Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 24
Náttúrufræðingurinn 116 Mítiltegund Mite species Kuzinia laevis Scutacarus acarorum Pneumolaelaps marginepilosa Proctolaelaps longisetosus Parasitellus fucorum Hópur Group Fitumítill Astigmata Flosmítill Prostigmata Ránmítill Mesostigmata Ránmítill Mesostigmata Ránmítill Mesostigmata Móhumla – Bombus jonellus (n=5) Smithlutfall – prevalence of infection (%) Meðalsmitmagn – mean abundance (±SD) Mesti fjöldi á flugu – max number per fly 100 119 (±100) 233 0 0 0 0 0 0 60 2 (±1) 3 80 2 (±2) 2 Húshumla – Bombus lucorum (n=25) Smithlutfall – prevalence of infection (%) Meðalsmitmagn – mean abundance (±SD) Mesti fjöldi á flugu – max number per fly 92 264 (±304) 1102 56 35 (±74) 284 8 7 (±8) 12 40 2 (±1) 3 96 71 (±126) 576 Rauðhumla – Bombus hypnorum (n=23) Smithlutfall – prevalence of infection (%) Meðalsmitmagn – mean abundance (±SD) Mesti fjöldi á flugu – max number per fly 52 43 (±67) 239 17 29 (±48) 108 0 0 0 9 2 (±1) 3 100 55 (±63) 225 1. tafla. Yfirlit um ásætumítlategundir á 53 drottningum þriggja humlutegunda (Bombus spp.) þegar þær fóru að fljúga um í leit að ákjósanlegum bústöðum eftir vetrardvala vorið 2017, ásamt upplýsingum um smithlutfall, meðalsmitmagn (ásamt staðalfráviki) og mesta fjölda einstakra mítla- tegunda á viðkomandi humlutegund. – Phoretic mite species attached to three bumblebee species (Bombus spp.) in Iceland searching for nest site after the hibernation phase in spring 2017 with information on the prevalence of infection, mean abundance (with standard deviation) and the maximum number of mites found on the respective bumblebee species. Tegundir og algengi ásætumítla Fimm tegundir mítla af þremur mismun- andi ættbálkum fundust í rannsókninni, ein af ættbálki fitumítla (Astigmata, K. cf. laevis), ein af ættbálki flosmítla (Prostigmata, S. acarorum) og þrjár tegundir af ættbálki ránmítla (Meso- stigmata, P. marginepilosa, P. longi- setosus og P. fucorum) (1. tafla). Algengasta tegundin var P. fucorum. Mítillinn fannst á öllum drottningum í rannsókninni nema á einni móhumlu og einni húshumlu. Heildarsmittíðnin var 96,2%. Meðalsmitmagn var mest á húshumlu (71 ±126, mesti fjöldi á flugu 576 mítlar). Næst kom rauðhumla (55 ±63, mesti fjöldi á flugu 225 mítlar) en minnst var á móhumlu (2 ±2, flestir fundust 2 mítlar á flugu) (1. tafla). Næstalgengasti ásætumítillinn í rann- sókninni var K. cf. laevis. Sá fannst á öllum móhumlum (100%), öllum hús- humlum nema tveimur (92%) og ríf- lega helmingi rauðhumlanna (52%). Heildarsmittíðnin var 75,5%. Meðal- smitmagn var mest á húshumlu, (264 ±304, mesti fjöldi á flugu 1.102 mítlar), næst kom móhumla (119 ±100, mesti fjöldi á flugu 233) en fæstir mítlar fund- ust á rauðhumlu (meðalsmitmagn 43 ±67, flestir mítlar á flugu 239) (1. tafla). Þriðji algengasti var S. acarorum. Mít- illinn var algengari á húshumlu (56%) en rauðhumlu (17%) en fannst ekki á móhumlu. Heildarsmittíðnin var 34% og meðalsmitmagnið heldur hærra hjá húshumlu (35 mítlar, mesti fjöldi á flugu 284) en hjá rauðhumlu (29 og 108) (1. tafla). Í fjórða sæti var P. longisetosus. Hann fannst á þremur móhumlum (60%), 10 húshumlum (40%) og 2 rauðhumlum (9%). Heildarsmittíðnin var 28,3%. Meðalsmitmagnið var hið sama hjá öllum humlutegundunum, tveir mítlar hjá hverri, og aldrei fundust fleiri en fjórir mítlar tegundarinnar á drottningu. Sjaldgæfastur var P. marginepilosa. Hann fannst einungis á húshumlum frá Egilsstöðum. Þar fannst hann á tveimur drottningum; tólf mítlar á annarri, einn á hinni. Fjöldi ásætutegunda á hverri drottningu Algengast var að þrjár tegundir ásætu- mítla væru á hverri drottningu (37,7% flugnanna). 34% drottninganna voru með tvær tegundir ásætumítla og 18,9% með eina ásætutegund. Þrjár drottn- ingar (9,4%) voru með fjórar tegundir. Hvar sitja mítlarnir á humludrottningum? Mítlar taka sér bólfestu víða á líkama drottninganna. Stórvöxnu ránmítla- tegundirnar (Mesostigmata) hanga á hárum víða um líkama drottning- anna, einkum þó á stöðum þar sem þær ná ekki að krafsa mítlana af með fótunum. Mítlarnir í rannsókn okkar sátu hvað þéttast á hliðum, bæði á fram- og afturbol; stundum einnig ofanvert á haus og afturbol (1. mynd). Smávöxnu tegundirnar, K. cf. laevis og S. acarorum, sátu fyrst og fremst á hárlausa svæðinu á bakplötum og á mótum fram- og afturbolsins, og á styrktarlistum neðst á vængj- unum, nánar tiltekið þar sem þessir smávöxnu mítlar ná að festa sig við slétt undirlag. UMRÆÐUR Landnám humla og mítla Eins og fram kom í inngangi er talið er að allar humlutegundirnar hafi borist með mönnum til Íslands4 og er talið fullvíst að ásætumítlarnir hafi fylgt þeim á því ferðalagi. Algengi humlutegundanna Tiltölulega jafnt hlutfall húshumlu og rauðhumlu (25:23) í söfnun drottn- inga á Reykjavíkursvæðinu í maí 2017 bendir til þess að tegundirnar hafi þá verið álíka algengar á söfnunar- stöðunum. Móhumla virðist aftur á móti hafa verið heldur sjaldgæfari. Hún hefur átt í harðri samkeppni við sér stærri tegundir og hrakist úr görðum.6 Móhumlan fannst einungis á Ritrýnd grein / Peer reviewed
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.