Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 79

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 79
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 171Náttúrufræðingurinn 91 (3–4) bls. 170–174, 2021 Hrafnsgerði í Fellum. / Ljósm. H. Hall. 1985. Á þessum árum dvaldist Svanhildur oft í Hrafnsgerði ásamt Sigurði bróður sínum, og þar mun hugur hennar hafa beinst að náttúrunni, sem er mjög sérstök á þessum stað. Hannes bóndi, föðurbróðir hennar, var áhugasamur um ræktun og þekkti nokkuð til plantna. Hann átti meðal annars bækur Einars Helgasonar, Bjarkir og Rósir. Hann hóf fyrstur manna skógrækt á eigin spýtur á Héraði um 1940, og var frumkvöðull bændaskógræktar.2 Árið 1942 byggðu foreldrar mínir nýbýlið Droplaugarstaði rétt innan við Hrafnsgerðisá. Var þá aðeins steinsnar milli bæjanna og alltíð samskipti, en þá var fjölskylda Svanhildar flutt á Seyðisfjörð, og man ég ekki eftir að hafa hitt hana á æskuárum mínum. Hins vegar fregnaðist að hún væri að nema grasafræði í útlöndum og þótti mér mikið til þess koma, enda var ég þá farinn að hneigjast að þeirri fræðigrein og byrj- aður að nafngreina plöntur. Nám og fyrstu rannsóknir Árið 1957 birtist smágrein í Náttúrufræðingnum um Ís- lendinga sem nýlega höfðu lokið prófi í náttúrufræði erlendis, en þá var hér enn engin kennsla á háskólastigi í þeirri grein. Þar er getið nokkurra manna er síðar urðu þjóðkunnir nátt- úrufræðingar. Þar á meðal er þessi klausa: „Svanhildur Jónsdóttir, mag. scient., í grasafræði við háskólann í Kaup- mannahöfn, 1953. Sérgrein: fléttur (Lichenes). Hlaut gull- heiðurspening sama háskóla fyrir ritgerð um íslenzkar fléttur. Dvelur í Danmörku.“3 Ekki hefur mér tekist að finna titil verðlaunaritgerðar hennar, en í bréfi til mín 26. mars 1963 segir hún, aðspurð um efni í tímaritið Flóru: Hef ég því ekki annað handhægt en teoretisku ritgerðina mína frá magisterprófinu. Hún fjallaði um systematiska stöðu skófna, en þær eru nú eiginlega horfnar sem sér- stakur klasse, enda engin ástæða til að gera symbiose með þörungum að klassakarakter. Ég hef líka safnað talsvert af skófum með sosiologiskum/ökologiskum bakgrunni, en ég hef ekkert skrifað niður um það. Þetta má skilja svo að Svanhildur hafi í prófritgerð sinni afskrifað fléttur sem sérstaka kerfiseiningu (classis) og sam- einað þær sveppakerfinu, þar sem þeim er nú skipað til sætis, og hefur þá verið frumkvöðull á því sviði. Árið 1964 var 3.–4. hefti 33. árg. Náttúrufræðingsins til- einkað aldarafmæli Stefáns Stefánssonar skólameistara, höf- undar Flóru Íslands. Þar birtist löng ritgerð eftir Svanhildi og nefnist „Um mosaþembugróður“. Í ágripi á þýsku er höfundur skráður við „Laboratorium für Mikroskopie und Biologie“ við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn.4 Í upphafi greinar ritar höfundur: „Sumurin 1951 og 1952 ferðaðist ég talsvert um Ísland, í þeim tilgangi að safna efni um mosaþembugróðurinn.“ Ritgerðin skiptist í tvo aðalhluta. Í fyrri hluta er greint frá útbreiðslu mosaþembu á Íslandi og tengslum hennar við veðráttu. Í síðari hluta er fjallað um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.