Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 79

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 79
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 171Náttúrufræðingurinn 91 (3–4) bls. 170–174, 2021 Hrafnsgerði í Fellum. / Ljósm. H. Hall. 1985. Á þessum árum dvaldist Svanhildur oft í Hrafnsgerði ásamt Sigurði bróður sínum, og þar mun hugur hennar hafa beinst að náttúrunni, sem er mjög sérstök á þessum stað. Hannes bóndi, föðurbróðir hennar, var áhugasamur um ræktun og þekkti nokkuð til plantna. Hann átti meðal annars bækur Einars Helgasonar, Bjarkir og Rósir. Hann hóf fyrstur manna skógrækt á eigin spýtur á Héraði um 1940, og var frumkvöðull bændaskógræktar.2 Árið 1942 byggðu foreldrar mínir nýbýlið Droplaugarstaði rétt innan við Hrafnsgerðisá. Var þá aðeins steinsnar milli bæjanna og alltíð samskipti, en þá var fjölskylda Svanhildar flutt á Seyðisfjörð, og man ég ekki eftir að hafa hitt hana á æskuárum mínum. Hins vegar fregnaðist að hún væri að nema grasafræði í útlöndum og þótti mér mikið til þess koma, enda var ég þá farinn að hneigjast að þeirri fræðigrein og byrj- aður að nafngreina plöntur. Nám og fyrstu rannsóknir Árið 1957 birtist smágrein í Náttúrufræðingnum um Ís- lendinga sem nýlega höfðu lokið prófi í náttúrufræði erlendis, en þá var hér enn engin kennsla á háskólastigi í þeirri grein. Þar er getið nokkurra manna er síðar urðu þjóðkunnir nátt- úrufræðingar. Þar á meðal er þessi klausa: „Svanhildur Jónsdóttir, mag. scient., í grasafræði við háskólann í Kaup- mannahöfn, 1953. Sérgrein: fléttur (Lichenes). Hlaut gull- heiðurspening sama háskóla fyrir ritgerð um íslenzkar fléttur. Dvelur í Danmörku.“3 Ekki hefur mér tekist að finna titil verðlaunaritgerðar hennar, en í bréfi til mín 26. mars 1963 segir hún, aðspurð um efni í tímaritið Flóru: Hef ég því ekki annað handhægt en teoretisku ritgerðina mína frá magisterprófinu. Hún fjallaði um systematiska stöðu skófna, en þær eru nú eiginlega horfnar sem sér- stakur klasse, enda engin ástæða til að gera symbiose með þörungum að klassakarakter. Ég hef líka safnað talsvert af skófum með sosiologiskum/ökologiskum bakgrunni, en ég hef ekkert skrifað niður um það. Þetta má skilja svo að Svanhildur hafi í prófritgerð sinni afskrifað fléttur sem sérstaka kerfiseiningu (classis) og sam- einað þær sveppakerfinu, þar sem þeim er nú skipað til sætis, og hefur þá verið frumkvöðull á því sviði. Árið 1964 var 3.–4. hefti 33. árg. Náttúrufræðingsins til- einkað aldarafmæli Stefáns Stefánssonar skólameistara, höf- undar Flóru Íslands. Þar birtist löng ritgerð eftir Svanhildi og nefnist „Um mosaþembugróður“. Í ágripi á þýsku er höfundur skráður við „Laboratorium für Mikroskopie und Biologie“ við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn.4 Í upphafi greinar ritar höfundur: „Sumurin 1951 og 1952 ferðaðist ég talsvert um Ísland, í þeim tilgangi að safna efni um mosaþembugróðurinn.“ Ritgerðin skiptist í tvo aðalhluta. Í fyrri hluta er greint frá útbreiðslu mosaþembu á Íslandi og tengslum hennar við veðráttu. Í síðari hluta er fjallað um

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.