Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 117 Mítlar (Acari) eru fjölbreyttur hópur áttfætlna (Arachnida) sem skipt er upp í nokkrar flokkunarfræðilegar einingar eftir útliti og líkams- byggingu, meðal annars því hvar öndunarop (stigma) eru á líkam- anum (Pro- og Mesostigmata) eða hvort þau vantar (Astigmata). Sérfræðingar hafa áætlað að einungis sé búið að lýsa um 5% þeirra mítlategunda sem taldar eru lifa í heiminum. Þar er því mikið verk enn óunnið. Á vefnum Fauna Europea40 er mítlum skipt í sex ætt- bálka. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hefur gefið fimm þeirra íslensk heiti og eru þau notuð í þessari samantekt.41 Ættbálkinn Astigmata nefndi hann fitumítla, Oribatida brynjumítla, Prostigmata flosmítla, Ixodida blóðmítla og Mesostigmata ránmítla. Ættbálkur- inn Notostigmata hefur enn ekki hlotið íslenskt nafn. Lífsferlar mítla eru margbreytilegir. Þeir endurspegla langa þróun og sérlega fjölbreytta aðlögun að breytilegum lífsskilyrðum. Tímgunin fylgir samt ákveðnu grunnstefi. Fullorðnir mítlar eru sér- kynja og oft er verulegur útlitsmunur á kynjunum. Eftir mökun verpa kvendýrin eggjum sem þroskast þar til úr þeim skríður sexfætt lirfa. Lirfan getur fært sig um set og byrjar strax að næra sig í námunda við varpstaðinn. Eftir ákveðinn tíma þroskast hún í áttfætta gyðlu (e. protonymph). Sú þroskast yfirleitt áfram í annars stigs gyðlu (e. deutonymph) (2. mynd) sem síðan verður annaðhvort að karl- eða kvenmítli. Fjöldi gyðlukynslóða getur verið breytilegur. Sjaldnast er gyðlustigið bara eitt. Brynjumítlarnir (Oribatida) hafa þrjú gyðlustig (þriðja stigið e. tritonymph). Kynslóðartíminn er mjög breytilegur. Hjá sumum flos- og ránmítlum tekur lífsferillinn aðeins tvo til þrjá daga en hjá sumum brynjumítlum rúmt ár.9 Flokkun og lífsferlar mítla Ásætumítlar á humlum hér á landi tilheyra þremur ofangreindra ættbálka. Ættkvíslin Kuzinia tilheyrir fitumítlunum (Astigmata), Scutacarus er flosmítill (Prostigmata) og eru fulltrúar þessara ættkvísla báðir smávaxnir. Stórvöxnu ásæturnar Pneumolaelaps, Proctolaelaps og Parasitellus tilheyra allir ránmítlaættbálkinum Mesostigmata. Hjá mítlum er yfirleitt aðeins eitt þroskastig í lífsferlinum sérhæft til að taka sér far. Þessi stig eru annaðhvort fullvaxta kvendýr eða gyðlustig númer tvö.9 Innan ættkvíslanna Scutacarus, Pneumo- laelaps og Proctolaelaps eru það fullorðin kvendýr sem festa sig við humlurnar. Þau hafa makast áður en þær fara á flakk og geta því verpt þar sem nýja búinu hefur verið valinn staður. Innan ætt- kvíslanna Kuzinia og Parasitellus eru það annars stigs gyðlur sem festa sig við flugurnar. Mikill fjöldi einstaklinga er yfirleitt fastur á humlunum og í nýja búinu þroskast þeir annaðhvort í karldýr eða kvendýr sem makast og halda þannig lífsferli tegundarinnar áfram. Annars stigs gyðla tegundarinnar K. cf. laevis er um margt sérstæð og er hún oft nefnd flökkugyðla (e. phoretic deutoymph). einum af þremur söfnunarstöðunum, í blómstrandi hrossafífilbreiðu (Petasites hybridus) á bakka Kópavogslækjar. Þar náðust auk þess nokkrar húshumlur en engin rauðhumla. Engar garðhumlur náðust til rann- sókna vorið 2017. Sú tegund hefur þó verið í afturbata undanfarin ár eftir að stofn hennar hafði verið í lægð ára- tugum saman fram til ársins 2009.6 Tegundir ásætumítla á humlum Mítlategundirnar fimm sem fundust í þessari rannsókn eru allar þekktar ásætur á humlum erlendis og finnast í humlubúum um allan heim.12,17,20−27 Ein tegundanna, P. longisetosus, finnst einnig í hreiðrum nagdýra18 og Scutacarus-mítlar eru ekki eingöngu háðir búsetu í humlubúum því vitað er þeir geta einnig lifað á engjum og í skóglendi.28 Fæðuval og áhrif mítla í humlubúum Fæðuval mítla í humlubúum er mjög misjafnt. Þetta á ekki einungis við um ólíkar tegundir heldur einnig um lífsform sömu tegundar. Hér má sjá afleiðingar langrar þróunar og „málamiðlana“ þar sem báðir aðilar hafa náð að aðlagast aðstæðum þannig að þeir geti lifað í sátt og samlyndi. Klimov og félagar18 skrifuðu nýlega yfirlit um fæðuval og samskipta- form mítla og humla. Fæðuval K. cf. laevis er afar fjöl- breytt. Mítlarnir nærast á frjókornum og blómasafa sem flugurnar bera inn í búin en einnig leggja mítlarnir sér til munns ýmsan lífrænan úrgang í búinu, byggingarefni búsins og sveppi og þráð- orma sem geta valdið skaða.29−31 Þegar upp er staðið er tegundin ekki talin skaða humlurnar. Mítlarnir valda tjóni með því að éta frjóduft og blómasafa frá lirfum sem eru í uppvexti í búinu. Á móti étur mítillinn þráðorma og sveppi og hefur með því jákvæð áhrif. S. acarorum étur aðallega smásæjan sveppa- og myglugróður innan bús- ins23,32 þannig að þegar á heildina er litið skaða þessir mítlar ekki humlurnar, og er tilvist þeirra frekar af hinu góða þar sem þeir éta skaðlega myglu. Fæða P. fucorum í humlubúum er breytileg eftir lífsstigum og kyni. Kvendýr og annað gyðlustigið kjósa helst að éta sykrað ysta lag frjókorna sem humlurnar hafa borið inn í búið, og valda þar með ákveðnum skaða.33 Á hinn bóginn gera fullorðin karldýr, lirfur og fyrsta stigs gyðlur verulegt gagn með því að lifa ránlífi innan bús- ins. Þau veiða sér skordýr sér til matar og éta egg þeirra. Heildaráhrifin eru því talin vera í jafnvægi. P. marginepilosa lifir á frjókornum og blómasafa í humlubúum. Öll stig í lífs- Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.