Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 153 Ritrýnd grein / Peer reviewed 8. mynd. Hæð allra fundarstaða skötuorms á Íslandi yfir sjávarmáli eftir breiddargráðum (n=237). – Altitude (m a.s.l.) of Icelandic Arctic tadpole shrimp locations (n=237) in relation to N° latitude. rs = -0,36, p<0,001. 9. mynd. Hæð allra fundarstaða skötuorms á Íslandi yfir sjávarmáli eftir lengdargráðum (n=237). – Altitude (m a.s.l.) of Icelandic Arctic tadpole shrimp locations in relation to W° longitude (n=237). rs = 0,56, p<0,001. dýranna eftir hæð yfir sjó og leitnina eftir höfuðáttum. Norður-suður-leitnin í útbreiðslu dýranna stemmir við að það er hlýrra sunnanlands en norðan, jafnt að vetri til sem sumri.55 Þá fellur lág tíðni fundarstaða dýranna á vest- anverðu landinu, einkum sunnan Snæ- fellsness, vel að hærri sumar- og vetrar- hita þar miðað við austanvert landið.55 Einnig hefur loftslag á undanförnum 3−4 áratugum hlýnað umtalsvert meira á vestan- og norðvestanverðu landinu en annars staðar á landinu,55 sem styður þau rök að hitastig sé ein aðalástæðan fyrir því að skötuormurinn þrífst síður vestanlands, einkanlega á suðvestan- lands, en annars staðar. Ef kaldir vetur og mjög lágt hita- stig eru forsenda fyrir tilvist skötu- orms, samanber skötuormsrannsóknir í Noregi,34,42,46 er vert að velta fyrir sér framtíð dýranna með tilliti til lofts- lagshlýnunar og afleiðinga hennar fyrir vötn og vatnalífverur. Hér á landi hefur veðurfar farið hlýnandi á síðustu 35–40 árum eða svo55 og mælingar stað- festa að stöðuvötn hafa hlýnað á sama tíma.56–58 Til dæmis hafa Elliðavatn og Þingvallavatn bæði hlýnað, mest að sumri til og hausti og fram í janúar, en lítið sem ekkert yfir seinni hluta vetrar (febrúar-apríl).56–58 Þá er vert að benda á að Þingvallavatn leggur orðið síður vegna hlýnunar.57 Gera má ráð fyrir að önnur vötn í landinu, grunn sem djúp, og raunar tjarnir og votlendi almennt, hafi hlýnað líkt og Elliðavatn og Þingvallavatn. Eftir stendur spurningin um hvort hlýnunin er nægileg til að hafa áhrif á skötuorm- inn. Svarið við þessu er ekki einhlítt. Rannsóknir í Noregi gefa til kynna að hlýnun vatna yfir vaxtartíma dýranna, þ.e. frá því ísa leysir á vorin og lirfur klekjast úr eggjum og fram í sumarlok eða haustbyrjun þegar dýrin drepast, geti flýtt fyrir vexti og viðgangi dýr- anna.46 Ef hlýnunin er aftur á móti það mikil yfir veturinn að hún hamlar egg- þroska þá er tómt mál að tala um bætt vaxtarskilyrði síðar á ævinni. Norðlæg breiddargráða / N° latitude 0 63 63,5 64 64,5 65 65,5 66 66,5 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 H æ ð y .s . ( m ) / H e ig h t a .b .s .l. (m ) Vestlæg lengdargráða / W° longitude -24 -23 -22 -21 -20 -19 -18 -17 -16 -15 -14 -13 -12 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 H æ ð y .s . ( m ) / H e ig h t a .b .s .l. (m )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.