Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2022, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 28.05.2022, Qupperneq 62
Það er í raun ótrúlegt að hugsa um það hvern- ig sumum finnst sjálfsagt að prófa að kaupa vændi eins og verið sé að prófa tívolítæki eða nýjan bíl. Eftir að ég náði að losa mig úr vændinu tók það mig mörg ár að þora að opna á þetta risastóra leyndar- mál mitt. Ég þorði fyrst að opna á þetta hjá Drekaslóð og síðar Stígamótum en hef á síðari árum smám saman treyst f leirum fyrir þessari lífsreynslu,“ segir hún í upp- hafi samtals okkar. „Ég vanda hins vegar mjög vel hverjum ég segi frá vegna þess að ég sé og heyri allt í kringum mig hvern- ig talað er um fólk sem stundar eða hefur stundað vændi. Hvernig hæðst er að okkur, hvernig gert er lítið úr okkur og orðum okkar og búnir til brandarar um okkur. Það er í raun ótrúlegt að hugsa um það hvernig sumum finnst sjálfsagt að prófa að kaupa vændi eins og verið sé að prófa tívolítæki eða nýjan bíl.“ Hún segir fordóma og þekkingar- leysi gagnvart fólki í hennar stöðu alltumlykjandi. „Það skilja fáir ef einhverjir – sem ekki hafa persónulega reynslu – hvernig líf þetta getur verið.“ Hún segist hafa ákveðið að taka þátt í gerð bókarinnar því hún sá nauð- synina fyrir einhvers konar fræðslu fyrir samfélagið. „Fræðslu fyrir hinn almenna borgara, fræðslu fyrir ráðamenn og löggæslu, fræðslu fyrir kaupandann, fræðslu fyrir þau sem hafa reynslu af þessum heimi en halda að þau séu ein að burðast með allar þessar tilfinningar á bak við luktar dyr heima hjá sér og fræðslu fyrir þau sem íhuga að taka þetta skref, að prófa vændi.“ Langar að reyna að gleyma Ákvörðunina  segir hún þó hafa verið erfiða enda sé hún ekki mann- eskja sem beri líf sitt á torg. „Ég svaf illa mánuðum saman og hjartað sló almennt hraðar en venjulega. Mígreniköstin urðu fleiri sem og áfallastreituköstin. En ég er svo heppin að ráðgjafinn minn hjá Stígamótum hefur sjálf gefið út bækur um eigin áföll og ég hef því getað speglað mig í hennar upplifun af því ferli öllu. Ég er líka svo heppin að hafa kynnst dásamlegum konum í Svanahóp Stígamóta, konum sem ég hef getað speglað mig í í þessu ferli,“ segir hún en Svanahóparnir eru starfræktir fyrir konur sem vilja vinna úr afleiðingum vændis. „Mér f innst það bæði frekar „scary“ og óraunveruleg tilhugsun að sagan mín sé þarna komin fyrir alla að lesa – þó í stuttri útgáfu sé – og verður þarna um aldur og ævi. Það kæmi mér ekki á óvart ef ég myndi hreinlega reyna að gleyma þessu í framtíðinni, með áherslu á að reyna. Mig dreymir um að geta skilið þessa lífsreynslu eftir í bak- sýnisspeglinum og geta horft fram á við.“ Nauðgað á unglingsaldri Frigg segist hafa komið mjög brotin út í lífið eftir að hafa alist upp við andlegt og líkamlegt ofbeldi og van- rækslu á heimili sínu sem og orðið fyrir nauðgun á unglingsaldri. „Ég missti heilsuna í banka- kreppunni en þá var ég orðin ein- stæð móðir á fertugsaldri sem var föst á almennum leigumarkaði og í láglaunastarfi. Ég hafði búið við fátækt áður, bæði í uppvexti og til dæmis í fæðingarorlofi en þá hafði ég í það minnsta von um að fjár- hagurinn myndi lagast. Þegar ég varð óvinnufær sá ég enga mögu- leika í stöðunni. Læknar vissu lengi vel ekki hvað amaði að mér og það tafði fyrir ferlinu frá óvinnufærni til örorku.“ Sex ára bið eftir örorku Það liðu sex ár frá því Frigg varð óvinnufær þar til hún fékk sam- þykkta örorku og á meðan galt heimilið fyrir tekjuleysið. „Ég byrjaði á að selja allt sem hægt var að koma í verð úr geymslunni minni en það dugði að sjálfsögðu skammt. Vanskilin hrönnuðust upp og það var mjög niðurlægjandi Það liðu sex ár frá því Frigg varð óvinnufær þar til hún fékk samþykkta ör­ orku og hún sá ekki aðra lausn en selja að­ gang að líkama sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY að betla um lán frá ættingjum eða vinum til að redda mér frá einum mánuði til hins næsta. Ég hafði enga kunnáttu í handavinnu eða öðru til að skapa mér tekjur á inter- netinu. Ég trúði því í alvöru að það hlyti að vera skárra að nota líkama minn til að afla mér aukatekna til að ná að lifa af frekar en að betla endalaust af vandamönnum. Ég hafði hvort eð er stundað mikið af skyndikynnum sem ég fékk lítið eða ekkert út úr, af hverju gæti ég ekki tekið pening fyrir ómakið? Ég veit að þetta hljómar mjög barnalega en þetta var raunveruleikinn.“ Hún skráði sig á svokallaða „cam- show“-síðu, þar sem konur og pör fá greitt fyrir að gera eða sýna hluti sem áhorfandinn biður um. „Það gekk ekki vel og einhverju síðar var mér sagt frá því að ég hefði verið tekin upp og upptökunni hlaðið á klámsíðu. Ég veit enn þann dag í dag ekki hvort það sé satt, ég fann í það minnsta aldrei þetta mynd- band. En ég varð hrædd eftir þetta og hætti með „cam-show“.“ Bauð líkama sinn á netinu Hún var þó enn fátæk og örvænt- ingarfull og tók loks þá afdrifaríku ákvörðun eftir langa umhugsun að setja auglýsingu á netið þar sem hún bauð aðgang að líkama sínum gegn greiðslu. „Ég hafði lengi fylgst með fréttum um þetta málefni og hafði því tekið eftir smáatriðum eins og þeim hvar fólk auglýsir vændi og hvaða verð væru algengust. Ég notaði einka- mál og erlenda síðu sem er sér- staklega rekin til að auglýsa vændi og fylgdarþjónustu,“ segir hún en velur að nefna ekki erlendu síðuna til að auka ekki umferðina þar inn. Á síðunni gaf hún upp símanúmer sem kúnnarnir gátu haft samband við hana í. Aðspurð um heim vændiskvenna hér á landi segist Frigg ekki hafa góða yfirsýn. „Ég kynntist engum konum í vændi á meðan ég var í vændi þó það hafi virst draumur margra þeirra sem höfðu samband að fá að kaupa mig og einhverja vin- konu mína á sama tíma, sem gerð- ist að sjálfsögðu aldrei. En í minni sjálfsvinnu hef ég kynnst konum sem hafa því miður sömu reynslu og upplifun og ég af vændi. Þær voru allar á slæmum stað fyrir, fátækar og með langa sögu af ofbeldi, áföllum og/eða alkóhólisma.“ Mörg ár af óvissu og fátækt Frigg hefur reynt að fá áheyrn full- trúa ríkis og borgar varðandi mál- efni þeirra sem ekki hafa fengið samþykkta örorku en frá því ein- staklingur missir heilsuna þangað til viðkomandi fær samþykkta örorku geta liðið mörg ár. „Mörg ár af óvissu og fátækt. Það Á dögunum kom út bókin Venjulegar konur og er umfjöllunar- efnið vændi á Íslandi. Í bókinni segja nokkrar íslenskar konur frá reynslu sinni af vændi og tókum við eina þeirra tali. Hún kaus að njóta nafnleyndar, en við köllum hana Frigg. bjork@frettabladid.is Örorkan neyddi hana út í vændi eru margar gloppur í kerfinu og mjög auðvelt að falla í eina þeirra. Við erum óþarf lega margar kon- urnar sem ég þekki sem neydd- umst út í vændi á meðan við biðum. Biðum eftir endurhæfingarúrræði eða örorku og þáðum á meðan fjár- hagsaðstoð félagsþjónustunnar. Sú aðstoð er hugsuð fyrir mjög stutt tímabil en raunin er sú að allt of margir þurfa að lifa á þessum pen- ingum í mánuði og stundum ár. Og hver sá sem hefur rekið heimili – hvað þá á almennum leigumarkaði – veit að þeir peningar duga ansi skammt. Í maí 2022 var upphæðin 217.799 krónur hjá Reykjavíkurborg og hún er lægri hjá öðrum sveitar- félögum landsins,“ segir hún. Engin svör frá ráðamönnum „Ég hef reynt að ná eyrum þess ráða- manns í ríkisstjórn þessa lands sem er yfir félagsmálum landsins sem og þeirra sem buðu sig fram í borgarstjórn nú í vor. Á meðan ráðamenn ríkis og borgar geta ekki talað saman þjást hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga og barna þeirra vegna sárafátæktar, allt í boði fólks með ofurlaun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur ekki svarað tölvupóstinum mínum og ráðamenn borgarinnar benda á að ríkið eigi að framfæra þau sem eru óvinnufær. Sem er í grunninn hár- rétt. En hver ætlar að laga það? Hver ætlar að tryggja að óvinnufært fólk fái sambærilega upphæð og örorku/ endurhæfingarlífeyri á meðan það bíður eftir úrræðum? Það þarf að stoppa í götin í kerf- inu. Sögurnar okkar sem erum í bókinni eru eitt. Það er allt önnur umræða – sem þarf þó að eiga sér stað – að koma í veg fyrir að Hver kaupir vændi? Engin þekking er fyrir hendi um hversu margir vændis­ kaupendur eru á Íslandi. Í könnun sem Embætti land­ læknis gerði vegna HIV árið 1991 var spurt hvort fólk hefði sofið hjá manneskju sem seldi sig. 16 prósent karla á aldrinum 16–60 ára á Íslandi svöruðu játandi. Tölur frá Norðurlöndunum frá svipuðum tíma segja að 13–14 prósent karla þar hafi keypt vændi. Samkvæmt reynslu frá Svíþjóð eru líkur á að þessi tala hafi lækkað eitt­ hvað, þar sem vændislögin þar drógu úr eftirspurn eftir vændi, og ekki er ólíklegt að það hafi gerst hér líka. Á hinum Norðurlöndunum eru vændiskaupendur um 10 prósent karlmanna, nema í Danmörku þar sem um 22 prósent segjast hafa keypt vændi einu sinni eða oftar. Ekki er úr vegi að ganga út frá tíu prósentunum hér en þó er erfitt um það að segja. Gerð var nokkuð viðamikil rannsókn í Bandaríkjunum árið 2018, en þar eru bæði kaup og sala á vændi ólögleg. Samkvæmt henni eru flestir vændiskaupendur á aldrinum 30–50 ára og meirihlutinn er að „prófa“, kaupir vændi frá einu og upp í nokkur skipti og þá helst af ævintýraþrá eða spennu. 75 prósent virkra vændiskaupenda eru giftir eða í sambandi og þeir eru líklegri til að hafa haldið fram hjá maka sínum en aðrir karlar. Í sænskri rannsókn á vændiskaupendum frá 2020 kemur fram að þeir séu mjög líklegir til að vera stórneyt­ endur á klám, telji sig lifa ófullnægjandi kynlífi og séu mjög virkir á stefnu móta­ síðum og annars staðar þar sem ætla má að kynlíf sé til umfjöllunar eða í boði.  30 Helgin 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.