Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 6
98 INNGANGUR Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheimskautið (1. mynd). Rannsóknir á erfðaefni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangraður hér á landi frá því að ísöld lauk.1 Helsta orsökin er sú að Ísland liggur tiltölulega langt frá hafísnum sem leggst yfir norðurhvelið að vetrarlagi og skapar greiðar farleiðir fyrir refi.2,3 Þótt sýnt hafi verið fram á að íslenski refastofninn sé einangraður nú á tímum er talið líklegt að hingað hafi borist stöku dýr með hafís frá Grænlandi á kuldaskeiðum fyrri alda.4 Aðlögun melrakkans að íslenskri náttúru ein- kennist af stöðugu en fjölbreyttu fæðu- vali, skorti á samkeppni (hér eru ekki rauðrefir, V. vulpes) og lítilli sem engri afránshættu.5 Auk þess eru hér hvorki læmingjar (Lemmus spp.) né stúfmýs (Dystronyx spp.) sem eru uppistaðan í fæðu refa annars staðar á norðurslóðum og þekkt fyrir miklar og reglubundnar stofnsveiflur.6–8 Í þessari yfirlitsgrein, hinni fyrstu af þremur, verður fjallað um rann- sóknir á íslenska refastofninum og nokkrar helstu niðurstöður þeirra. Byggt er á gögnum sem Páll Hersteinsson (1951–2011) aflaði á rúm- lega þrjátíu ára tímabili og á því sem bæst hefur við eftir andlát hans. Einnig er unnið úr samfelldum veiðigögnum sem ná yfir ríflega sextíu ára tímabil eða frá árinu 1958. Samkvæmt veiðitölum fækkaði refum á landinu umtalsvert á árunum 1958–1980 og var stofninn orðinn fálið- aður þegar Páll hóf stofnmat sitt árið 1979. Upp frá því fór stofninn að vaxa og árið 2008 hafði fjölgað margfalt í hauststofni refa á landsvísu. Refir voru friðaðir með lögum nr. 64 frá 1994 en veiðar voru þó áfram stundaðar á allflestum svæðum í skjóli undanþáguákvæða laganna. Griðlönd refa eru fá og fæst þeirra skipta máli fyrir viðgang stofnsins. Fylgst hefur verið með ábúð refa í tveimur þeirra og til eru gögn frá því fyrir og eftir friðun. Niðurstöður benda til þess að eftir friðun hafi hægt mjög á fjölgun refa í friðlöndunum á sama tíma og refum fjölg- aði annars staðar. Refurinn er alæta en munur virðist vera á fæðu refa milli landshluta, og gefur það til kynna að aðstæður til fæðuöflunar séu með ólíkum hætti eftir búsvæðum. Erlendis er talað um tvær vist- gerðir (e. ecotype) tegundarinnar, strandtófur (e. coastal ecotype) og læmingjatófur (e. lemming/tundra ecotype). Stofn hinna síðarnefndu sveiflast í takt við stofna læmingja. Algengt er að strandatófur séu af mórauðum lit og læmingjatófur hvítar en dýrin parast óháð lit. Á Íslandi lifir stór hluti refastofnsins á strandsvæðum og eru flestir refanna þar mórauðir. Jafnframt lifir umtalsverður hluti stofnsins inn til landsins og þar er litarfar nokkuð jafnskipt milli hvítra og mórauðra refa. Takmarkanir eru á samgangi og þar með genaflæði innan stofnsins þar sem land- brú er þröng eða stórar ár þvera landsvæði. Dreifing í litarfari refa hefur haldist svipuð undanfarin þrjátíu ár og má ætla að íslenskir refir haldi almennt tryggð við búsvæði sín, og lagi sig að þeirri fæðu sem þar er að finna. Um þetta verður fjallað nánar í næstu grein. Náttúrufræðingurinn Ritrýnd grein / Peer reviewed Mórauð tófa í vetrarbúningi en þófar hennar hafa þykkan feld til varnar vetrarkuldanum. – Arctic fox of the blue morph during winter. The paws have thick fur to prevent heat loss. Ljósmynd/Photo: Einar Guðmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.