Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 109 Ritrýnd grein / Peer reviewed snjóþungum svæðum.43 Í doktorsritgerð Páls Hersteinssonar er kafli um litarfar og val á maka og er niðurstaðan sú að makaval sé óháð lit.5 Ekkert bendir til þess að þetta hafi breyst í seinni tíð og melrakkar virðast enn æxlast óháð lit. Á Íslandi eru refir af báðum litaafbrigðum á öllum landsvæðum og virðist hlutfall litanna innan landshluta haldast stöð- ugt. Árin 1979–1983 var mórauður litur yfirgnæfandi á vesturhluta landsins44 þar sem strandlengjan er hlutfalls- lega löng miðað við flatarmál lands, en hvíti liturinn algengari austar og inn til landsins. Þessi munur virðist lítið sem ekkert hafa breyst frá þeim tíma (9. mynd) og bendir til sambands milli litarfars og vistgerðar. Á Vestfjörðum er hlutfall mórauðra refa með hæsta móti (78,4% að jafnaði) en talsvert hátt hlut- fall dýra virðast þó bera hvíta arfgerð (2. innskotsgrein, bls. 107) þar sem got blandast nokkuð oft. Mikil afföll hvítra yrðlinga á fyrsta vetri á Hornströndum bendir til þess að hvítar tófur eigi erfiðara uppdráttar að vetrarlagi en þær mórauðu á strandsvæðum (Ester Unn- steinsdóttir, óbirt gögn). Erfðabreytileiki milli landsvæða Þar sem hlutföll feldlitar af austur- og vesturhluta landsins haldast svo stöðug er mögulegt að slíkur munur endur- speglist í öðrum erfðafræðilegum þáttum. Í samanburðarrannsókn á sýnum úr refum frá ólíkum svæðum á Íslandi kom í ljós nokkuð skýr land- fræðilegur munur á erfðasamsetn- ingu.45 Í refum af Vestfjarðarkjálkanum fundust arfgerðir sem voru mjög frá- brugðnar þeim sem voru í refum annars staðar á landinu. Var munurinn svo mikil l að hann samsvaraði um 100–200 kynslóða einangrun. Helsta skýringin var talin landfræðilegar hindranir, svo sem hin þrönga landbrú milli Vestfjarða og „meginlandsins“ sem spannar aðeins um 10 kílómetra milli botna Gilsfjarðar og Bitrufjarðar. Einnig bentu niðurstöð- urnar til að tófur á austurhluta landsins hafi um langa hríð verið nokkuð ein- angraðar frá öðrum landsvæðum. Stór- fljót, svo sem norðan og sunnan Vatna- jökuls, hafa að líkindum takmarkað ferðir refa og þar með flæði erfðaefnis.45 Erlendis hefur verið sýnt fram á að refir ferðast óhindrað um ísbreiður norð- urhjarans, sérstaklega þar sem læm- ingjar eru meginuppistaða fæðunnar.46 Strandarefir virðast ekki fara eins langar vegalengdir og læmingjarefirnir, og er skyldleiki minni milli stofna mel- rakka af strandsvæðum en þeirra sem lifa á læmingjum, jafnvel þótt miklar vegalengdir skilji þá síðarnefndu að.1 Svipað gæti verið uppi á teningnum hér á landi þar sem íhaldssöm erfða- samsetning endurspeglar mögulega ólíkar vistgerðir refa af mismunandi landsvæðum. Samanburðarrannsókn á hvítum og mórauðum refum á Græn- landi bendir til þess að melrakkar sem koma yfir hafísinn af læmingjasvæði í Kanada setjist allajafna ekki að og tím- gist á strandsvæði á Grænlandi þar sem ekki eru læmingjar og fæðan af haf- rænum uppruna.47 Þannig virðist gæta einhverrar tregðu eða skorts á hæfni til að tileinka sér nýjungar í fæðuvali, setjast að og finna sér maka af annarri fæðuvistgerð. Sé þetta raunin má leiða að því líkur að erfðafræðilegur munur sé ekki eingöngu af völdum landfræði- legra hindrana heldur geti félagslegir þættir og lærð hegðun einnig verið mik- ilvæg atriði hvað þetta varðar. Nánar verður fjallað um þetta í næstu greinum. Nýlegt dæmi um langt ferðalag stranda- refs frá Svalbarða til læmingjasvæðis í Kanada sýnir þó fram á að engin regla er algild. Tófa þessi, ung mórauð læða, fékk á sig senditæki í júlí 2017 og í mars 2018 lagði hún af stað í langferð. Á þremur vikum gekk hún 1.512 kílómetra leið, að mestu á hafís, og var komin til Grænlands hinn 16. apríl. Hún hélt áfram för sinni og 1. júlí var hún komin til Ellesmere-eyju í Kanada. Alls gekk hún rúma 3.500 kílómetra á 76 dögum.3 Þessi læða ferðaðist til heimskautaeyju í Kanada þar sem refir lifa aðallega á læmingjum. Er þetta eina þekkta dæmið um að refir skipti á milli fæðuvistgerða en óvíst er hvernig læðunni reiddi af í hinu nýja og framandi umhverfi þar sem rafhlaðan kláraðist í senditækinu. Ferð svalbarðatófunnar er þó í samræmi við niðurstöður rannsókna sem sýnt hafa fram á mikilvægi hafíss fyrir flæði erfðaefnis milli afskekktra útbreiðslu- svæða tegundarinnar.48,49 NIÐURLAG Refurinn er eina upprunalega landspen- dýrið á Íslandi og nam land löngu áður en menn settust hér að.50 Hafís gegnir mikilvægu hlutverki fyrir samgang milli fjarlægra norrænna refastofna og viðhald erfðafjölbreytileika. Þar sem enginn hafís liggur að Íslandi á veturna hafa íslenskar tófur að mestu verið ein- angraðar frá öðrum tófustofnum frá lokum ísaldar. Tófan hefur verið skilgreind sem flöggunartegund sem sérstaklega er fylgst með til að greina áhrif lofts- lagsbreytinga á dýr á norðurslóðum.14 Vegna legu landsins og einangrunar íslenska stofnsins hefur íslenski mel- rakkinn lykilstöðu í samanburðarrann- sóknum við önnur svæði umhverfis norðurheimskautið. Þær langtímarannsóknir á íslenska refastofninum sem nú fara fram hófust árið 1979 þegar Páll Hersteinsson tók að safna efniviði til að geta lagt mat á stærð íslenska stofnsins. Refaskyttur um land allt eru mikilvægir samstarfs- menn við vöktun refastofnsins. Þeir útvega sýni af felldum refum til mæl- inga og aldursgreiningar og skila að auki nákvæmum veiðiskýrslum. Gögn úr vöktun refastofnsins eru umfangs- mikil heimild sem gagnast við að svara mikilvægum spurningum og varpa ljósi á lífríki í íslenskum vistkerfum á tímum mikilla breytinga og hlýnunar loftslags. Veiðitölur benda til þess að íslenski refastofninn hafi fallið úr óþekktu hámarki á sjötta áratugnum niður í sögulegt lágmark um það bil sem Páll vann fyrsta stofnmat sitt um 1980. Á því ríflega þrjátíu ára tímabili sem rann- sóknir Páls spanna fór refastofninn úr rúmlega 1.200 dýrum upp í ríflega 9.000 dýr árið 2008. Eftir það féll stofninn en var nokkuð stöðugur og er talinn hafa verið um 7−9.000 dýr að jafnaði árin 2011–2018. Refir eru eins og önnur villt dýr friðaðir í náttúrulegu umhverfi sínu samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spen- dýrum.53 Ráðherra hefur gefið undan- þágur frá friðun til varnar tjóni. Veiðar eru því stundaðar um allt land, að mestu á kostnað sveitarfélaga og með framlagi ríkisins, undir eftirliti Umhverfisstofn- unar. Fjölgun refa hafði í för með sér efl- ingu refaveiða og hvatt var til aukinnar sóknar. Hvorki hefur þó verið lagt mat á hið meinta tjón né árangur veiðanna, og enn skortir markmið með veiðum í samhengi við tjón í tíma og rúmi, í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.