Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 40
Náttúrufræðingurinn 132 Sauðfé étur kríuegg og unga Ævar Petersen, Sverrir Thorstensen, Scott Petrek og Kane Brides SUMARIÐ 2019 sást til kinda í Flatey á Breiðafirði sem ýttu kríu Sterna paradisaea af hreiðri sínu og átu síðan egg hennar. Síðar sama sumar fundust bæði lifandi og dauðir kríuungar með hluta vængjar eða allan vænginn afstýfðan, svo og dauðir haus- lausir ungar. Fyrstu dauðu kríuungarnir fundust um miðjan júlí. Einnig fannst hauslaus stelksungi og síðar fleiri kríuungar. Alls fundust 17 hauslausir og vængstýfðir kríuungar þetta sumar. Kindur voru rétt hjá en engir aðrir hugsanlegir orsakavaldar. Sumrin 2020 og 2021 fundust einnig dauðir hauslausir ungar og lifandi ungar sem á vantaði hluta vængjar. Hér segir nánar frá þessu og rifjuð eru upp önnur tilvik hér á landi sem okkur eru kunnug um kindur sem urðu uppvísar að eggja- eða ungaáti. 1. mynd. Ær með tvö lömb við kríu á hreiðri. Rétt eftir að myndin var tekin sást annað lambið hnippa í fuglinn og kasta honum af hreiðrinu. Síðan átu kindurnar eggin. Myndin er tekin á Pálsvelli í Flatey á Breiðafirði. – Ewe with her two lambs at an Arctic tern nest. Just after this photo was shot one of the lambs tossed the adult tern off the nest with its muzzle and the eggs were eaten. Flatey in Breiðafjörður. Ljósm./Photo: Kane Brides, 11.06.2019. Náttúrufræðingurinn 91 (3–4) bls. 132–137, 2021

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.