Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 113 verið notuð sem frjódreifari í gróður- húsum hér á landi og hefur hún verið flutt inn reglulega í því skyni. Raunar telja Prŷs-Jones og félagar4 líklegt að hún hafi þegar náð fótfestu í íslenskri náttúru. Þeir álíta að allar tegundirnar hafi borist til landsins fyrir tilverknað mannsins. Móhumlan hafi borist til landsins þegar á landnámsöld með skipum sem fluttu hingað vörur, svo sem hey, en hinar tegundirnar hafi borist í farangri eða með vörum sem fluttar voru til landsins með skipum eða flugvélum.4 Staðsetning búanna er mismunandi. Sumar humlutegundirnar gera sér bú neðanjarðar, eða nálægt yfirborði jarðar, og nýta oft gamlar músarholur, þykkan mosa, grjót eða gróður sem skýli fyrir búin. Aðrar kjósa nábýli við mann- inn og velja búinu stað inni í holum húsveggjum, undir sólpöllum eða gang- stéttarhellum, inni á háaloftum og í yfir- gefnum fuglshreiðrum uppi í trjám.4,6,7 Mítlar (Acarina) mynda stærsta hóp- inn í flokki áttfætlna (Arachnida) og eru tegundirnar rúmlega 48 þúsund.8 Mikil fjölbreytni einkennir hópinn (sjá innskotsgrein) og finnast mítlar nán- ast hvar sem er í heiminum, allt frá túndrusvæðum heimskautanna til eyði- merkursanda og dýpstu ála heimshaf- anna. Þeir lifa einnig í húð manna og jafnvel í augnhárasekkjum. Fjölmargar mítlategundir hafa tekið upp sníkjulífi og hrjá þær velflestar tegundir hrygg- dýra, hryggleysingja og plantna,9 og eru humlurnar engin undantekning. Í búunum lifa fjölmargar tegundir mítla í nábýli við humlur10 en gegna þar marg- 1. mynd. Þrjár humlutegundir (Bombus spp.) á Íslandi voru rannsakaðar með tilliti til ásætumítla vorið 2017. A. Móhumla (B. jonellus). B. Hús- humla (B. lucorum). C. Rauðhumla (B. hypnorum). Ásætumítillinn Parasitellus fucorum er áberandi á flestum humlum að vorlagi og sést með ber- um augum. Smávaxnari ásætumítlar finnast við leit á flugunum undir víðsjá. – Three bumblebee species (Bombus spp.) were surveyed with the emphasis on their phoronts in the spring of 2017. A. Heath bumblebee (B. jonellus). B. White-tailed bumblebee (B. lucorum). C. Tree bumblebee (B. hypnorum). The large Parasitellus fucorum is seen with the naked eye, the smaller species are detected under the stereomicroscope. Ljósm./ Photo: A. Páll B. Pálsson. B. Erling Ólafsson. C. Páll M. Skúlason. líkama flugnanna viðkomandi tegundir fundust, kanna erlendar heimildir um lífshætti tegundanna og ræða í fram- haldinu möguleg áhrif tegundanna á búskap humlanna. Í því skyni voru drottningar fangaðar á vordögum 2017 á nokkrum stöðum á landinu. Viðlíka rannsóknir hafa ekki áður farið fram hér á landi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Söfnun og tegundargreining humla Humludrottningum, 53 talsins, var safnað á tímabilinu 30. apríl til 24. maí 2017 (1. mynd). Flestar, 42, voru fangaðar dagana 4.–6. maí á þremur aðskildum stöðum á höfuðborgar- svæðinu, 14 við Tilraunastöðina á Keldum, 17 í Þverási í Árbæjarhverfi og 11 í Kópavogsdal. Samtals voru þetta 22 rauðhumludrottningar, 15 hús- humlur og 5 móhumlur. Móhumlu- drottningarnar voru allar fangaðar í Kópavogsdalnum. Næstflestar komu frá Egilsstöðum, 8 húshumlur sem voru fangaðar þar á tímabilinu 3.–24. maí. Að auki var fönguð húshumla á Svigna- skarði 30. apríl, önnur 6. maí á Selfossi, og ein rauðhumla 16. maí í Laugarási í Biskupstungum. Drottningarnar voru oftast fangaðar í léttan háf þar sem þær sátu á blómum eða á víðireklum, en drottningarnar úr Þveráshverfinu (13 húshumlur, 4 rauð- humlur) voru teknar flögrandi á gleri í gróðurhúsi eftir að hafa flogið inn um opinn glugga. Hver drottning var strax færð í 12 ml glerglas (með þéttum tappa) sem áður hafði verið hálffyllt af 70% etanóli. Ásætur sem losnuðu víslegu hlutverki, stundum til góðs fyrir humlurnar, stundum til tjóns. Þegar sól hækkar á lofti og hlýna tekur í veðri vakna humludrottningar af vetrardvala og hefja leit að hentugum stað fyrir búskapinn á komandi sumri. Drottningarnar fara víða í leit sinni og eru oft þaktar mítlum, sem margir veita athygli og velta fyrir sér hvaða hlutverki þeir kunni að gegna. Sumir þeirra eru samt það smávaxnir að þeir sjást ekki berum augum. Til þessa hafa óverulegar rannsóknir verið gerðar á humlumítlum hér á landi. Þýski mítla- fræðingurinn Max Sellnick11 greindi fjölda brynju- og ránmítla frá Íslandi á fjórða áratug síðustu aldar. Tegundina Pneumolaelaps marginepilosa fann hann í yfirgefinni hagamúsarholu við bæinn Gröf í Skaftártungu og lýsti tegundinni fyrstur manna. Hún er vel þekktur fylgi- fiskur humla víða um heim.12 Kristján Kristjánsson13 nefnir ógreinda humlu- mítla á móhumludrottningum í ritgerð árið 1983 og árið 2016 tilgreinir Erling Ólafsson14 á vef Náttúrufræðistofnunar að tegundin Parasitellus fucorum (De Geer, 1778) finnist á hús-, ryð- og rauð- humlum hér á landi. Tegundina nefndi hann humlumítil sem er ágætt sam- heiti fyrir mítla sem finnast á humlum. Þar sem tegundirnar eru margar bíður það verkefni framtíðarinnar að gefa öllum tegundunum sem hér finnast íslensk heiti. Markmið verkefnisins sem hér er fjallað um var að safna ásætumítlum af humludrottningum sem nýlega voru vaknaðar úr vetrardvala, greina tegund- irnar, telja einstaklingana og skrá hvar á Ritrýnd grein / Peer reviewed
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.