Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 119 Ritrýnd grein / Peer reviewed ferli tegundarinnar halda sig í námunda við geymslustaði þessa góðgætis inni í búunum og þar er setið að gnægtaborði. Aðrar tegundir ættkvíslarinnar eru taldar nærast með því að drekka blóð- vökva úr særðum humlum.34 Ekki er getið um nein jákvæð áhrif af veru mítl- anna í búinu þannig að á heildina litið virðast samskipti tegundanna einungis neikvæð fyrir humlurnar. Flokkast þau því sem hreinn nytjastuldur (e. kleptoparasitism).34,35 Lítið er vitað um fæðuval mítilsins P. longisetosus. Áhrif tegundarinnar innan humlubúa eru því að mestu ókunn en lögun munnlimanna hefur þótt benda til þess að tegundin sé að flysja frjókorn og éta utan af þeim fremur en að veiða skordýr.36 Hvaða stig í lífsferlinum taka sér far með humlum? Í lífsferli mítla festa tvö mismunandi þroskastig sig við humlur (sjá inn- skotsgrein), (1) annars stigs gyðlur og (2) fullorðin kvendýr sem tilbúin eru að verpa eggjum þar sem þau hreiðra um sig þegar ferjunni sleppir. Í fyrri hópnum eru annars vegar flökkugyðla K. cf. laevis 37 (2. mynd) og hins vegar annað gyðlustig P. fucorum38,39 sem eru stórvaxnir og áberandi mítlar (1. mynd) en þó ekki fullorðinsstigið í lífsferl- inum (sjá innskotsgrein). Seinni hóp- inn mynda fullvaxta kvendýr tegund- anna S. acarorum, P. longisetosus og P. marginepilosa. LOKAORÐ Af ofansögðu má ráða að samskipti ásætumítla og humla hér á landi eru fjölbreytileg. Ein tegundin (P. margin- epilosa) er tvímælalaust skaðleg fyrir humlur. Þegar reikningar eru gerðir upp virðist tilvist hinna tegundanna inni í búunum ekki skipta búskap humlanna máli. Tegundirnar þakka fyrir verðmætt fóður með því að stunda þrifaþjónustu, éta myglu og drepa og éta smádýr sem sækja í búið. Ekki þarf þó mikið til að raska jafnvæginu. Fjölgi mítlum úr hófi fram innan búsins geta þeir haft neikvæð áhrif. Þau ná ekki einungis til búsins heldur getur mikill fjöldi mítla á humluferju haft áhrif á flughæfni hennar og hreyfigetu, sem veldur því að hún verður auðveldari bráð fyrir afræningja en ella. Erlendis hefur verið sýnt fram á að fjölgun mítla í búunum á sér helst stað á haustin, þegar búskap humlanna er að ljúka og búið er að byrja að sundrast þannig að áhrifin verða í raun óveruleg fyrir búin.30 Líklegt er að svipað sé uppi á teningnum hér á landi. Hér er á ferðinni fyrsta rannsókn sinnar tegundar hérlendis þar sem áherslan var ekki hvað síst lögð á að greina tegundir ásætumítla á algengustu humlutegundum í þéttbýli hér á landi vorið 2017. Verðugt framtíðarverkefni væri að halda þessum athugunum áfram og rannsaka í því sambandi ásætumítla á öllum humlutegundum sem hér hafa numið land. Viðbúið er að fleiri tegundir ásætumítla finnist við slíkar rannsóknir og að auki gætu slíkar athuganir varpað ljósi á smitbreytileika meðal humlu- tegundanna hér á landi. Í leiðinni væri tvímælalaust einkar áhugavert að skoða aðstæður niðri í sjálfum humlubúunum. SUMMARY On mites of bumble- bee queens in Iceland Three common bumblebee species (Bombus spp.), altogether 53 queens, sampled in the spring of 2017 in Ice- land, were examined for the presence of phoretic mites (Acari); 25 white tailed bumblebees (B. lucorum), 23 tree bum- blebees (B. hypnorum) and five heath bumblebees (B. jonellus). Most queens (42) were captured in the Reykjavík area, eight B. lucorum originated from Egilsstaðir, East-Iceland, the three remaining queens were B. hypnorum and B. lucorum originating from South and West Iceland. All mites found were mounted in Hoyer’s medium, identified and counted. All queens carried at least one, but up to four phoretic mite spe- cies were noticed. The large-sized deu- tonymphs, the dispersing stage of the mesostigmatan mite Parasitellus fuco- rum, was the most common phoront and found on 96% of the queens. Second in this comparison was the astigmatan Kuzinia cf. laevis with a prevalence of infection of 76%, third was the prostig- matan Scutacarus acarorum (34%) followed by the mesostigmatan Proc- tolaelaps longisetosus (28%). The rarest phoront in our survey was the mesostig- matan Pneumolaelaps marginepilosa (4%) and exclusively detected from B. lucorum sampled in Egilsstaðir. This species was originally described new to science after being detected in the nest of B. jonellus, located in an old under- ground wood mouse nest on a farm in southeast Iceland. P. marginepilosa and P. fucorum were previously confirmed to occur in Iceland but the other three are new species records to Iceland. Wild bumblebee species detected in Iceland are believed to have been imported to the country with goods in ships or airplanes. Same applies to the phoronts detected in the survey. The interaction between bumble- bees and their phoronts is complicated. Phoretic mites can act as kleptopara- sites, mutualists, commensals or even parasites. In the nest they usually feed on bumblebee’s food (pollen, nectar, cocoon material). However, at the same time the beneficial mites provide sani- tary or cleaning services to developing larvae such as removing harmful fungi and other microorganisms. In our sur- vey P. marginepilosa was the only spe- cies considered to be harmful in the nest through its kleptoparasitic behav- iour. The other phoronts pay for their food and accommodation with activi- ties that are regarded to act positively for the welfare of the nest, so in the end both the bumblebees and the phoronts benefit through their cooperation. In spring, not least on cold days, the weight of large-sized phoronts attached to bumblebee queens may affect their abilities to fly or walk around and escape predators. In the survey up to 576 deutonymphs of dis- persing P. fucorum were found to be attached to an exhausted B. lucorum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.