Fréttablaðið - 28.05.2022, Side 57

Fréttablaðið - 28.05.2022, Side 57
Dáleiðsluskóli Íslands heldur tveggja daga námskeið 18.–19. júní þar sem þátttak- endur læra að taka stjórnina á eigin huga og draumum. Kennari námskeiðsins er Michał Cieślakowski sem er afar reyndur dáleiðandi. Taktu stjórnina á eigin huga og draumum á tveggja daga nám- skeiði Dáleiðsluskóla Íslands 18.-19. júní með þéttri æfinga- dagskrá og öflugum tækni- legum aðferðum, til þess að taka stjórnina á eigin huga og eigin draumum. Kennari námskeiðsins er Michał Cieślakowski sem er afar reyndur dáleiðandi þrátt fyrir ungan aldur, enda segir hann að dáleiðsla sé allt í senn ástríða hans, áhugamál, atvinna og lífið sjálft. Óhætt er að segja að hann kenni af lífi og sál, en námskeiðið er kennt á ensku þar sem hver mínúta er nýtt að fullu. Námskeiðið er bæði fyrir dáleiðendur sem vilja ná lengra og fyrir allan almenning, þá sem vilja ná stjórn á lífi sínu í vöku og draumi. Námskeiðsdagar eru 18. og 19. júní. Kennt er frá kl. 9 til 18 báða dagana. Staðsetning: Hótel Sjómanna­ heimilið Örkin, Brautarholti 29, 105 Reykjavík. Námskeiðsgjald: 69.000 kr. Nemendafjöldi: 24 til 36. Bókaðu núna á daleidsla.is/ bokun þar sem má finna nánari upplýsingar. Michał Cieślakowski kennir námskeiðið á ensku. Sjálfsdáleiðsla og skýrdreymi (Lucid Dreaming) Námskeiðið er haldið í Sjómannaheimilinu – Hótel Örkinni í Reykjavík. Michał Cieślakowski kennir sjálfsdáleiðslu og skýrdreymi í heimalandi sínu Póllandi, víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Á myndinni er hann að kenna í Brasilíu. Sjálfsdáleiðsla Nánar um námskeiðið Með þróuðum aðferðum í sjálfs­ dáleiðslu öðlast þú máttinn til að: n Eyða streitu á nokkrum sekúndum n Yfirstíga frestunaráráttuna n Venja þig af óheilbrigðum hegðun­ armynstrum og temja þér í staðinn frábæra siði n Temja þér jákvæðar tilfinningar og jákvætt hugarástand í hvaða aðstæðum sem er (sem skilar sér í aukinni skilvirkni á viðskipta­ fundum, í próftöku, við að halda fyrirlestra o.s.frv.) n Vera í samskiptum við undirvitund­ ina og taka betri ákvarðanir í lífinu Allt þetta muntu geta gert auðveld­ lega, hratt og af skilvirkni. Helstu tækniatriði sem verða kennd: n Virk sjálfsdáleiðsla n Öflug tilfinningaleg þjálfun n Tilfinningaleg sjálfsdáleiðsla fyrir neyðartilfelli n Sjálfsdáleiðsla með festum (an­ chored) n Mjög hröð slökun n Meðvituð og ómeðvituð tjáningarkerfi n Reiknirit breytinga (eigin þátta­ meðferð) n Endurlit (regression) n Sjálfvirk sjálfsdáleiðsla n Dave Elmans innleiðing í sjálfs­ dáleiðslu n Kerfi vana og viðhorfa Skýrdreymi Nánar um námskeiðið Ímyndaðu þér innri veröld sem þú getur upp­ lifað með öllum skilningarvitum. Veröld þar sem þú getur ferðast meðvitað um og gert hvað sem þig lystir, laus undan öllum höftum. Rétt eins og Neo í The Matrix! Þú getur flogið, sungið eins og engill, kafað niður á hafsbotn, svifið á milli stjarnanna, verið ósýnilegur … Þér halda engin bönd nema ímyndunaraflið sjálft! Margir líta á skýrdreymi sem hugarspil og leik, en fyrir Michał er það svo miklu meira. Möguleikarnir eru óendanlegir. Eftir að hafa unnið markvisst á þessu sviði hefur Michał stækkað meðvitund sína og aukið þekkingu sína á veruleikanum. Veruleiki okkar er alls ekki svo ólíkur draumum okkar. Margir fljóta sofandi að feigðarósi. Þeir eru sofandi í lifanda lífi og þá dreymir annarra manna drauma. Nú er tími til kominn að vakna. Vaknaðu og sjáðu veröldina í nýju ljósi. Eins og þú hefur aldrei séð hana áður. Vertu vakandi í draumum þínum. Vertu vakandi í lífinu! Skýrdreymi má einnig skoða í hagnýtara ljósi. Við verjum um þriðjungi af lífi okkar sofandi. Fyrir meðalmanneskju telur það um 25­30 ár af svefni. Hingað til hefur þú einungis notað svefn sem endurnýjunarleið fyrir líkama og huga. Eftir námskeiðið muntu geta notað svefn sem leið til sjálfsþróunar og sjálfsmeðferðar og upplifað ótrúlega hluti. Þú munt jafnvel geta notað svefn til sköp­ unar og til að leysa vandamál. Dagskrá: n Samþætting dáleiðslu og skýrdreymitækni n Leiðir til fullkominnar draumaupprifjunar (mundu alla drauma að morgni) n Skýrdreymi af hvatvísi (að vakna í draumnum) n Bein leið inn í skýrdreymi (WILD-aðferðin) Kennari námskeiðsins er Michał Cieślakowski sem er afar reyndur dáleiðandi þrátt fyrir ungan aldur. ALLT kynningarblað 5LAUGARDAGUR 28. maí 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.