Fréttablaðið - 28.05.2022, Síða 66

Fréttablaðið - 28.05.2022, Síða 66
Ég fór í þetta ákveð- inn maður og kom út annar. Ég átti alveg nóg af morfíni til að klára þetta. Valdimar Númi Hjaltason sem veiktist alvarlega 2019 segir óhefðbundnar lækning- ar hafa bjargað lífi sínu. Hann hefur frá því í janúar síðastlið- inn farið í ketamín-meðferðir utan heilbrigðiskerfisins til að verkjastilla sig og losna úr vítahring verkjalyfja. Laugardaginn 13. júlí 2019 tók líf Valdimars Núma, eða Núma eins og hann kallar sig, óvænta stefnu. Þann dag átti gleðin að vera við völd en Númi hafði fengið pláss á frystitogara og var að fagna því. Dagurinn tók f ljótt á sig aðra mynd og endaði hanni á bráðamót- töku vegna mikils höfuðverkjar og bakverkja. Eftir 30 klukkustunda bið fékk hann loks greiningu og í ljós kom að hann hafði fengið heilablæðingu sem leiddi niður í mænugöng. Þremur aðgerðum síðar endaði Númi í hjólastól í febrúar 2021. Vegna blæðingarinnar niður í mænugöng hlaut hann meðal ann- ars mikinn mænuskaða sem veldur því að hann býr við stanslausa verki. Aðgerðirnar þrjár hafa skilað litlum árangri og eftir þá þriðju var Núma tjáð að f leira væri ekki hægt að gera fyrir hann. Erfiður tími „Ég varð verkjalaus í smástund eftir hverja aðgerð en svo komu verk- irnir aftur,“ segir Númi sem batt miklar vonir við betri niðurstöður eftir hverja aðgerð. „Þetta var ótrú- lega erfiður tími andlega og enginn greip mig,“ segir hann og gagnrýnir aðgerðaleysi heilbrigðisstofnana hvað varðar andlega heilsu sjúkl- inga í hans sporum. Númi fór í endurhæfingu á Gren- sás og þegar henni var lokið segir hann í raun enga aðstoð hafa beðið hans, aðeins ávísanir á morfínskyld verkjalyf. Númi segist sjálfur ekki hafa trúað því að þetta yrði lend- ingin, að hann yrði að lifa með verkjunum og enga meiri aðstoð Óhefðbundnar lækningar komu í veg fyrir sjálfsvíg Valdimar Númi Hjaltason ákvað að leita í óhefðbundnar lækningar til að reyna að bæta lífsgæði sín eftir alvarleg veikindi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Númi hefur þurft að gangast undir þrjár aðgerðir í kjölfar veikinda sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI væri að fá nema með verkjastill- andi lyfjum. „Morfín er þannig að það eyði- leggur þig á smá tíma. Ég var í tvö ár á morfínskyldum lyfjum og maður sljóvgast og endar sem sófakartafla,“ segir Númi. Margoft íhugaði Númi að taka eigið líf, „ég átti alveg nóg af morfíni til að klára þetta. Ég var búinn að leita upplýsinga um hvað ég þyrfti mikið og ég átti það til.“ Háður morfíni Númi segir að eftir rúm tvö ár af mikilli lyfjanotkun hafi lyfin hætt að virka sem skyldi og því hafi hann viljað komast af morfín- skyldu lyfjunum. „Ég var búinn að reyna að hætta á morfíni en það var bara ekki hægt.“ Aðspurður hvort hann hafi verið orðinn háður morfíni segir hann alveg mega orða það þannig. Númi komst á biðlista hjá verkja- sviði Landspítalans fyrir um það bil sjö mánuðum eftir að hafa sóst eftir því sjálfur. Samkvæmt upplýs- ingum af vef Landspítala er mark- mið svokallaðra verkjameðferða endurhæfing sjúklinga, eftirlit með lyfjameðferð, sefun á kvölum og aukning á lífsgæðum þeirra. „Grensás áleit mig verkjastilltan sem er náttúrulega bara algjört grín,“ segir Númi um svörin sem hann fékk þegar hann sóttist eftir því að komast á verkjasvið Land- spítalans eða á Reykjalund. Hann hafi þó ekki gefist upp og að end- ingu hafi hann fengið samband og í kjölfarið hitt lækni sem bauð honum að fara á biðlista. Engin aðstoð Númi furðar sig á vinnubrögðum heilbrigðiskerfisins og segist marg- oft hafa tjáð læknum að ef ekkert væri hægt að gera fyrir hann þá vildi hann ekki lifa lengur. „Ég lét það alveg koma fram á fundum en það hefur enginn brugðist við. Engin eftirfylgni, ekkert,“ segir Númi og bætir við að hann minni vikulega á sig hjá verkja- sviði Landspítalans. Hann fái þó alltaf sömu svör um að hann sé á lista og röðin sé ekki komin að honum. „Hvað á maður að gera á meðan þetta er svona? Á meðan ég er á biðlista þá fæ ég enga hjálp.“ Í desember ákvað Númi að taka málin í eigin hendur og leitaði annarra leiða til að auka lífsgæði sín. Eftir grúsk á internetinu fann hann Facebook-hóp. „Í gegnum hann komst ég í kynni við fólk sem er í svipuðum sporum, hefur lent í þessu, að kerfið segi bara að það fái ekki meiri þjónustu og að það verði að lifa með því sem það hefur og hérna er fullt af morfíni,“ segir Númi og bætir við að þar hafi hann komist í kynni við svokall- aðar ketamín-meðferðir. Ketamín-meðferðir Samkvæmt sérlyfjaskrá Lyfjastofn- unar hefur ketamín verkjastillandi áhrif, lyfið hefur verið notað til að framkalla og viðhalda svæfingu og sem viðbót við svæðisbundna og staðbundna deyfingu. Í bráða- tilvikum hefur það verið notað til deyfingar og verkjastillingar. Að sögn Núma ráðlagði starfsfólk innan heilbrigðiskerfisins honum að fara þessa leið þegar hann leit- aði svara. Honum hafi verið bent á hverjir framkvæmdu slíkar með- ferðir og þannig hafi hann komist í samband við aðilana. „Það er alveg fagfólk að vinna að þessu, þetta er fólk sem hefur reynslu.“ Númi fór í sína fyrstu ketamín- meðferð í janúar síðastliðnum, utan heilbrigðiskerfisins. Síðan þá hefur hann farið í fimm með- ferðir hjá sömu aðilum og segir þær hafa bjargað lífi sínu. Sjálfur líkir Númi meðferðinni við fjöl- marga sálfræðitíma, „þú horfist í augu við sjálfan þig og ferð í djúpt innra ferðalag.“ Að sögn Núma hjálpuðu meðferðirnar honum að horfa öðrum augum á sársaukann og í raun hafi þær gefið honum lífs- viljann á ný. Í kjölfarið hafi honum tekist að hætta á öllum morfín- skyldu verkjalyfjunum. Bundið fyrir augun Aðspurður hvar meðferðirnar fari fram segir Númi að hann fari sjálfur til fólksins. Meðferðin taki um það bil þrjár klukkustundir sem feli í sér þrjár sprautur á um klukkustundar fresti. Á meðan á meðferð standi sé hann með bundið fyrir augun og tónlist ómi undir. Þá taki hann fjöl- skyldumeðlim eða vin með til að fá far heim. „Maður er í engu ástandi til að keyra heim eftir þetta og yfir- leitt loka ég að mér, leggst upp í rúm og leyfi þessu að ganga í gegnum mig.“ Númi segir meðferðirnar hafa kostað hann nokkur hundruð þúsund, hver meðferð kosti rúmar fimmtíu þúsund krónur. Til að byrja með hafi hann farið á tveggja vikna fresti en nú líður mun lengri tími á milli meðferða. Þá sé ætlunin alls ekki að vera í ketamín-meðferðum til frambúðar. „Þetta er ekki eitthvað sem þú gerir endalaust. Þetta kemur þér frá einum stað yfir á annan,“ segir Númi sem bindur vonir við að meðferðirnar séu ekki eingöngu lausnir til skamms tíma fyrir hann. Annar maður „Ég fór í þetta ákveðinn maður og kom út annar. Það hefur svona nokkurn veginn haldist á milli með- ferða, lífsviðhorfið. Maður lætur hverjum degi nægja sína þjáningu og er ekki að hafa áhyggjur af morg- undeginum,“ segir Númi brattur en frá því að hann hóf ketamín-með- ferðir hefur hann getað staðið og gengið örlítið með göngugrind. Númi bíður nú þess að hefja með- ferð hjá verkjateymi á Reykjalundi í næstu viku en þar mun hann fá kennslu og þjálfun til að læra að lifa með verkjunum. Þrátt fyrir að læknar hér á landi hafi hingað til ekki verið mjög bjart- sýnir fyrir hönd Núma segir hann margar sérhæfðar meðferðir í boði erlendis fyrir einstaklinga með mænuskaða. Þær meðferðir kosti sitt en draumurinn sé að komast út í meðferð og eiga möguleika á betra lífi. n Helena Rós Sturludóttir helenaros @frettabladid.is 34 Helgin 28. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.