Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 133 Lundabergsmóar Mjósund Flugvöllur Steinabrekka Klausturhólamýri Pálsvöllur Alheimsmýri Innstabæjarmýri INNGANGUR Búfénaður hefur bæði bein og óbein áhrif á villta fugla, útbreiðslu þeirra og fjölda.1,2 Þrátt fyrir það virðast litlar rannsóknir hafa farið fram á þessum áhrifum hér á landi, sem geta verið margvísleg og flókin. Bein áhrif eru meðal annars dráp á fuglum og eggjaát. Þá getur búfé troðið niður hreiður eða lagst á hreiður óafvitandi. Óbein áhrif geta verið breytt gróðurfar vegna beitar, sem hefur áhrif á fuglalíf. Einn þáttur í samskiptum búfénaðar og villtra fugla er afrán af völdum sauð- fjár. Hér á landi hafa örfá tilvik verið skráð um slíkt afrán en ætla má að það sé algengara en þau tilvik sýna. Afrán sauðfjár á eggjum og ungum villtra fugla er einnig þekkt erlendis.3,4 Hér er skýrt frá tilvikum þar sem ljóst er að kindur hafa étið egg og unga kríu Sterna paradisaea í Flatey á Breiða- firði, og öðrum stöðum á landinu sem við höfum spurnir af. ATHUGANIR Kríuvarpið í Flatey hefur tekið tals- verðum breytingum á undanförnum áratugum. Á árunum 1975 til 1978 urpu um 2.000 kríupör í eynni.5 Árið 1990 hafði þeim fjölgað í 3.000 pör en síðan fækkaði þeim á ný og á árunum 2009 til 2016 var fjöldinn breytilegur, frá um 500 til 1.500 pör.6 Flatey 2019 Sumarið 2019 urðum við vitni að því að ær og tvö lömb hennar umkringdu kríu á hreiðri (1. mynd). Fuglinn sat sem fastast uns annað lambið hnippti í hann þannig að krían þeyttist af hreiðrinu og tók flugið. Tóku kindurnar sig þá til og átu eggin. Á meðan renndi fuglinn sér í kindurnar eins og kríur eiga vanda til en þær létu ekki segjast. Ýmis örnefni í Flatey sem nefnd eru í greininni má sjá á 2. mynd. Sumarið 2019 var fylgst með kríu- varpi í 10 daga á svæði þar sem kindum var haldið til beitar (Pálsvöllur – Innstabæjarmýri). Áberandi var hve kríum og hreiðrum þeirra fækkaði ört á þessum tíma. Hinum megin girðingar (í Klausturhólamýri) voru engar kindur. Varpárangur þar var metinn sumarið 2019. Hann reyndist óvenjugóður (1,1 ungi á hreiður þegar ungar voru komnir rétt undir flug) og engin merki sáust um afrán (ÆP & ST, óbirt gögn). Í rannsókn á kríuvarpi á Snæfellsnesi 2008–2011 voru sambærilegar tölur 0,05 til 0,51.7 Fyrstu merki um hauslausa unga eru frá 17. júlí 2019. Þá fundust fimm kríuungar og einn stelksungi Tringa totanus á Lundabergsmóum og flug- velli austur að Mjósundum. Síðar um sumarið fundust lifandi kríuungar sem á vantaði hluta af væng (3. mynd). Þetta var í sama beitarhólfi og kindur sáust éta egg fyrr um sumarið. 2. mynd. Flatey á Breiðafirði. Örnefni sem nefnd eru í greininni. – Flatey in Breiðafjörður. Local names mentioned in the Icelandic text.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.