Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
133
Lundabergsmóar
Mjósund
Flugvöllur
Steinabrekka
Klausturhólamýri
Pálsvöllur
Alheimsmýri
Innstabæjarmýri
INNGANGUR
Búfénaður hefur bæði bein og óbein
áhrif á villta fugla, útbreiðslu þeirra
og fjölda.1,2 Þrátt fyrir það virðast litlar
rannsóknir hafa farið fram á þessum
áhrifum hér á landi, sem geta verið
margvísleg og flókin. Bein áhrif eru
meðal annars dráp á fuglum og eggjaát.
Þá getur búfé troðið niður hreiður eða
lagst á hreiður óafvitandi. Óbein áhrif
geta verið breytt gróðurfar vegna beitar,
sem hefur áhrif á fuglalíf.
Einn þáttur í samskiptum búfénaðar
og villtra fugla er afrán af völdum sauð-
fjár. Hér á landi hafa örfá tilvik verið
skráð um slíkt afrán en ætla má að það
sé algengara en þau tilvik sýna. Afrán
sauðfjár á eggjum og ungum villtra fugla
er einnig þekkt erlendis.3,4
Hér er skýrt frá tilvikum þar sem
ljóst er að kindur hafa étið egg og unga
kríu Sterna paradisaea í Flatey á Breiða-
firði, og öðrum stöðum á landinu sem
við höfum spurnir af.
ATHUGANIR
Kríuvarpið í Flatey hefur tekið tals-
verðum breytingum á undanförnum
áratugum. Á árunum 1975 til 1978 urpu
um 2.000 kríupör í eynni.5 Árið 1990
hafði þeim fjölgað í 3.000 pör en síðan
fækkaði þeim á ný og á árunum 2009
til 2016 var fjöldinn breytilegur, frá um
500 til 1.500 pör.6
Flatey 2019
Sumarið 2019 urðum við vitni að því
að ær og tvö lömb hennar umkringdu
kríu á hreiðri (1. mynd). Fuglinn sat sem
fastast uns annað lambið hnippti í hann
þannig að krían þeyttist af hreiðrinu og
tók flugið. Tóku kindurnar sig þá til og
átu eggin. Á meðan renndi fuglinn sér í
kindurnar eins og kríur eiga vanda til en
þær létu ekki segjast.
Ýmis örnefni í Flatey sem nefnd eru í
greininni má sjá á 2. mynd.
Sumarið 2019 var fylgst með kríu-
varpi í 10 daga á svæði þar sem kindum
var haldið til beitar (Pálsvöllur –
Innstabæjarmýri). Áberandi var hve
kríum og hreiðrum þeirra fækkaði ört
á þessum tíma. Hinum megin girðingar
(í Klausturhólamýri) voru engar kindur.
Varpárangur þar var metinn sumarið
2019. Hann reyndist óvenjugóður (1,1
ungi á hreiður þegar ungar voru komnir
rétt undir flug) og engin merki sáust um
afrán (ÆP & ST, óbirt gögn). Í rannsókn
á kríuvarpi á Snæfellsnesi 2008–2011
voru sambærilegar tölur 0,05 til 0,51.7
Fyrstu merki um hauslausa unga
eru frá 17. júlí 2019. Þá fundust fimm
kríuungar og einn stelksungi Tringa
totanus á Lundabergsmóum og flug-
velli austur að Mjósundum. Síðar um
sumarið fundust lifandi kríuungar sem
á vantaði hluta af væng (3. mynd). Þetta
var í sama beitarhólfi og kindur sáust
éta egg fyrr um sumarið.
2. mynd. Flatey á Breiðafirði. Örnefni sem nefnd eru í greininni. – Flatey in Breiðafjörður.
Local names mentioned in the Icelandic text.