Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 4
96
2 Á undanförnum árum hefur
binding kolefnis með ræktun
skóga verið til umræðu. Einstaklingum
og fyrirtækjum hefur gefist kostur á að
kolefnisjafna eigin neyslu með því að
styrkja gróðursetningu. Vistfæðingar
hafa hins vegar goldið varhug við að
stórfelld gróðursetning skóga kunni
að vinna gegn öðrum markmiðum og
skuldbindingum tengdum umhverfis-
vernd. Þannig getur umfangsmikil
ræktun nytjaskóga raskað náttúru-
legum gróðri og búsvæðum fugla og
annara dýra og þar með unnið gegn
líffræðilegri fjölbreytni sem Ísland
hefur einnig skuldbundið sig að vernda.
Varnaðarorð heyrast einnig um aukna
nytjaskógrækt með framandi tegundum,
sem síðar geta reynst ágengar.
Dæmið sýnir hvað það er mikil-
vægt að horfa vítt á aðstæður og meta
áhrif aðgerða á aðra þætti en þá sem
athyglin beinist að í upphafi. Hugsan-
lega koma slík áhrif ekki í ljós fyrr en
eftir að farið er af stað. Þá þarf að vera
mögulegt að laga aðgerðaráætlanir að
nýjum veruleika.
3 Sumar umhverfisáskoranir geta
reynst verulega flóknar. Þótt
almennt samkomulag sé um að við-
brögð þoli enga bið, þá getur ríkt óvissa
um heppilegar aðgerðir. Dæmi er um-
búðamenning samtímans. Komið hefur
æ betur í ljós sú mikla óheillaþróun sem
einnota umbúðir og áhöld hefur valdið.
Notkun þeirra hefur aukist gríðar-
lega á heimsvísu undanfarna áratugi
og er orðin svo samofin aðfanga- og
virðiskeðjum heimsins að erfitt reyn-
ist að vinda ofan af henni. Framleiðsla
umbúðanna er oft á tíðum orkufrek og
óumhverfisvæn, líftími vörunnar stuttur
og afdrif hennar eftir notkun vandamál.
Brugðist hefur verið við með ýmsum
hætti, og taka þau viðbrögð oft á tíðum
á sig sérkennilegar myndir. Bönn hafa
verið sett á einstaka vöruflokka, vöru-
þróun með nýjum hráefnum efld, hvatar
innleiddir til aukinnar endurnýtingar,
endurvinnslu eða minni umbúðanotk-
unar. Sumar af þessum tilraunum hafa
þó reynst óhagkvæmar eða skaðlegar
umhverfinu á annan og ófyrirséðan hátt.
Enn virðist því nokkuð í land með lausn
umbúðavandans.
Líkt og í verkefnum þar sem langtí-
markmið eru ekki að fullu ljós og leiðin
að þeim óviss er mikilvægt að gera ráð
fyrir sífelldri endurskoðun aðgerðaá-
ætlana í umhverfismálum. Það verður
helst gert með því að vera stöðugt vak-
andi fyrir upplýsingum, innleiða nýja
tækni, og hafa kjark til að viðurkenna
mistök, læra af þeim og jafnvel skipta
um skoðun. Einnig má læra af yngri
kynslóðum sem virðast opnari fyrir
lausnum sem þeim eldri kann að þykja
óhugsandi.
Droplaug Ólafsdóttir
líffræðingur og MPM-verkefnastjóri er
formaður ritstjórnar Náttúrufræðingsins
og starfsmaður vinnuhóps Norður-
skautsráðsins um lífríkisvernd (CAFF).
Kveðja frá ritstjóra
Þetta hefti Náttúrufræðingsins er hið
16. og síðasta sem ég ritstýri í þessari
lotu frá hausti 2014, en áður var ég
ritstjóri tímaritsins árin 1996–2006.
Á þessum árum hef ég unnið með
og kynnst mörgum tugum höfunda
og öðrum eins fjölda ritrýna. Það er
ekki einfalt að skrifa um flóknar og
sérhæfðar rannsóknarniðurstöður
þannig að allur almenningur hafi
gagn af lestrinum − en það er einmitt
markmið tímaritsins og hefur verið
frá upphafi. Sá stóri hópur nátt-
úruvísindamanna sem hér á hlut að
máli hefur lagt sig fram um að fylgja
þeirri stefnu af metnaði og í sjálf-
boðavinnu, að öðru leyti en því að
sumir höfundar fá greinar sínar metnar
til framgangs innan stofnunar sinnar.
Náttúrufræðingurinn er eitt elsta
tímarit landsins og eina tímaritið sem
birtir ritrýndar greinar í náttúrufræðum
á íslensku, sem er lykilatriði − því aðeins
þannig geta ný hugtök og hugmyndir, til
að mynda í náttúruvernd, þroskast og
orðið til gagns sem sameiginleg þekking
og skilningur fjöldans á mikilvægustu
málefnum samtímans.
Náttúrufræðingurinn stendur á
krossgötum. Fram undan er löngu
tímabær ferð inn i hinn stafræna heim
með nýju vefsetri sem vonandi verður
að veruleika á árinu 2022. Ég óska
nýjum ritstjóra prentútgáfu og netút-
gáfu Náttúrufræðingsins allra heilla
í starfi um leið og ég þakka virki-
lega ánægjulegt og gefandi samstarf
við höfunda efnis, ritrýna og ekki
síst formann ritstjórnar og ritstjórn
tímaritsins á undangengnum árum.
Útgáfa tímarits kallar einnig á sam-
starf við aðra fagmenn: prófarka-
lesara, ljósmyndara, grafíska hönnuði
og prentara. Þessum góða hópi vil ég
líka þakka samstarfið. Útgefendum
tímaritsins, Hinu íslenska náttúru-
fræðifélagi og Náttúruminjasafni Ís-
lands, sendi ég baráttukveðjur á nýrri
og spennandi vegferð.
Álfheiður Ingadóttir