Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 135 5. mynd. Afhausaður kríuungi. Fundinn nýdauður í Alheimsmýri í Flatey á Breiðafirði. – Arctic tern chick that had been beheaded, found newly dead. Flatey in Breiða- fjörður. Ljósm./Photo: Ragnar Helgi Ólafsson, 19.07.2021. þegar sauðfé Flateyjarbænda var tölu- vert fleira, voru kindurnar fluttar úr eynni og upp á land áður en langt var liðið á sumar. Vissulega hafa kríu- ungar margoft fundist dauðir af öðrum orsökum í kríuvarpinu í Flatey.5 ÖNNUR TILVIK Á LANDINU Okkur er kunnugt um fjögur tilvik annars staðar af landinu þar sem sauðfé át egg eða unga villtra fugla. 1. Flatey á Skjálfanda, Suður-Þingeyjarsýslu. Stórt kríuvarp hefur lengi verið í Flatey á Skjálfanda.8 Árið 1964, þegar þar var ennþá heilsársbyggð, varð fólk vart við hauslausa kríuunga. Vegsum- merki voru alveg eins og lýst hefur verið í Flatey á Breiðafirði, þ.e. hausinn virtist hafa verið slitinn eða bitinn af, og voru kindur þar staðnar að verki.9 2. Engidalur, Bárðardal, Suður-Þingeyjarsýslu. Kristlaug Pálsdóttir í Engidal hefur merkt fugla um langt árabil, ekki síst vaðfuglaunga. Hún var mikið á ferli um móana og fann þá mörg hreiður vaðfugla, svo sem heiðlóu Pluvialis apricaria og spóa Numenius phaeopus. Hafði hún auga með hvenær ungar skriðu úr eggjum og merkti þá áður en þeir yfirgáfu hreiðrið. Á árunum 1983– 1985 tók Kristlaug eftir því þegar hún var að reka kindur að sumar þeirra tóku á rás að stöðum þar sem fuglar flugu upp, leituðu að eggjum og átu. Kristlaug greinir frá þessu í tímaritinu Blika.10 3. Hesteyri, Mjóafirði, Austfjörðum. Árið 1996 (6. júlí) voru Þórey Ketils- dóttir, Sólveig Bergs og tveir höfunda (ST og ÆP) að merkja kríuunga við Hesteyri í Mjóafirði á Austfjörðum. Fyrst fóru merkingar fram utan tún- girðingar í nánd við bæinn en síðar var leitað inn á túnið þar sem var talsvert kríuvarp en einnig sauðfé á beit. Þar fundust fjölmargir haus- lausir kríuungar og var varla hægt að draga aðra ályktun en þá að kindurnar hefðu drepið ungana. Þó komu hundar einnig til greina. Þórey ræddi við ábú- anda jarðarinnar, Önnu Mörtu Guð- mundsdóttur, sem bjó ein á bænum (sjá ævisögu hennar eftir Rannveigu Þórhallsdóttur11). Anna átti tvo hunda en sagði þá aldrei hlaupa um túnin eftir kindunum. Þegar henni var sagt frá dauðu kríuungunum sagði Anna að þar væri komin skýring á því að sumar kindur hennar væru blóðugar um kjammann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.