Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 95 Viðhorf Íslendinga til náttúrunnar hefur löngum verið sveipað blöndu af raunsæ- isrómantík sem hefur litað sýn þeirra á landið og sjálfsmynd þeirra. Náttúruna hefur því einna helst borið á góma í hátíðaræðum, ljóðum og landkynningu. Síðustu ár hafa Íslendingar þó, einsog aðrar þjóðir, vaknað til vitundar um að náttúran er undirstaða tilveru okkar og umgengni við hana er grunnatriði í efnahagsmálum og almennu mannlífi. Af umræðu í aðdraganda og kjöl- far síðustu þingkosninga má ráða að náttúru- og umhverfismál eru loksins komin í deiglu stjórnmálanna. Þar fer skiljanlega mest fyrir umræðu um lofts- lagsbreytingar en líka er rætt um skyld málefni, svo sem mengun, eyðingu vist- kerfa og ósjálfbæra nýtingu auðlinda. Nú er svo komið að upplýsingar berast úr öllum áttum um þessi mál. Tekist er á um áherslur og ábyrgð, og sýnist sitt hverjum. Það er því skiljanlegt að margir eigi í erfiðleikum með að átta sig á stöð- unni og séu óvissir um hvað við tekur. Vegferðin frá vitundarvakningu til aðgerða í umhverfismálum er yfirleitt löng og leiðin sjaldan bein eða augljós í upphafi. Þessu ferðalagi hefur verið líkt við að breyta stefnu stórskips á fullri siglingu. Helstu þátttakendur í þessari vegferð eru stjórnvöld, þ.e. ríki og sveitarfélög, sem beita ýmsum tólum til að hrinda stefnumálum í framkvæmd, lögum og reglugerðum, sköttum, fjárveitingum, samningum, hvatningu með fræðslu, ýmsum hagrænum hvötum, verkefna- styrkjum á tilteknum sviðum o.s.frv., en ekki síst evirku eftirliti með að farið sé að lögum, reglugerðum og samningum. Fyrirtæki og fjárfestar gegna einnig hlutverki í gegnum framkvæmdir og fjárfestingar. Hlutverk þriðja geirans, sem er samheiti um óhagnaðardrifin eða arðsóknarlaus félagasamtök og sjálfs- eignarstofnanir, felst í eigin verkefnum og aðhaldi við stjórnvöld og fyrirtæki. Að lokum er svo almenningur með eigin breytni, félagsstarfi, og aðhaldi. Ef satt reynist að nú sé að takast að snúa hinu stóra skipi í umhverfis- og náttúruverndarmálum, þá má sjá fyrir sér að hafist verði handa um að moka viðeigandi aðgerðum af kappi inn á vélar þess, þannig að það nái fullum dampi og stefni að lokum hraðbyri að settum markmiðum. Hér þarf að hafa hugfast að það er áfangastaðurinn en ekki ferðalagið sjálft sem skiptir máli. Með öðrum orðum felst tilgangur veg- ferðarinnar ekki í aðgerðunum sjálfum heldur áhrifunum sem þeim er ætlað að hafa. Þess vegna þarf að staldra við öðru hvoru og huga að því hvort þær aðgerðir sem lagt var upp með hafi haft tilætluð áhrif. Hvort komið hafi fram neikvæð hliðaráhrif sem kalla á endurskoðun, eða hvort aðrar aðgerðir geti hugsan- lega skilað meiri og betri árangri. Einnig þarf að athuga hvort mælikvarðar til að meta árangur þarfnist endurskoðunar. Að endingu þarf að hafa hugfast að gleyma sér ekki í að telja afurðir. Tökum nokkur dæmi um flækjustig og mögulegar vendingar í aðgerðaáætl- unum í umhverfismálum. 1 Mikil áform eru uppi á heimsvísu um orkuskipti í einkabílum úr jarðefna- eldsneyti í umhverfisvænni orkugjafa. Með þessu á að minnka kolefnisspor samgangna. Samtímis stefna skipulags- yfirvöld víða um heim að umhverfis- vænni samgöngum og leggja áherslu á eflingu almenningssamgangna, virkra ferðamáta og þéttingu byggða. Þessum ólíku leiðum að sama marki er oft stillt upp sem andstæðum. Svo virðist sem þar takist á ólíkur lífsstíll og pólitísk sjónarmið sem eiga væntanlega eftir að óma hátt næstu árin. Hvort önnur leiðin er réttari eða sambland beggja best, það leiðir tíminn í ljós. Í þessari umræðu er hins vegar gott að missa ekki sjónar á til- ganginum með aðgerðunum. Að ná settu marki Náttúrufræðingurinn 91 (3–4) bls. 95–96, 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.