Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 16
Náttúrufræðingurinn 108 Ritrýnd grein / Peer reviewed Snæfellsjökli að undanförnu (Menja von Schmalensee og Róbert A. Stefánsson, óbirt gögn). Mögulega er skýringuna að finna í breytingum á fæðuframboði en þetta á eftir að skoða nánar. Ólík búsvæði Við úrvinnslu gagna um refi hefur komið fram landfræðilegur munur sem virðist endurspegla tvær meginvistgerðir út frá fæðuvali.8,11,12,42 Annars vegar eru þetta dýr sem búa nálægt sjó og hafa aðgang að rekafjöru og/eða sjófuglabyggð. Hins vegar dýr sem búa inn til lands- ins og neyta fæðu sem er síður af haf- rænum uppruna. Algengasta búsvæði íslenskra refa er við ströndina og er mikilvægi strandlengjunnar mikið fyrir viðgang stofnsins. Erfitt er að draga skýra landfræði- lega línu til að afmarka þessar tvær vist- gerðir, enda skörunin talsverð. Gengið er út frá því að meirihluti refa á vest- urhluta landsins (frá Reykjanesi um Snæfellsnes og Vestfirði) búi að stórum hluta við dæmigerða strandavistgerð, og jafnframt að á austurhlutanum og inn til landsins (í öðrum landshlutum) sé fæða refa mun oftar af landrænum uppruna (undantekning t.d. á Langanesi). Þegar hræjum er skilað fylgja þeim nákvæmar lýsingar. Því eru staðsetningar inn- sendra hræja nákvæmari en heildar- veiðitölur geta gefið til kynna og koma að góðu gagni við að áætla vistgerðir með tilliti til fæðu refa. Veiðigögn frá 1958−2019 sýna að heildarveiði fór þá minnkandi á báðum landshlutum og náði lágmarki í kringum 1980 en eftir það tók refnum að fjölga, hægt í fyrstu en svo með auknum hraða, sérstaklega á austanverðu landinu. Fjöldi veiddra yrðlinga jókst samhliða fjölgun fullorðinna dýra. Eftir 1990 virðist nýliðun þó einkum hafa auk- ist austanlands en á sama tíma dró úr fjölgun veiddra yrðlinga vestan til. Áfram hefur þó verið rými til fjölgunar fram yfir aldamótin 2000 á austanverðu landinu en þá fer yrðlingum að fækka í veiðinni þar líka (8. mynd). Litarfar Melrakkar eru af tveimur megin-litaaf- brigðum, mórauðir og hvítir. Á heims- vísu eru hinir síðarnefndu langtum algengari, yfir 90% af heimsstofninum en 70–75% á Norðurlöndum (að Íslandi undanskildu).7 Tófur af hvíta litaafbrigð- inu skipta litum eftir árstímum þannig að á veturna eru þær nær alhvítar en á sumrin eru þær tvílitar, mógrábrúnar á baki og ytri hlutum útlima en hvítleitar á kvið og innan á fótum. Þær mórauðu halda lit sínum en feldurinn lýsist þegar sólin fer að skína í lok vetrar. Hvítur litur er góður felubúningur þar sem snjóalög eru stöðug yfir vetur- inn. Þar sem ávinningur er augljós af góðum felubúningi kemur ekki á óvart að mórauð dýr séu algengari við sjáv- arsíðuna en þau hvítu frekar að finna á Hvít tófa í sumarbúningi en með leifar af vetrarfeldi á skotti og líkama. – Arctic fox of the white morph during summer but with fragments of the winter fur on body and tail. Ljósmynd/Photo: Einar Guðmann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.