Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 48
Náttúrufræðingurinn 140 stóðu líffræðingarnir Þorleifur Eiríks- son, Hrefna Sigurjónsdóttir og Hilmar J. Malmquist. Einnig unnu Þorgerður Þorleifsdóttir og Finnur Ingimarsson sitt námsverkefnið hvort úr gögnum sem safnað var í verkefninu.21 LISTAMAÐURINN Hollenski listamaðurinn og ljósmyndar- inn Wim van Egmond (2. mynd) sækir innblástur og viðfangsefni í náttúr- una og hefur sérhæft sig í smásjár- og þrívíddarljósmyndun af smásæjum ferskvatns- og sjávarlífverum. Hann gengur lengra í vísindalegum vinnu- brögðum en flestir aðrir listamenn og notar eitt helsta tæki vísindamannsins, smásjána, til að fanga á mynd hið smá- sæja í ferskvatni og sjó. Þannig tvinnar hann saman listina og vísindin og veitir innsýn í heim sem flestum er hulinn – heim sem á sér engan líkan í marg- breytileika sínum. Wim kom að undirbúningi sýningar Náttúruminjasafns Íslands, Vatnið í náttúru Íslands, sem opnuð var í Perlunni í Reykjavík 1. desember 2018. Einnig átti hann mikinn þátt í gerð sýningar á eina örverusafni heims, Micropia, í Amsterdam, þegar það var opnað árið 2014 (www.micropia.nl). Nú síðast vann Wim, í samvinnu við örverufræðinginn Henk Bolhuis, mynd- bandsverkið BIOFILM um smásætt líf í örveruþekju leirunnar á hollensku eyjunni Texel í Vaðlahafi. Megnið af hafsvæðinu og leirum þess er á heims- minjaskrá UNESCO. Verkið sýnir kvikar og litríkar örverur, aðallega blágrænu- bakteríur (e. cyanobacteria), og er sett saman úr röð ljósmynda sem teknar voru af örveruþekjunni á 15 mínútna fresti í níu mánuði samfleytt.24 Myndir og myndverk Wims hafa birst víða, meðal annars í bókum og tímaritum og á list- og leiksýningum. Wim van Egmond hefur unnið til margra verðlauna fyrir myndir sínar. Hann hefur 35 sinnum hlotið verðlaun og viðurkenningar í helstu mynda- samkeppni fyrir smásjármyndir, Nikon Small World Competition, og tvisvar hreppt fyrsta sætið.25 Gefum Wim van Egmond orðið (í þýðingu höfunda): „Ljósmyndun er óvenjuleg blanda af tækni og skynjun. Myndavélin er eins konar staðgeng- ill augans, vélrænt skoðunartæki sem gerir okkur kleift að fanga mynd. Ég er sérstaklega hrifinn af þeirri hlið ljós- myndunar sem er frábrugðin daglegri skynjun okkar. Það er meðal annars þess vegna sem ég hef kannað og þróað ljóstæknilegar aðferðir sem nota má til að dýpka sjónskyn okkar. Vísindin og myndheimur þeirra hefur alltaf heillað mig. Ég kýs að starfa einhvers staðar mitt á milli lista og vísinda.“26 LEIÐANGURINN Tilgangur leiðangursins var að taka ljósmyndir og kvikmyndir af skötu- ormum í náttúrulegu umhverfi sínu. Ferðin var farin á vegum Náttúru- minjasafns Íslands og leiðangursmenn voru greinarhöfundar og listamaður- inn Wim van Egmond (2. mynd). Wim er okkur á Náttúruminjasafni Íslands að góðu kunnur og því afréðum við að fá hann til landsins til að taka myndir af skötuormum til fræðsluefnis á vegum safnsins. Fáir hafa séð þessi einkennisdýr vatna á hálendinu með eigin augum. Veiðivötn í Landmannaafrétti urðu fyrir valinu sem vettvangur mynda- töku vegna þess að þar er skötuormur algengur og vötnin mörg sem hann lifir í. Því gerðum við ráð fyrir að nokkuð auðvelt yrði að finna skötuorm. Einnig er gistiaðstaða á staðnum sem spar- aði okkur bæði ferðatíma og daglegan akstur meðan á dvölinni stóð. 2. mynd. Leiðangursmenn frá sjónarhóli skötuormsins. Frá vinstri: Þóra Hrafnsdóttir líffræðingur, listamaðurinn Wim van Egmond og Þorgerður Þorleifsdóttir líffræðingur. – The team from a tadpole shrimp’s viewpoint. From left: biologist Þóra Hrafnsdóttir, artist and photographer Wim van Egmond and biologist Þorgerður Þorleifsdóttir. Ljósm./Photo: Wim van Egmond.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.