Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 139 SÍÐSUMARS 2019 gerðu greinarhöfundar sér ferð í Veiðivötn á Landmannaafrétti ásamt hollenska listamanninum og ljós- myndaranum Wim van Egmond. Ferðin var farin á vegum Náttúruminjasafns Íslands í því skyni að taka ljósmyndir og kvikmyndir til fræðslu um vatnadýr sem fáir hafa augum litið. Vatnadýrið sem um ræðir er skötuormur. Hann lifir í vötnum og tjörnum, einkum til fjalla, og segja má að hann sé einkennisdýr vatna á hálendinu. Þetta er í fyrsta skipti svo vitað sé að skötuormur er myndaður á heimaslóð og í náttúrulegu umhverfi sínu hér á landi í þeim tilgangi að búa til fræðsluefni. Ferðasöguna prýða nokkrar af myndunum sem teknar voru í leiðangrinum. SKÖTUORMURINN Skötuormur (Lepidurus arcticus) er krabbadýr af ættbálki barðskjöldunga (Notostraca) og langstærsti hrygg- leysingi í ferskvatni á Íslandi (1. mynd, rammagrein).1 Hann er eini barð- skjöldungurinn sem lifir hérlendis, en að minnsta kosti 14 aðrar tegundir eru þekktar um heim allan og skiptast þær í tvær ættkvíslir, Lepidurus og Triops.2 Barðskjöldungar eru oft kallaðir lifandi steingervingar því útlit þeirra hefur lítið breyst síðastliðnar 200–250 milljónir ára, eða frá því á trías-tímabilinu.3–5 Þetta sýna steingervingar sem fundist hafa í jarðlögum frá þessum tíma og eru sláandi líkir núlifandi dýrum. Heimkynni skötuorms eru á norður- slóðum, allt í kringum Norðurpólinn.6–8 Á kaldtempruðum svæðum, svo sem í Skandinavíu og á Íslandi, lifir hann nær eingöngu til fjalla. Skötuormur er ein af fáum arktískum tegundum hér á landi.9 Líklegt er að hlýnandi veðurfar hafi neikvæð áhrif á útbreiðslu og lífs- sögu skötuorms og er því mikilvægt að vernda búsvæði hans eins og kostur er. Tegundin er á válista í Finnlandi og Sví- þjóð en ekki talin í útrýmingarhættu í Noregi. Verndarstaðan hefur ekki verið metin hér á landi.10–12 Skötuormar lifa í vötnum og tjörnum um land allt, einkum á hálendinu.13,14 Þá er helst að sjá í grunnum tjörnum, en einnig í djúpum og meðaldjúpum stöðuvötnum þar sem þeir finnast sjaldan lifandi heldur koma fram sem fæða í silungamögum. Skötuormar halda sig jafnan við botninn, líða áfram eða synda í sprettum og eru kyrrir þess á milli. Einnig eiga þeir það til að synda upp í vatnsbolinn og hringsnúast síðan til botns aftur. Þeir hafast aðallega við á mjúkum og lífríkum leðjubotni, en þríf- ast einnig á hörðum, lífsnauðum sand- botni. Skötuormar eru rándýr og tæki- færissinnar sem éta allt sem að kjafti kemur, bæði lifandi og dautt, svo sem þörunga, vatnaflær og rykmýslirfur.15,16 Þeir eru jafnframt eftirsótt fæða silungs og vatnafugla. 8,15,17, Lífssaga og vistfræði skötuorms er ekki vel þekkt, hvorki hér á landi né í öðrum heimkynnum hans, en allt bendir til að hann sé einær og einungis eggin lifi veturinn af.14,15 Eftir að ísa leysir á vorin klekjast örsmáar lirfur úr eggjunum, vaxa hratt og taka fljótt á sig mynd fullorðna dýrsins.18 Skötu- ormurinn heldur áfram að vaxa með endurteknum hamskiptum allt sumarið og fram á haust. Svo virðist sem líkams- stærð, ekki árstími, ráði því hvenær hann verður kynþroska, og hefst eggja- framleiðsla þegar skjöldurinn er orðinn um 7 mm langur, sem yfirleitt er um og upp úr miðju sumri.19,20 Þegar varp hefst verpir skötuormurinn viðstöðulaust á hverjum degi, allt frá tveimur til ellefu eggjum og verpir hvert dýr að meðaltali 18 eggjum.21 Dýrið losar eggin úr eggja- sekkjum og festir á mosa eða steina þar sem þau hvíla yfir veturinn og klekjast næsta vor þegar hlýna tekur. Æxlunarmáti skötuorms er ekki þekktur til hlítar. Hann er ýmist talinn fjölga sér með sjálfsfrjóvgun eða kynæxlun. Langflest dýr eru tvíkynja, karldýr þekkjast en eru sjaldséð.6,7,22 Nýlegar rannsóknir á Svalbarða benda til að fæð karldýra stafi af því að kven- dýrin éti þau hreinlega, enda eru karl- dýrin iðulega minni.23 Íslenskar rannsóknir á skötuormi eru ekki margar og er höfundum aðeins kunnugt um tvær. Annars vegar kannaði Árni Einarsson líffræðingur fæðu skötu- orms með því að skoða magainnihald nokkurra dýra úr Mývatni, Ljótapolli og tjörnum á Vesturöræfum.15 Hins vegar fór viðameiri rannsókn á vistfræði, fæðu- og varpatferli skötuorms fram í Veiðivötnum 1994–1996.14 Að henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.