Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 8
Náttúrufræðingurinn 100 Ritrýnd grein / Peer reviewed (e. accumulated cohort analysis). Þessi aðferð er enn notuð, ásamt ýmsum leiðréttingum, við mat á stofnstærð íslenskra refa. 13,17–19 Á tímabilinu sem rannsóknir Páls stóðu yfir, árin 1979– 2011, voru veiddir 118.656 refir, þar af 51.877 yrðlingar.20 Fjöldi mældra og aldursgreindra dýra nálgaðist 9 þúsund þegar ævi Páls lauk en þegar þetta er skrifað er fjöldinn komin yfir 12 þúsund, og er þetta eitt stærsta gagnasafn sem til er um þessa tegund í heiminum. GÖGN OG AÐFERÐIR Þessi grein byggist einkum á gögnum um refaveiði annars vegar og mælingum á afla veiðimanna hins vegar. Fyrir liggja veiðiskýrslur úr grenjavinnslu með upplýsingum um fjölda unninna dýra, bæði fullorðinna og yrðlinga. Á árunum 1958−2019 veiddust 203.452 refir, þar af 114.221 fullorðin dýr og 89.231 yrðlingar.20 Til rannsóknar fengust hræ eða kjálkar rúmlega 11.900 fullorðinna dýra á árunum 1979–2019. Aldursgreining og mælingar á kjálkum ná aftur til ársins 1979 en frá 1986 eru jafnframt til mælingar á fjölda legöra og þykkt bakfitu (sjá í næstu grein). Kjálkar eru varðveittir á vísindasafni Nátt- úrufræðistofnunar Íslands, sem og ýmis fleiri sýni sem hefur verið safnað af og til. Sum þessara sýna hafa verið send á rann- sóknarstofur erlendis til erfðagreiningar eða mælinga á stöðugum samsætum, eit- urefnum, sníkjudýrum og sýkingum, svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöður nokkurra slíkra mælinga hafa birst í vísindagreinum eða ráðstefnuritum á alþjóðlegum vett- vangi, og er vísað í nokkrar þeirra í þessari grein og tveimur næstu. Auk veiðigagna og mælinga á inn- sendum hræjum liggja fyrir gögn um athugun fjölda refagrenja í ábúð í Þjóð- garðinum Snæfellsjökli og í friðlandi Hornstranda. Náttúrustofa Vesturlands sér um vöktun refa í Snæfellsnesþjóð- garði en gögn frá Hornströndum eru fengin úr rannsóknarferðum á vegum Páls Hersteinssonar og fleiri,21 auk vökt- unar fjölda, gotstærðar, lifunar yrðlinga og atferlis grendýra sem höfundur hefur safnað með reglulegum heimsóknum á svæðið frá sumrinu 1998, ýmist á eigin vegum eða sem starfsmaður Náttúru- stofu Vestfjarða, Fræðaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum og Melrakkaseturs Íslands, og sem starfsmaður Náttúru- fræðistofnunar Íslands frá árinu 2014. ALDURSGREINING Aldursgreining veiddra dýra er forsenda fyrir því að hægt sé að meta stofnstærð með viðurkenndri aðferð sem kallast aldurs-afla-greining (e. age-cohort ana- lysis).17 Páll Hersteinsson hafði kynnt sér aðferðir til aldursgreiningar sem byggjast á að taka röntgenmyndir af tannholi og þunnsneiða og lita rætur tannanna (2. mynd). Karl Skírnisson, líffræðingur á Keldum, vann með Páli að aldursgreiningum og sá um þunn- sneiðinguna. Páll kom á samstarfi við refaveiðimenn þannig að þeir útveguðu kjálka af felldum refum (og síðar heil dýr). Með kjálkunum fékk hann skýr- slu um fyrirkomulag veiða, dagsetningu og veiðistað. Með því að sjóða kjálkana losnar um rætur tannanna og þannig er hægt að draga út vígtennur með rótum sem ná langt inn í kjálkabeinið. Enn er notast við sömu aðferðir en nú fer vinna við þunnsneiðingu, litun og greiningu fram hjá Matson-rannsóknarstofunni í bænum Manhattan í Montanafylki í Bandaríkjunum. Forsendur þessarar aðferðar eru þær að veiði sé reglubundin, dánardagur þekktur og að hægt sé að aldursgreina veidd dýr.17,19 Íslenska tófan fellur vel að þessu stofnlíkani á meðan reglubundnar veiðar eru stundaðar, aflatölur þekktar og hluti felldra dýra skilar sér til aldurs- greiningar. Reikniaðferðin byggist á bak- reiknaðri lágmarksstærð hvers árgangs í árlegri veiði, eins langt aftur og elstu dýr lifa (12 ár). Áætlað er út frá reikni- aðferðinni hversu hátt hlutfall dýra er enn á lífi úr hverjum árgangi í lok hvers árs, út frá líkindareikningi sem byggist á þekktum aldurshlutföllum. Þegar það hlutfall liggur fyrir eru árgangarnir upp- reiknaðir og lagðir saman til að finna út hver áætlaður heildarfjöldi er á lífi í árslok. Út frá samsetningu gagnanna eru reiknaðir stuðlar til leiðréttingar vegna óvissuþátta (óveidd dýr, munur á lífslíkum gren- og hlaupadýra), svo og skekkjumörk. Aldurs-afla-aðferðin felur í sér að mat á stofnstærð er bundið því meiri óvissu sem matið er nær í tíma. Þetta er vegna þess hve stór hluti hvers árgangs er óveiddur hvert ár og er því óþekkt stærð. Því er einungis hægt að reikna stofnstærðina út með nokkurri vissu 3–4 ár aftur í tímann. Aldursgreining tekur einnig talsverðan tíma, þótt búið sé að veiða dýrin og senda þau til mæl- inga. Skekkjumörkin minnka eftir því sem fjær dregur í tíma og fleiri árgangar veiðast. Þó er talið að þessir útreikningar séu nokkuð áreiðanlegir, enda byggðir á stórum gagnasöfnum sem safnað hefur verið á löngum tíma og ná yfir mikið landsvæði. Líkanið byggist á lokuðu kerfi, enda þarf ekki að gera ráð fyrir inn- og útflutningi og ekki er heldur um að ræða samkeppni við aðrar refategundir. Mat á stærð refastofnsins hefur verið unnið samkvæmt aldurs-afla- aðferðinni á nokkurra ára fresti. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR Fjöldi veiddra refa Tölur um fjölda veiddra refa gefa vís- bendingar um sveiflur í stofninum þótt ekki segi þær til um stofnstærð. Sam- kvæmt veiðitölum fækkaði refum frá því skráningar hófust árið 1958 til ársins 1980 en fjölgaði upp frá því.10,11–13 Árið 1997 fjölgaði mjög veiddum fullorðnum dýrum, sérstaklega hlaupadýrum, þ.e. refum sem ekki eru unnir á greni. Mögu- legt er að það tengist breytingu sem varð með reglugerð um refaveiðar þar sem þátttaka ríkissjóðs í greiðslu fyrir grenjavinnslu var aflögð.22 Eftir það var greitt jafnmikið fyrir vetrarveidd dýr og grendýr en áður var greitt meira fyrir hin síðarnefndu. Ekki er hægt að úti- loka að aukning í fjölda veiddra dýra hafi að einhverju leyti tengst reglu- gerðinni og þeirri breytingu á greiðslum sem hún hafði í för með sér. Þó ber ekki á fækkun grendýra í veiðinni í kjölfarið 2. mynd. Mynd af þunnsneiddri og litaðri tannrót refs. Dökku línurnar eru áberandi í smásjá og sýna þá sex vetur sem dýrið lifði. – Microscopic thin section of a dyed fox cani- ne root. The dark microscopically visible lines represent the six winters that the fox lived. Ljósmynd/Photo: Matson‘s Laboratory.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.