæð- inu mega þau fara til Úkraínu og koma aftur, þannig að ef ástandið versnar á ný þá ætla þau að koma aftur. Það er ekki enn öruggt að vera þar en húsið er fínt og þau langaði að sækja f leiri skjöl og aðrar eigur sínar,“ segir hún og að móðir hennar hafi einnig þurft að fara á fund en hún var svæðisstjóri sama stjórn- málaflokks og Selenskíj tilheyrir á Bútsja-svæðinu. Olena segir að eftir að stríðið braust út hafi margt breyst og þar á meðal hún og hennar framtíðar- draumar. „Núna snúast draumar mínir um að við séum öll saman. Að við fáum að búa við öryggi, saman. Okkur langar að leigja okkur húsnæði þar sem við getum verið öll, í einhverja mánuði, þar til það er öruggt að fara aftur.“ Heldurðu að það gerist á næsta ári? „Ég er að vona að ég geti það í september svo sonur minn komist aftur í skólann. Hann komst inn í enskuprógramm á vegum Cam- bridge en ég efast um að stríðinu verði lokið þá. Kannski eftir eitt ár. En við viljum fara aftur heim, auðvitað. Við erum að bíða eftir kennitölu og þegar það kemur þá getum við fundið okkur íbúð, og kannski vinnu,“ segir Olena og að hún sé mjög spennt fyrir því að öll fjölskyldan geti lært íslensku. Langar að læra íslensku „Við höfum reynt að kenna börn- unum arabísku og ensku, úkraínsku og rússnesku og svo þurfum við að bæta við íslensku núna,“ segir Olena og bætir því svo létt við að eldri sonur hennar hafi einnig lært þýsku. „Og nú þurfum við að læra íslensku. Við erum að reyna en það er erfitt að kenna sér sjálfur.“ Olena segir að þeim hafi að mestu þótt auðvelt að koma til Íslands en segir að það muni taka þau dálítinn tíma að venjast veðráttunni. „Í Úkraínu er sólríkt og blómin að springa út. Það er örugglega um 25 stiga hiti og grasið grænt,“ segir hún með augljósum söknuði og nefnir svo að þeim þyki vindurinn á Íslandi erfiðastur. Olena hefur víðtæka alþjóðlega menntun og reynslu. Hún talar fal- lega um Evrópu og um kosti þess að kynnast menningu annarra þjóða. „En það er gott að kynna sér menningu annarra þjóða og það verður gott fyrir börnin að læra íslensku og að kynnast nýju fólki. Kannski í framtíðinni munu þeir búa til eitthvað samverkefni fyrir Úkraínu og Ísland. Svo þegar Úkra- ína heldur Eurovision á næsta ári vona ég að allir íslensku vinir mínir komi og við getum boðið þeim sömu gestrisni og þau hafa boðið okkur hér.“ Heldurðu að það verði hægt að halda hana í Maríupól, eins og Sel- enskíj lagði til? „Ég veit það ekki. Ef það er búið að eyðileggja 72 prósent af Írpín þá er búið að eyðileggja hundrað pró- sent Maríupól, eða 99 prósent. Það er hræðilegt ástand þar. En hver veit. Selenskíj og teymið hans eru mjög ungir og virkir og geta gert allt sem þeir ætla sér,“ segir hún vongóð og örlítið jákvæð að lokum. ■ Þau fengu sæng og kodda en engin rúmföt. MYND/AÐSEND Um þrír kíló- metrar eru í næstu verslun og lítið til af eldhúsáhöldum til að elda með. MYND/AÐSEND Þegar ég kom þá grét ég stanslaust. Ég gat ekki borðað eða sofið og tók stanslaust pillur við miklum kvíða og bað um aðstoð. En ég vildi ekki tala við einhvern sem hataði okkur og var ekki vingjarn- legur, segir Olena. MYND/AÐSEND Olena með yngri syni sínum , Damir. Hún segir að- stæður á Ásbrú erfiðar börnum og nefnir sem dæmi að lítil sem engin aðstaða er fyrir leik og tak- markað aðgengi að leikvöllum á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ég get ekki leyft mér að gráta með börnin mín hjá mér. En á nóttunni þá get ég leyft mér að finna fyrir öllum tilfinn ingunum mínum og að gráta. 26 Helgin 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.