Fréttablaðið - 28.05.2022, Side 35

Fréttablaðið - 28.05.2022, Side 35
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna- dóttir (audur@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is). Landskerfi bókasafna er hlutafélag í eigu ríkis og sveitarfélaga. Tilgangur þess er að reka upplýsinga- og skráningarkerfi fyrir bókasöfn og eftir atvikum önnur söfn á Íslandi og veita þeim tengda sérfræðiþjónustu. Nánari upplýsingar má finna á www.landskerfi.is. Landskerfi bókasafna leitar að öflugum og metnaðarfullum starfsmanni til að sinna rekstri og notandaþjónustu við menningarsögulega gagnasafnið Sarp og sarpur.is. Framundan er útboð vegna vals á arftaka núverandi Sarps og mun viðkomandi koma að þeim verkefnum s.s. kerfisvali, gagnaflutningi, innleiðingu og gerð kennsluefnis. Það er mikill kostur ef umsækjandi hefur þekkingu eða reynslu af safnastarfi og skráningarmálum safna. Helstu verkefni: • Dagleg umsjón og rekstur Sarps og sarpur.is • Kennsla og notandaþjónusta við söfn. • Leiðsögn vegna notkunar kerfa. • Samskipti við þjónustuaðila vegna viðhalds og viðbóta við kerfi. • Samvinna við söfn og tengda aðila. • Aðstoð við innleiðingu nýs kerfis. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Menntun eða reynsla tengd skráningarkerfum og upplýsingatækni. • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, nákvæmni og öguð vinnubrögð. • Færni til að vinna í hópi, þjónustulund og samskiptahæfni. • Góð kunnátta í íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð almenn tölvukunnátta. Umsóknarfrestur er til og með 13. júní nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Sérfræðingur Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is). Þjóðskjalasafn Íslands er opinbert skjalasafn, sem setur reglur og veitir leiðbeiningar um skjalastjórn og skjalavörslu, um frágang og afhendingu skjala- og gagnasafna auk þess að tryggja örugga varðveislu og förgun skjala jafnt rafrænt sem og á pappír. Þjóðskjalasafn er stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og er hlutverk þess að tryggja gott aðgengi að gögnum safnsins, rannsaka og miðla þeim til almennings. Vilt þú taka þátt í stafrænni umbreytingu Þjóðskjalasafn Íslands? Laust er til umsóknar starf stjórnanda rafrænna gagnaskila og eftirlits. Um er að ræða nýtt starf í nýju skipuriti Þjóðskjalasafns og er leitað að kraftmiklum og framsæknum einstaklingi, með farsæla reynslu af stafrænum umbótaferlum og verkefnastjórn, til að stýra vegferð stafrænnar þróunar og upplýsingatækni stofnunarinnar. Helstu verkefni og ábyrgð: Lykilverkefni stjórnanda hinnar nýju einingar er að leita snjallra lausna og leiða stafræna umbreytingu safnsins, þ.m.t. viðtöku, varðveislu og miðlun rafrænna gagna. Rekstur, viðhald og þróun á rafrænum gagnasöfnum Þjóðskjalasafns er annað lykilverkefni einingarinnar sem og ábyrgð á kerfisstjórn og daglegum rekstri upplýsingatæknikerfa og ábyrgð á upplýsingaöryggi, þ.m.t. mótun viðbragðs- og öryggisáætlana. Þá heyrir ráðgjöf og eftirlit með afhendingarskyldum aðilum, reglusetning og fræðsla til opinberra aðila undir eininguna. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur. • Farsæl reynsla af stefnumótun og innleiðingu stefnu. • Reynsla af breytinga- og verkefnastjórnun. • Reynsla af því að leiða stafræn umbótaferli. • Áhugi á nýsköpun í stafrænni þjónustu við borgarana og stjórnsýsluna. • Þekking á skjalfræði, upplýsingafræði eða skjalasöfnum er kostur. • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti. Þekking á Norðurlandamáli er kostur. • Færni í mannlegum samskiptum, teymisvinnu og geta til að byggja sterka liðsheild. • Framsækni og framkvæmdagleði. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningar- bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Vottorð um menntun fylgi umsókn. Stjórnandi gagnaskila og eftirlits

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.