Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 61

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 153 Ritrýnd grein / Peer reviewed 8. mynd. Hæð allra fundarstaða skötuorms á Íslandi yfir sjávarmáli eftir breiddargráðum (n=237). – Altitude (m a.s.l.) of Icelandic Arctic tadpole shrimp locations (n=237) in relation to N° latitude. rs = -0,36, p<0,001. 9. mynd. Hæð allra fundarstaða skötuorms á Íslandi yfir sjávarmáli eftir lengdargráðum (n=237). – Altitude (m a.s.l.) of Icelandic Arctic tadpole shrimp locations in relation to W° longitude (n=237). rs = 0,56, p<0,001. dýranna eftir hæð yfir sjó og leitnina eftir höfuðáttum. Norður-suður-leitnin í útbreiðslu dýranna stemmir við að það er hlýrra sunnanlands en norðan, jafnt að vetri til sem sumri.55 Þá fellur lág tíðni fundarstaða dýranna á vest- anverðu landinu, einkum sunnan Snæ- fellsness, vel að hærri sumar- og vetrar- hita þar miðað við austanvert landið.55 Einnig hefur loftslag á undanförnum 3−4 áratugum hlýnað umtalsvert meira á vestan- og norðvestanverðu landinu en annars staðar á landinu,55 sem styður þau rök að hitastig sé ein aðalástæðan fyrir því að skötuormurinn þrífst síður vestanlands, einkanlega á suðvestan- lands, en annars staðar. Ef kaldir vetur og mjög lágt hita- stig eru forsenda fyrir tilvist skötu- orms, samanber skötuormsrannsóknir í Noregi,34,42,46 er vert að velta fyrir sér framtíð dýranna með tilliti til lofts- lagshlýnunar og afleiðinga hennar fyrir vötn og vatnalífverur. Hér á landi hefur veðurfar farið hlýnandi á síðustu 35–40 árum eða svo55 og mælingar stað- festa að stöðuvötn hafa hlýnað á sama tíma.56–58 Til dæmis hafa Elliðavatn og Þingvallavatn bæði hlýnað, mest að sumri til og hausti og fram í janúar, en lítið sem ekkert yfir seinni hluta vetrar (febrúar-apríl).56–58 Þá er vert að benda á að Þingvallavatn leggur orðið síður vegna hlýnunar.57 Gera má ráð fyrir að önnur vötn í landinu, grunn sem djúp, og raunar tjarnir og votlendi almennt, hafi hlýnað líkt og Elliðavatn og Þingvallavatn. Eftir stendur spurningin um hvort hlýnunin er nægileg til að hafa áhrif á skötuorm- inn. Svarið við þessu er ekki einhlítt. Rannsóknir í Noregi gefa til kynna að hlýnun vatna yfir vaxtartíma dýranna, þ.e. frá því ísa leysir á vorin og lirfur klekjast úr eggjum og fram í sumarlok eða haustbyrjun þegar dýrin drepast, geti flýtt fyrir vexti og viðgangi dýr- anna.46 Ef hlýnunin er aftur á móti það mikil yfir veturinn að hún hamlar egg- þroska þá er tómt mál að tala um bætt vaxtarskilyrði síðar á ævinni. Norðlæg breiddargráða / N° latitude 0 63 63,5 64 64,5 65 65,5 66 66,5 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 H æ ð y .s . ( m ) / H e ig h t a .b .s .l. (m ) Vestlæg lengdargráða / W° longitude -24 -23 -22 -21 -20 -19 -18 -17 -16 -15 -14 -13 -12 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 H æ ð y .s . ( m ) / H e ig h t a .b .s .l. (m )

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.