Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
115
og steyptir þar inn í Hoyer-innsteyping-
arefni undir þekjugleri.16 Smásjárglerið
var í framhaldinu þurrkað í hitaskáp yfir
nótt við 60°C.
Ekki var tiltækur öruggur grein-
ingarlykill fyrir ættkvíslina Kuzinia en
talið er að þar sé á ferðinni tegundin
Kuzinia cf. laevis (Dujardin, 1849)
(Astigmata: Acaridae) (2. mynd). Grein-
ing Scutacarus acarorum Goeze, 1780
(Prostigmata: Scutacaridae) (3. mynd)
byggist á greiningarlykli Khaustovs.17
P. marginepilosa (Sellnick, 1938)
(Mesostigmata: Laelapidae) (4. mynd)
var greindur erlendis (sjá neðar). Við
greiningu Proctolaelaps longisetosus
(Postner in Westerboer, 1963) (Meso-
stigmata: Ascidae) (5. mynd) var stuðst
við myndir og lýsingar Klimovs og
félaga18 og við greiningu P. fucorum
(Mesostigmata: Parasitidae) (6. mynd)
var stuðst við greiningarlykil eftir
Hyatt.19 Eintök af ásætumítlategundum
voru send Barry M. OConnor, mítla-
sérfræðingi við háskólann í Michigan í
Bandaríkjunum, sem aðstoðaði höfunda
við greiningu og staðfesti greiningar
þeirra. Að greiningarvinnu lokinni voru
mítlar einstakra tegunda taldir til að
ákvarða fjölda á hverri flugu fyrir sig.
Smitskilgreiningar
Smithlutfall er hlutfall einstaklinga sem
bera mítla í úrtaki og meðalsmitmagn
er meðalfjöldi mítla á hvern einstakling
(1. tafla). Staðalfrávik (SD) meðalsmit-
magns var reiknað í forritinu Excel.
Ljósmyndun
Höfundar tóku smásjármyndir af ásætu-
mítlum á Tilraunastöðinni á Keldum
með stafrænni myndavél (Nikon
DS-Vi1). Hún var fest á DMLB Leica-
smásjá sem útbúin var með skerpuauk-
andi linsum (Nomarski Interference
Contrast). Getið er um ljósmyndara
drottninganna í myndatextum.
NIÐURSTÖÐUR
Humlutegundir
Drottningar þriggja humlutegunda
náðust til rannsókna (1. mynd). Hlut-
föll húshumlu og rauðhumlu í afla
voru svipuð (25 á móti 23). Móhumlur
fundust einungis í Kópavogsdal. Allar
drottningarnar frá Egilsstöðum voru
húshumlur, og sama er að segja um
stöku flugurnar frá Selfossi og Svigna-
skarði. Staka flugan úr Laugarási
var rauðhumla.
af þeim söfnuðust fyrir í geymslu-
vökvanum. Glösin voru jafnóðum merkt
með hlaupandi númerum, söfnunar-
stað, dagsetningu og upplýsingum um
hver safnaði. Þessar upplýsingar voru
skráðar á sérstakt eyðublað fyrir hverja
flugu. Þar voru niðurstöður greininga
og talninga skráðar og upplýsingarnar
að endingu færðar í Excel-skjal.
Drottningarnar voru greindar til
tegundar eftir greiningarlykli Prŷs-
Jones og Corbet15 en einnig var stuðst
við upplýsingar frá Erling Ólafssyni á
vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.6
Söfnun og tegundar-
greining ásætumítla
Leitað var að mítlum á hverri drottningu
við 10–25 falda stækkun í víðsjá eftir að
flugunni og innihaldi söfnunarglassins
hafði verið hvolft niður í litla glerskál
(20 ml). Staðsetning mítla á flugunni
var skráð og þeir síðan losaðir niður í
geymsluvökvann með fínni sprautunál
(þvermál 0,5 mm, lengd 25 mm) sem
fest hafði verið á skaft þannig að hægt
var að beita nálinni eins og hárbeittum
hnífi. Þegar allir mítlar höfðu verið los-
aðir voru þeir gróflega flokkaðir eftir
útliti, færðir á eitt eða fleiri smásjárgler
6. mynd. Mítillinn Parasitellus fucorum (Mesostigmata) var algengasti ásætumítillinn í rann-
sókninni. A. Gyðlustig númer tvö (deutonymph) er dreifingarstigið í lífsferlinum. B. Klóskæri
gyðlunnar halda dýrinu föstu með því að grípa fast utan um hár (hvítar örvar) á loðnum
búk humlunnar. Mikill fjöldi áhangandi mítla getur komið niður á flughæfni humlunnar. –
Parasitellus fucorum (Mesostigmata) was the most frequently found mite in the study. A.
Deutonymphs are the dispersing stage in the life cycle. B. The mites attach themselves
firmly to the bumblebee using the chelicerae (dark brown) to grasp to body setae (white
arrows). Photo A: Bjálki/scale bar = 500 µm. Photo B: Bjálki/scale bar = 100 µm. Ljósm./
Photo: Karl Skírnisson & Guðný Rut Pálsdóttir.
Ritrýnd grein / Peer reviewed